Frón - 01.04.1943, Síða 40

Frón - 01.04.1943, Síða 40
102 Hermann Einarsson greina sjávarbotninn í belti, sem hvert fyrir sig einkenndist af sérstökum dýrum. DýralífiS yrði fátæklegra eftir því sem neðar drægi, en í 500 metra dýpi þryti allt líf. Nokkru síSar (1850—1860) sýndu norskir dýrafræðingar, feSgarnir Michael og Georg Ossian Sars, aS dýralíf er ennþá harla fjölskrúðugt á 900 metra dýpi i fjörðum Noregs. ÞaS voru þó hvorki uppgötvanir þeirra né annara vísindamanna, sem hrundu djúpsævisrannsóknum áleiðis. þaS má næstum segja að tilviljunin hafi tekiS í taumana. ÁriS 1860 vildi þaS »óhapp« til aS símalína, sem lá á botni MiSjarSarhafs á meira en 2000 metra dýpi, slitnaSi, og um 40 kvartmílur línunnar varð aS draga upp. Mönnum til mikillar undrunar lifði fjöldi fastvaxinna dýra á línunni, kórallar, svampar, ormar og mörg fleiri, sem höfSu aSIagazt hinum sérstæðu lífskjörum djúpsævisins. l5essi viSburSur sýndi ótvírætt aS Forbes hafSi á röngu aS standa; dýralifiS á sér, aS þvi er virðist, engin neðri takmörk í hafinu. Upp úr jiessu hófst undirbúningur »Challenger«-leiSangursins. En hér skal ekki aS sinni fariS lengra út í þá sálma, þótt ástæða væri til aS nefna marga merkismenn, sem komiS hafa viS sögu djúpsævisrann- sókna á þessari öld. Pó ber þess aS geta aS NorSurlandaþjóSir hafa unniS stórvirki á þessu sviði; NorSmenn meS »Michael Sars«-leiSangrinum (1910) undir stjórn Johans Hjorts, og Danir meS »Dana«-leiSöngrunum (1920—22 og 1928—30) undir stjórn Johannesar Schmidts. »Jiar er ekki hljómi líft né geisla af degi« ]Jrátt fyrir ötult rannsóknarstarf þessarar aldar er þekking vor á lífverum og lífsskilyrSum djúpsævisins mjög í molum. Almennt gera menn sér víst heldur ekki ljóst hvílík óraflæmi um er aS ræða, þegar talaS er um djúphafiS. Af 1. mynd má fá dálitla hugmynd um þetta. l}eir hlutar hafsins sem hafa meira en 4000 metra dýpi eru svartlitaðir. l5að er um þaS bil helmingur jarSaryfirborðs sem þakinn er milli þriggja og sex þúsund metra djúpum sjó, og þar sem meðalhæS landa er aðeins 700 metrar, er meSaldýpi hafanna 3680 metrar. Mestur hluti sjávardjúpanna er alveg ókannaSur meS tilliti til dýralífsins. Á því eru hinir mestu örðugleikar að draga

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.