Frón - 01.04.1943, Síða 8
70
Jakob Benediktsson
hver varö aS pukra í sínu horni án sambands við embættis-
bræður sina, og vegna tregðu og íhaldssemi stjórnarinnar.
I3ó að margt gott megi segja um íslenzka embættismenn
á bessum árum, sem margir voru starfsamir, skylduræknir og
iðnir, þá var því ekki að heilsa að þeir væru sérstaklega
framtakssamir i umbótaátt, og jiess var að öllu athuguðu heldur
ekki að vænta. I'lestir veraldlegra embættismanna höfðu aðeins
fengið stutta menntun í Kaupmannahöfn, og þau andleg áhrif
sem þeir urðu fyrir þar voru sjaldnast þess eðlis að þau væru
líkleg til að vekja hjá þeim framfaraanda, því að allt andrúms-
loft háskólans var ]já þrungið einveldiskenningum 18. aldar.
Peir fáu embættismenn íslenzkir, sem langdvölum höfðu verið
í Kaupmannahöfn, höfðu flestir unnið á stjórnarskrifstofum, og
má geta því nærri að ekki var andrúmsloftið hressilegra þar.
Og væri eitthvert framtak eftir hjá þessum mönnum þegar heim
kom, þá mátti eiga það víst, að það átti ill vaxtarskilyrði í
mollulofti íslenzkrar einangrunar og aðgerðaleysis. Ennþá fylltu
loftið þeir »sudda drunga daufir andar« sem Eggert Ólafsson
kvað um í Búnaðarbálki. Pað eru sömu »þokuandarnir« sem
Tómas Sæmundsson kvartar oft um i bréfum sínum að lami
allt framtak og alla umbótaviðleitni. 1 þessu andrúmslofti er
engin furða þótt sú hugsun hvarflaði ekki að neinum íslenzkum
embættismanni að einveldi væri ekki hið ákjósanlegasta stjórn-
arfar sem til væri og um leið hentast Islendingum.
I’egar embættismannastéttinni var svona farið, var ekki
mikillar uppreisnar von hjá íslenzkri alþýðu. Pjóðin var að
hyrja að rétta við úr þeim kyrkingi sem hörmungar Skaftáreld-
anna, siglingateppa Napóleonsstyrjaldanna og eftirfarandi
kreppuár höfðu bakað henni. Sú fræðslustarfsemi sem hafin var
á 18. öld og haldið var áfram af ýmsum á fyrstu árum 19. aldar
var að mestu miðuð við verklegar framkvæmdir. Hún gerði að
vísu nokkurt gagn, en kom þó ekki að fullum notum sakir þess
að hún var oft ekki sniðin nægilega við hæfi íslenzkrar alþýðu,
sem auk þess lá undir fargi óhagstæðrar verzlunar og sleifarlags
í öllum opinberum málum. Pó að lítils háttar hreyfing væri
komin af stað í andlegum efnum, náði hún harla skammt, og
um þjóðlega vakningu var alls ekki að ræða. Samt kom það í
ljós þegar frá leið, að mönnum sárnaði mjög afnám Alþingis,
þó að í rauninni væri litil eftirsjá að, eins og það var orðið;
og víst er um það, að mjög var það láð Magnúsi Stephensen