Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 69

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 69
BRÉF FRÁ MANNl TIL MANNS Þú skrifar að þú sért kvíðinn vegna þess að þú hafir enga stöðu og að þú óttist að sjá engan aur á næstunni. Ég er dálítið eldri en þú og get því miðl- að af reynslu minni. Þú hefur ekkert að óttast. Vertu ekki að brjóta heilann urn hlutina. Ef þú líður skort skaltu vera stoltur að mega gera það. Þú skalt haga lífi þínu þannig að þér nægi súpuskál, brauðsneið og vínglas til að lifa. Það er vel hægt. Reyktu ekki því það veikir þig líkamlega og þú mátt síst við því. Þú stendur andspænis óhugnanlega miklu frelsi. Jörðin ilmar allt í kringum þig, hún tilheyrir þér, hún vill tilheyra þér. Njóttu hennar. Þeir sem alltaf eru hræddir geta ekki notið neins. Sem sé, burt með alla hræðslu. Vertu ekki ruddalegur og formæltu ekki nokkrum manni, ekki einu sinni versta illmenni. Reyndu að sýna ástúð þegar aðrir, veikari og ekki jafnyfir- vegaðir, myndu hata. Þér er óhætt að trúa mér þegar ég segi: Hatrið tortímir sál mannsins. Þú skalt láta þér þykja vænt um allt og alla. Það sakar engan að vera eyðslusamur á þessu sviði. Farðu snemma á fætur á morgnana, sittu sem minnst, sofðu hratt og örugglega. Það er hægt. Ef þér finnst of heitt úti skaltu ekki hugsa alltof mikið um það heldur láta eins og þú takir ekki eftir því. Ef þú skyldir ganga fram á vatnslind í skóginum máttu ekki gleyma að drekka úr henni. Ef þér er boðið eitthvað kurteislega skaltu þiggja það kurt- eislega. Reyndu sjálfan þig reglulega, reiknaðu með þér og berðu hlutina undir eigið hyggjuvit fremur en að leita til lærðra manna. Forðastu lærða menn því þeir eru með örfáum undantekningum hjartalausir. Skapaðu þér sem oftast tækifæri til að grínast og hlæja. Það hefur eftirfarandi í för með 67

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.