Frón - 01.04.1943, Page 14

Frón - 01.04.1943, Page 14
76 Jakob Benediktsson markmiÖ Fjölnismanna, en hvernig Tómas hugsaöi sér fyrir- komulag þess kom ekki fram fyrr en síðar. PaS er ástæða til að benda á hve ungir þessir menn voru sem tókust á hendur að endurreisa islenzka þjóðernistilfinningu og islenzkar bókmenntir með útgáfu Fjölnis. Tómas og Jónas voru aðeins 27 ára að aldri, Konráð einu ári yngri og Brynjólfur aðeins 24 ára. Tómas einn hafði lokið embættisprófi, hinir voru allir stúdentar. Óefað var Tómas þeirra þroskaðastur og mestur framkvæmdamaður, enda bera bréf hans þess vott, hvernig hann varð stöðugt að láta félaga sina hafa hitann í haldinu um allt sem að útgáfunni laut. Auk þess var hann alla tíð þeirra drýgstur til að afla fjár til útgáfunnar bæði úr eigin vasa og að láni. Hér er ekki ætlunin að rekja sögu Fjölnis, enda kemur hún máli því sem hér er rætt um aðeins óbeinlínis við. IJaÖ er nóg að benda á að sú hreyfing sem Fjölnir kom af stað í andlegu lifi Islendinga átti drjúgan þátt í því að opna augu manna og búa hugi þeirra undir þá breytingu sem varS á pólitísku viS- horfi íslendinga fáum árum síðar. Tómasi Sæmundssyni var fyrst og fremst umhugaS um aS vekja landa sína til dáSa í hagnýtum efnum, en honum hefur án efa veriS ljóst, aS Al- þingismálinu hlýddi ekki aS hreyfa verulega að svo stöddu, enda gat þaS beinlínis veriS hættulegt fvrir enibættismann eins og þá stóS á. IV Ahugi manna á sérstöku ráðgjafarþingi á Islandi óx samt jafnt og þétt á þessum árum, og áriS 1837 gengust þeir PórSur Sveinbjörnsson dómstjóri í landsyfirrétti og Páll MelsteS sýslu- maSur fyrir því aS samin var bænarskrá úr suSuramtinu til konungs um ráðgjafarþing. Sams konar bænarskrá var og send úr norSur- og austuramtinu fyrir forgöngu Bjarna Thorarensens amtmanns. Bardenfleth, sem þá var nýorSinn stiftamtmaður, skrifaði kansellíi með bænarskrá Sunnlendinga og studdi mál þeirra, en lagSi til að embættismönnum landsins yrði gefinn kostur á að koma saman og ræSa helztu nauSsynjamál og þá um leiS gera ákveðnar tillögur um þátttöku fslendinga í ráS- gjafarþingunum. Pessar málaleitanir urðu til þess að konungur skipaSi --/8 1838 nefnd tíu æðstu embættismanna íslenzkra, sem

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.