Frón - 01.04.1943, Side 56

Frón - 01.04.1943, Side 56
Orðabelgur Gunnar Leijström og Jón Magnússon, Islandsk-svensk ordbok (íslenzk-sænsk oröabók), Stokkhólmi 1943. Verð 15, í bandi 18 kr. sænskar. PaS var mikið og óvænt fagnaðarefni að fá þessa nýju orSa- bók inn úr dyrunum. Hún er snotur og Jjokkalega prentuS, létt og fer liSlega í hendi. OrSabókaskortur hefur lengi veriS eitt af fjöldamörgum vandamálum menningar vorrar. íslenzk-enska orSabókin eftir Geir T. Zoéga (2. útg. 1922) var góSra gjalda verS frumsmíS, en helzt til lítil, og er nú auk þess tekin aS úreldast. Islenzk-danska orSabókin eftir Sigfús Blöndal er tví- mælalaust í tölu helztu verka sem íslenzkir menn hafa unniS á þessari öld, og meS henni er brotinn isinn svo aS vér munum lengi aS því búa, en ekki er hún þeirra meSfæri sem kraftalitlir eru eSa vinna viS smá skrifborS. Nýja orSabókin er aS stærSinni til sambærileg viS bók Geirs Zoéga, en vitaskuld miklu fjölskrúSugri um hiS nýjasta mál. ÞaS er sjálfsagSur hlutur aS fullkomins íramtals íslenzks orSaforSa má ekki vænta á þeim 412 bls. sem höfundar hafa á aS skipa, jafnvel þótt drýgilega sé meS rúmiS fariS, enda er vandalaust aS tína til orS sem vantar. Pannig má finna gloppur i orSaforSa síSustu áratuga, t. d. geöveikrahæli, hárgreiöslukona, hitalögn, loftskeytamaöur, raf- magnslögn, rafvirki (karlkynsorS), verzlunarmær. Allt eru þetta algeng orS lifandi máls (sum jjeirra eru tekin úr niSurjöfnunar- skrá Reykjavíkur, sem aldrei mun hafa veriS sökuS um djörfung í orSavali). Hinu þykir engin ástæSa aS amast viS, þó aS sér- vizkusmíSum eins og bjúgaldin og glóaldin hafi veriS hafnaS, enda þótt sumir séu aS burSast viS aS nota þær. LangvíSast virSist bókin áreiSanleg og traust, og þaS er þjóS vorri enginn smáræSis fengur aS nú skuli vera unnt að vísa á svo handhægt hjálpargagn um nútíma íslenzku meS þýðingum á víðlesnustu og veigamestu tungu NorSurlanda. SambúS vor viS önnur Norður- lönd er sérstökum vandkvæðum bundin, og oss ríSur á miklu aS þar sé jafnan nokkur og helzt sívaxandi hópur manna sem skilji þaS sem vér höfum aS segja, án þess aS þaS hafi veriS aflagaS meS iblöndun annarlegra radda. En of lítiS hefur hingaS til veriS gert til aS greiða fyrir slíkum mönnum. J. H.

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.