Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 27

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 27
STÖRF Til að geta lifað heiðarlegu lffi í þessum heimi verður maður að hafa eitt- hvert starf. Það er ekki nóg að gera bara eitthvað. Vinnan þarf að vera af ákveðinni gerð og hún verður að hafa tilgang. Þess vegna velur maður starf. Það gerist þegar ntaður er búinn í skóla en þá verður maður fullorðinn, eða réttara sagt, nú byrjar annar skóli: lífið. Sagt er að lífið sé strangur skóli og það hlýtur að vera satt úr því að það er sagt. Við getum valið þau störf sem við viljum enda væri ekki sanngjamt ef við gætum það ekki. Það eru svo mörg störf sem mig langar í. Og þá er erfitt að velja. Ég hugsa að það sé best að ég velji bara eitthvert starf, kannski það fyrsta sem kemur í hugann, reyni það og hætti þegar ég verð búinn að fá nóg. Hvemig á maður eigin- lega að vita hvernig störfin eru? Ég held að maður verði fyrst að prófa þau sjálfur. Það er ekki hægt að búast við að óreyndar sálir geti tekið einhverja ákvörðun í þessu lífi án þess að verða að athlægi. Það á að vera hlutverk foreldra okkar að finna handa okkur störf. Þeir vita best hvað við getum. Og ef við skyldum geta gert eitthvað annað og meira en þeir töldu er alltaf hægt að söðla um. Það þýðir ekki að maður endi sem söðlari. Nei, við erum sjaldan beitt órétti í þessum efnum. Nú, ég gæti vel hugsað mér að verða skipstjóri. En ég efast um að foreldrar mínir yrðu hrifnir af því. Þeim þykir svo vænt um mig og yrðu mjög hrædd ef þau vissu af mér úti á rúmsjó í of- viðri. Best væri auðvitað að strjúka að heiman. Um miðja nótt, út um gluggann, niður reipi og - bless. Æ nei. Ég þori ekki að fara á bak við for- eldra mína og það er ekkert víst að ég sé gott skipstjóraefni. Mig langar 25

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.