Frón - 01.04.1943, Page 28

Frón - 01.04.1943, Page 28
90 Sigfús Blöndal Gafst oss í glitrandi hjúpum Guðsríki, jörð og hel, Messías, Samson og Satan sást þú og skildir vel. Hjá þér i æðri eining átti sér stöðugt bú hugdirfska, hæsta menning, hreinleiki, þrek og trú. Einurð í orði og verki, einurð gegn kirkju og stjórn, einurð gegn vin og óvin, allt, ef þess þurfti, sem fórn. Ástvon þín æðst á jörðu var England, — þótt kostaði hlóð, stjórnað með vegsemd og vizku, voldug og alfrjáls þjóð. England var svívirt og svikið, sorg varð i kringum þig, — andi þinn bugaðist aldrei en áfram hélt sinn stig. Og er aldirnar líða ert þú sem logandi bákn þeim, sem unna því öllu, er andi þinn sýndi sem tákn. Mannkynsins ráð er á reiki, ryðgaðar kirkjur og þing, listirnar veiklaðar vafra, vísindin ráfa i kring. « En hátt gegnum klaufa-kliðinn, kreddur og orðaglamm út yfir liðnar aldir andi þinn kallar: Fram!

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.