Frón - 01.04.1943, Síða 24

Frón - 01.04.1943, Síða 24
86 Bengt Hesselman Geijer, Tegnér, Viktor Rydberg, Heidenstam, Selmu Lagerlöf. Strindberg hefur í Vofusónötu sinni (Spöksonaten) sótt inn- blástur í Sólarljóð í sænskri þýðingu eftir Afzelius. Oss virðist svo, sem hafi það einmitt verið á tímabilum bókmenntalegrar endurnýjungar og þjóðernislegrar áreynslu, svo og á tímabilum neyðar og hættu, að andinn hafi leitað aftur til skáldskapararfs fornaldar. Þannig var í Svíþjóð á stór- veldistímanum og eftir finnsku styrjöldina, þannig í Noregi á tímum Björnsons og í Danmörku á Napóleonstímanum fyrir starf Grundtvigs; nú er nafn hans á ný orðið dönsku þjóðinni hermerki. Á Finnlandi gaf Runeberg sinni finnsku og sænsku þjóð fáséna gjöf: hetjuóð frá nútímanum jafn tíginborinn hinum forna og honum náskyldan að innsta hugarfari. Or Noregi berst oss þessa síðustu daga bergmál ungra norskra frelsiskvæða, sem leiðir hugann að undraverki hins finnska skáldskapar. Eigi eru sízt hin norrænu áhrif mikilvæg á sviði formsins: í þróun kveðskapar og óbundins stíls. Hinar sígildu fornnorrænu bókmenntir náðu í helztu verkum sínum formlegri snilld scm bar af öllu því sem samið var um sömu mundir i öðrum Evrópulöndum, enda á sér fáar hliðstæður í heimsbókmennt- unum. Fornsagnastillinn — stíll þar sem leiðin frá hlutnum til orðsins er skemmri en í öðrum bókmenntum — hefur fært sænskri frásagnarlist lausn og frjóvgun allt frá Olof Dalin til Augusts Strindbergs. Hinir frjálsu fornnorrænu bragarhættir, framar öllu háttur Hávamála, eru algerlega sprottnir upp úr hrynjandi málsins sjálfs og hafa auðugra hljómróf, eru fjöl- breyttari að tjáningu en þeir aðfengnir hættir, sem mest hefur gætt í sænskri ljóðagerð síðari alda. Við sérhver aldahvörf formlegrar endurnýjunar má greina hræringar í áttina til þvílikrar frjálsari hrynjandi, i ætt við Edduháttuna. Þetta ryðst fram með táknlegum skýrleik í Sveu Tegnérs, þar sem skáldið sprengir skyndilega í ofurmegni tilfinninganna nauðir hins alexandrínska háttar. Tignarlegast allra hefur Heidenstam í kvæðum sínum Faðir Noregs og Jarðarför Gústafs Frödings skapað af innsæi nýja háttu norræns eðlis, þar sem skynja má, svo að notuð sé ummæli Geijers um Völuspá, »suma hinna ódauðlegu hljóma sem Pindaros kemst svo að orði um, að eftir að þeir hafa verið slegnir, hverfur eigi ómur þeirra yfir jörðu«. Einnig ríkisár Gústafs konungs III voru í sögu vorri tímar öflugrar þjóðlegrar einingar. Jafnframt liirtust þá, svo sem

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.