Frón - 01.04.1943, Page 49
Úr neðstu myrkrum
111
inn veiddi þannig fisk, sem gleypt hafði annan þrisvar sinnum
stærri, og er harla furðulegt hve maginn og kviðurinn er þenj-
anlegur. Eftir slíka veiði getur fiskurinn leyft sér að liggja á
meltunni langan
tíma.
Djúpsævisdýr-
in geta þó ekki
eingöngu lifað
hvert á öðru.
Hvorki hér né
annarsstaðar get-
ur verið um per-
petuum mobile
að ræða. Nú er
eins og kunnugt
er plöntugróður-
inn, hinir örsmáu
þörungar, undir-
staða lífsins í
hafinu, en lífs-
krafa þeirra er
nægilegt ljós.
Niðri í myrkrum
djúpanna þrífst
þessvegna eng-
inn plöntugróð-
ur. En næringar-
föng geta samt
náð djúpunum á
tvennan hátt.
Eins og frá
var sagt sveima
lirfur margra
djúpkvikinda upp að yfirborði hafsins, þar sem plöntugróður
og smádýralif ]>rífst blómlega í vaxtarkrafti ljóssins. Að lirfu-
skeiðinu loknu leita dýrin niður í djúplögin og auka þannig
næringarforða djúpanna með því sem þau hafa safnað á lirfu-
skeiðinu.
í öðru lagi rignir dauðum og hálfdauðum dýrum og plöntum
að staðaldri frá vaxtarsvæði sjávarins niður í djúpin. Og þar
8. mynd. Sædyfli (Linophryne arborifer) meö
sérlega vel tenntan kjaft og óvenju stórt
Ijóstæki.