Frón - 01.04.1943, Síða 49

Frón - 01.04.1943, Síða 49
Úr neðstu myrkrum 111 inn veiddi þannig fisk, sem gleypt hafði annan þrisvar sinnum stærri, og er harla furðulegt hve maginn og kviðurinn er þenj- anlegur. Eftir slíka veiði getur fiskurinn leyft sér að liggja á meltunni langan tíma. Djúpsævisdýr- in geta þó ekki eingöngu lifað hvert á öðru. Hvorki hér né annarsstaðar get- ur verið um per- petuum mobile að ræða. Nú er eins og kunnugt er plöntugróður- inn, hinir örsmáu þörungar, undir- staða lífsins í hafinu, en lífs- krafa þeirra er nægilegt ljós. Niðri í myrkrum djúpanna þrífst þessvegna eng- inn plöntugróð- ur. En næringar- föng geta samt náð djúpunum á tvennan hátt. Eins og frá var sagt sveima lirfur margra djúpkvikinda upp að yfirborði hafsins, þar sem plöntugróður og smádýralif ]>rífst blómlega í vaxtarkrafti ljóssins. Að lirfu- skeiðinu loknu leita dýrin niður í djúplögin og auka þannig næringarforða djúpanna með því sem þau hafa safnað á lirfu- skeiðinu. í öðru lagi rignir dauðum og hálfdauðum dýrum og plöntum að staðaldri frá vaxtarsvæði sjávarins niður í djúpin. Og þar 8. mynd. Sædyfli (Linophryne arborifer) meö sérlega vel tenntan kjaft og óvenju stórt Ijóstæki.

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.