Frón - 01.04.1943, Síða 12
74
Jakob Benediktsson
hvern mun hafa íslenzkan fulltrúa á þingi Eydana í Hróarskeldu.
ASalefni ritgerðarinnar birti Baldvin síðan á íslenzku i 4. árgangi
Ármanns sem kom út sama voriö og danski bæklingurinn. í
Ármanni bætir Baldvin því við frumritið, að hann tekur það
skýrt fram að hann telji þingbundna konungsstjórn ekki
æskilega, og þykir reynslan hafa sýnt galla hennar í þeim
löndum sem hún hafi verið við höfð. Má af þessu glöggt marka
að Baldvin var ekki laus við oftrú 18. aldarinnar á ágæti ein-
valdsstjórnar. En breytingu tíðarandans á þessum árum má
bezt sjá af því, aS aSeins níu árum síSar lýsir annar þrítugur
Islendingur, Jón SigurSsson, fylgi sinu viS þingbundna konungs-
stjórn jafn eindregiS og Baldvin hafSi lagzt á móti henni.
Um voriS 1832 komu svör íslenzkra embættismanna viS
fyrirspurn kansellísins. Krieger stiftamtmaSur hafði leitaS álits
helztu embættismanna í suSuramtinu, og hiS sama hafSi Grímur
Jónsson gert í norSur- og austuramtinu, en Bjarni Eorsteinsson
hafði engan spurt í sínu amti, og bar þvi viS aS tími hefSi ekki
unnizt til, en hitt mun hafa ráSiS eins miklu, aS hann hafSi
lítinn áhuga á málinu. En nú komu greinilega í ljós þau missmíði
á íslenzku stjómarfyrirkomulagi sem áSur var drepiS á. Em-
bættismennirnir áttu engan kost á aS bera saman ráS sin um
þetta vandamál, og svörin urSu því aS vonum harla sundurleit
og tillögurnar margvíslegar. Ymsir embættismenn vildu þó hafa
ráSgjafarþing í landinu sjálfu; merkastir þeirra voru þeir Bjarni
Thorarensen og Grímur amtmaSur Jónsson. Bjarni skrifaSi
rækilegustu greinargerðina úr þeim flokki, og var aS mestu
sammála Baldvini Einarssyni, en vildi þó hafa fulltrúa á þingi
Eydana í Hróarskeldu, sem áSur var sagt. Þess má og geta
að Grímur amtmaSur vildi hafa þingið í Reykjavík, og bryddir
hér þegar á því deiluefni sem siðar var svo mikiS um þjarkaS.
En í hópi þeirra manna sem ekkert þing vildu hafa á íslandi
voru margir þeirra embættismanna sem mest máttu sín hjá
stjórninni, fyrst og fremst Krieger stiftamtmaður og Bjarni
Eorsteinsson, sem um þær mundir var mest virður i Danmörku
allra íslenzkra embættismanna. Enda kom þaS fljótt á daginn
aS tillögur þeirra máttu sín meir en hinna. í nefnd þá sem sett
var í Danmörku til að fjalla um máliS skipaSi konungur Finn
Magnússon prófessor og Moltke greifa, sem veriS hafði stift-
amtmaður á íslandi, fyrir hönd íslendinga. I’ó aS Finnur mælti
eindregiÖ með þingi á íslandi, kom það fyrir ekki, niðurstaðan