Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 54

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 54
mér í guðanna bænum að flytja burt því ég óttaðist að annars biði mín ekk- ert nema ömurlegur dauði. Frúin brosti og sagði að hún harmaði mikið, djúpt og innilega hversu brottför mína bæri skjótt að höndurn en auðvitað gæti hún ekki breytt ákvörðun minni og óskaði mér alls hins besta og væri óendanlega glöð yfir því að ég hefði, að því er virtist, í hyggju að yfirgefa hana. Þetta var ódulin og andstyggileg hæðni! En ég var hjartanlega glaður að komast burt og vera frjáls. Ég flutti í eitt úthverfið og bjó þar hjá handverksmannafjölskyldu. „Ef ég skoða mig með svolítilli athygli frá hvirfli til ilja,“ sagði ég við sjálfan mig, „hlýtur mér að verða ljóst að ég á fremur heima í verkamannahverfi en hverfum heldra fólksins, að ég á fremur heima meðal fátæks fólks en í villuhverfunum." Muni ég rétt gladdist ég af öllu hjarta að ég skyldi finna kjark til að segja skoðun mína beint út við sjálfan mig. Heilbrigður skiln- ingur á hlutunum er ávallt stór ávinningur fyrir hinn ytri jafnt sem hinn innri mann og hefur ýmis þægindi í för með sér. Þar sem ég bjó, sá ég af og til strákræfil úti í glugga á húsinu á móti reykjandi pípu; það var ólýsanlega hryllileg, dapurleg og átakanleg sjón. Ég heyrði greinilega og sá að móðir stráksins, eða hver svo sem hún var, barði hann daglega og það skelfilega við misþyrminguna var að barnið tók örlögum sínum með óeðlilegum doða og fór ekki einu sinni að gráta við höggin. Konan sem lumbraði á stráknum og strákurinn, þessi unga vofa sem horfði út um gluggann og reykti eins og hann væri gamall maður, hið hræðilega tilfinningaleysi sem var komið yfir hann svo ungan að árum, grimmd kerlingarinnar, eldrautt nef hennar sem benti til viðurstyggilegra lasta; allt rann þetta saman í ljóta og ruddalega mynd sem mig hryllti við. Af þessu tilefni má ég kannski leyfa mér að taka fram í fullri alvöru að þótt ég taki jafnan hugnæmar og ánægjulegar endur- minningar fram yfir hinar dapurlegu og sorglegu, þá get ég ekki, samvisku minnar vegna, heiðarleika og réttlætistilfinningar, eiginleikar sem ég er til allrar hamingju ekki gjörsneyddur, þagað yfir hinu vonda og ljóta því ann- ars væri æru hugsunar minnar misboðið. Einnig hlýt ég að mega gera ráð 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.