Frón - 01.04.1943, Page 22
Ræða
flutt í sænsku akademíunni 20. des. 1942
Eftir Bengt Hesselman.
Vér íslendingar eigum á þessu ári merkan minningardag,
þar sem liÖin eru 100 ár frá endurreisn alþingis, svo sem
rakiö er i upphafsgrein þessa heftis. En sé lengra litið aftur í
aldirnar, verður og fyrir annað afmæli, því að einhvern tíma
í ár, enginn veit hvenær, eru þrjár aldir liðnar síðan Brynjólfur
biskup Sveinsson varð eigandi að höfuðhandriti Eddukvæðanna,
þeirri bók er eflaust má telja dýrastan kjörgrip meðal allra
hinna ágætu skinnbóka frá blómaöld menningar vorrar. Framan
á bókina hefur biskup ritað fangamark sitt og ártalið 1643, en
annars er allt ókunnugt hvaðan hann eignaðist hana eða með
hverjum hætti. lJað eitt er víst, að eignarhald biskups á henni
varð upphaf að nýjum þætti í sögu hennar, því að nú fór ekki
lengur dult að hún var til, en áður mun hún hafa verið fáum
kunnug. Að vísu hefði nú verið full ástæða til að rekja sögu
Eddukvæðanna frá íslenzku sjónarmiði, en hætt við að slíkt
yrði hclzt til langt og margbrotið mál fyrir Frón. í þess stað
hefur verið tekinn sá kostur að íslenzka erindi sem forstjóri
sænsku akademíunnar, prófessor Bengt Hesselman í Uppsölum,
flutti á árshátíð hennar 20. des. í vetur, að viðstöddu ýmsu
tignasta stórmenni Svíþjóðar. Sænska akademían er, svo sem
kunnugt er, skipuð 18 fremstu skáldum og málfræðingum Svía,
og markmið hennar er að vinna að rækt og cflingu sænskrar
tungu, styrkja skáldskap og málsnilld. Hún gengst fyrir samn-
ingu og birtingu sænskrar orðabókar, sem er stórkostlegasta
verk á Norðurlöndum i sinni grein, en út á við er hún kunnust
fyrir það, að undir henni er komið hverjum veitt skuli Nóbels-
verðlaun í skáldskap. Mun mörgum eflaust þvkja fróðlegt að
sjá hvernig Eddukvæðanna og annarra fornbókmennta vorra
hefur verið getið fyrir þessari virðulegu samkundu. En að
sjálfsögðu er hér litið á hlutina frá sænsku sjónarmiði og sums
staðar nokkuð öðruvísi en vér myndum gera.
J. H.