Frón - 01.04.1943, Síða 52

Frón - 01.04.1943, Síða 52
114 Magnús Kjartansson öldum er Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmannahöfn. PaS hefur nú starfað í rúm 30 ár og leyst af hendi mikiÖ starf, enda eru verkefnin mörg, því að hér í Kaupmannahöfn er mikill fjöldi íslenzkra handrita eldri og yngri. Allt starf Fræðafélagsins hefur verið unnið af íslenzkum visindamönnum, og bækur þess eru allar á íslenzku, og er þvi sérstök ástæða til að veita þeim athygli nú þegar aSrar íslenzkar bækur eru ófáanlegar. Útgáfustarfsemi FræSafélagsins er svo víStæk og fjölþætt að þess er enginn kostur aS minnast hennar allrar í þessari stuttu grein né gera henni þau skil sem vert væri. Hér verSur því aSeins minnzt á merkustu bækurnar og skýrt lauslega frá efni þeirra þeim til leiSbeiningar sem kunna aS hafa áhuga á aS lesa einhverjar þeirra. Stærsta ritiS og merkasta heimildaritið sem FræSafélagiS hefur gefiS út er JarSabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Peir ferSuSust um ísland á árunum 1702—1714 og létu skrifa upp hverja jörS á landinu, jafnvel eySibýli og örnefni. Um hverja jörS var skráð nafn eiganda og ábúanda og öll áhöfn, skýrt frá öllum afgjöldum og kvöSum og lýst landkostum og göllum á jörðinni. Má segja aS um hverja jörS sé skrifuS smáritgerS, enda er verkiS mjög mikið aS vöxtum. JarSabókin náSi upphaflega yfir allt ísland, en síSar glötuSust Múlasýslurnar og Skaftafellssýslurnar í Kaupmannahafnarbrunanum mikla 1728. FræSafélagiS hóf útgáfu ritsins 1913, og verSur henni lokiS í ár. FullprentaS verður verkiS 11 stór bindi. Útgáfuna annaðist Bogi MelsteS meSan hans naut við, síSan dr. Björn K. Pórólfsson og nú Jakob Benediktsson cand. mag. sem lýkur verkinu. FræÖa- félagið hefur leyst af hendi mikiS afrek meS þessari útgáfu, og mun Jaröabókin reynast mikill fróSleiksbrunnur um hag ís- lendinga i byrjun 18. aldar. Annar meginþátturinn í starfi FræSafélagsins er »Safn FræSa- félagsins um Island og íslendinga«. Af því eru nú komin út 12 bindi, og hafa þau einkum aS geyma ævisögur einstakra manna og ritgerSir frá þeim tímabilum íslenzkrar sögu sem minnst hafa veriS rannsökuS. Má þar fyrst nefna bók Jóns prófessors Helgasonar um Jón Ólafsson frá Grunnavík. Jón Ólafsson var uppi á 18. öld og dvaldi mestan hluta ævi sinnar í Kaupmanna- höfn viS íslenzka fræðimennsku og er einhver afkastamesti rit- höfundur sem íslendingar hafa átt allt til vorra daga. Rit hans eru mjög misjöfn aS gæðum en geyma þó mörg ýmsan merkilegan fróSleik um 17. og 18. öld, og er nú hægara aS ná til alls þessa

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.