Frón - 01.04.1943, Síða 29

Frón - 01.04.1943, Síða 29
Maluppeldi og mállíf Eftir Svein Bergsveinsson. (Erindi flutt á fundi Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, 2. nóvember 1939. Ofurlítið stytt). að hefur verið sagt um íslenzkar vinnukonur, að þær þyrftu X ekki að dvelja nema einn vetur í Danmörku til að týna niður móðurmáli sínu. Ég vil þó bera þeim vinnukonum, sem ég hef talað við, það vitni, að þær tala hreinni íslenzku en við gerum almennt, íslenzkir stúdentar. Og þetta er í sjálfu sér eðlilegt. Hugtakaheimur vinnustúlkunnar breytist lítið við það að flytja úr einu landinu í annað, á meðan hún á annað borð heldur áfram sama starfi. Hún á auðvelt með að tala sitt gamla mál jafn hreint og áður, hvenær sem á þarf að halda. Pessu víkur öðruvísi við um íslenzkan stúdent, sem heldur áfram námi erlendis. Hann ver mestum tíma sínum í baráttuna við að tileinka sér ný hugtök. Og því fylgir ennþá einn erfiðleiki, nefnilega sá, að þessi hugtök eru öll túlkuð á erlendu máli. Með því á ég ekki við, að ykkur gangi illa að skilja, hvað prófessor- arnir segja, heldur hitt, að endurvinnsla efnisins á eigin máli, hin sjálfstæða túlkun, er einmitt þessum síðarnefndu erfiðleikum bundin. Pessvegna er það, þegar við tölum hver við annan, eink- anlega þegar komið er inn á sérgreinarnar, að við tölum hálf- gert hrognamál, notum kannske erlenda glósu í tíunda hverju orði. Eru þá íslenzkir stúdentar á þeirri leið að spilla íslenzkunni? Er þá ekki okkar göða gamla mál statt í alvarlegri hættu? Ég geri ráð fyrir, að ykkur sé fæstum ókunnugt um þetta sjónarmið. Svar mitt við þessum spurningum er þrátt fyrir allt: n e i. Það máluppeldi, sem okkur var veitt í föðurgarði og síðar í skóla, hefur brynjað okkur með einskonar m á 1 s a m v i z k u. I3ó að við slettum erlendum orðum í tali okkar, svo að megi likja því við rúsínugraut, þá er alltaf eitthvað innan í okkur, sem segir okkur að vanda tal okkar, þegar á þarf að halda. En meðan við erum við nám og höfum enn fálmandi tök á efninu, þá myndu fæstir vera þess megnugir að leggja á sig hina tvöföldu áreynslu, að ná sjálfstæðum tökum á efninu og klæða það samtímis í

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.