Frón - 01.04.1943, Síða 60
122
Orðabelgur
tilliti til söngs, en jafnframt því virðast veljendurnir hafa gert sér
far um að tína sauðina frá höfrunum og taka aðeins þau kvæði
sem þolanlega eru ort. Petta er þó töluverðum vandkvæðum
bundiS, því aS margt íslenzkra söngkvæða er ómerkilegur leir-
burður, saminn eftir pöntun við erlend lög, og íslenzk tónskáld
hafa mjög vanrækt aS semja lög við skáldskap af betra tagi. Pó
eru i bókinni mörg allgóS kvæSi. 1 þessu sambandi er athyglis-
vert að bera hana saman viS fslenzka söngbók sem seinast var
gefin út 1921. SíSan þá hefur auSvitaS margt bætzt við sem notað
er í nýju bókinni, en auk þess hefur hlutfallið milli eldri skálda
breytzt að mun. í fslenzkri söngbók er næstum fjórðungur
kvæðanna ortur af Steingrími Thorsteinssyni, en í nýju söng-
bókinni tíundi hlutinn; er það hófi nær, og fyllir Steingrímur
nú talsvert skár rúm sitt en áður. Gengi Matthíasar hefur einnig
rýrnað aS mun, en hins vegar fá Hannes Hafstein, Porsteinn
Erlingsson og Jónas Hallgrimsson stórum meira rúm hlutfalls-
lega í nýju bókinni en þeir höfðu i þeirri gömlu. Eitt af helztu
skáldum íslenzkrar söngbókar er GuSmundur GuSmundsson
skólaskáld; í þessu nýja söngvasafni er aðeins eitt kvæði eftir
hann. l3aS hefði ekki veriS eftirsjá aS því heldur. Vonandi sýnir
þessi munur á efnisvali ekki aðeins smekkmun veljendanna
heldur einnig smekkbreytingu almennings á síSustu áratugum.
íslenzkir söngvar er snotur bók, vönduS aS frágangi, í sterk-
legu bandi, fer vel i vasa og kostar aSeins 2 krónur. Hún verSur
vafalaust notuS mikið bæði á samkomum Islendinga og í heima-
húsum. M ts
Þjóðskáldin og pjóðlögin.
Listgáfur íslendinga komu öldum saman nær eingöngu fram í
skáldskap. ASrar listgreinir skorti skilyrði til þróunar. En viS
lestur íslenzkra kvæSa frá seinni öldum má finna aS sum skáld
vor hafa verið gædd ótvíræðri tónlistargáfu. Pau ortu oft IjóS
viS lög, sem þau þekktu, — fyrr á öldum viS gömul þjóSiög
eða sálmalög, en síðar viS útlend lög, þegar tizkan fór að útrýma
þjóSlögunum. Hér virðist vera mikiS en lítt rannsakaS efni fyrir
ötulan vísindamann. Tökum dæmi:
Kunnugt er aS Bjarni Thorarensen var mikill söngmaður.
Grímur Thomsen minntist þess um Bjarna, að hann gekk hugsi
um í herberginu, sló takt á húsgögnin og raulaði djúpri hljóm-