Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 43

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 43
stæða þýðingu fyrir hinn siðmenntaða heim. Það er varla alveg út í hött að fullyrða að siðmenningin væri ekki möguleg án pappírs. Hvernig færi hinn siðmenntaði maður að, við skulum vona að hann sé siðmenntaður, ef eng- inn pappír væri búinn til. Tilvera alls þorra mannkyns er ískyggilega háð pappírnum. Við nánari íhugun fínnum við að til eru vissir hlutir sem við getum ekki verið án. Almennt talað er til þykkur og þunnur, glansandi og mattur, grófur og fínn, dýr og ódýr pappír og með góðfúsu leyfi lesarans blasa við margvíslegar pappírsgerðir og tegundir: skrifpappír, sandpappír, prentpappír, smjörpappír, umbúðapappír, teiknipappír, dagblaðapappír og silkipappír. Foreldrar undirritaðs áttu snotra og netta pappírsvörubúð og það er sennilega þess vegna sem hann á svona auðvelt með að telja upp margvíslegar gerðir pappírsins. Það er Iíka vel hugsanlegt að við finnum einhvern tíma pappírssnepil, kannski rekumst við á hann í rykfallinni rithöf- undarskúffu, og það er búið að skrifa á hann sögu sem hljómar eitthvað á þessa leið: Maðurinn sem tók ekki eftir neinu Fyrir stuttu, eða löngu, var maður sem tók ekki eftir neinu. Hann veitti engu athygli, honum stóð nákvæmlega á sama um allt. Var hann þá svona djúpt hugsi? Það er nú öðru nær! Hann var gjörsamlega rænulaus og tómur. Einu sinni missti hann allar eigur sínar án þess að taka eftir því, án þess að finna fyrir því. Það snerti hann alls ekki vegna þess að sá sem tekur ekki eftir neinu er ónæmur fyrir öllu. Ef hann hafði lagt regnhlífina sína einhvers staðar frá sér tók hann fyrst eftir því þegar fór að rigna og hann varð gegn- drepa. Gleymdi hann hattinum sínum veitti hann því ekki athygli fyrr en einhver sagði: „Hvar er hatturinn yðar, herra Binggeli?" Hann hét Binggeli og gat ekki að því gert. Hann hefði fullt eins viljað heita Liechti. Einu sinni duttu sólamir undan skónum hans, hann varð þess ekki var heldur arkaði á sokkaleistunum út um allar trissur þar til einhver benti honum á hvað þetta væri skrýtið. Allir gerðu stólpagrín að honum en hann tók ekki eftir neinu. Konan hans svaf hjá hverjum sem hún vildi. Binggeli varð einskis var. 41

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.