Morgunblaðið - 02.10.2015, Side 12

Morgunblaðið - 02.10.2015, Side 12
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Forsvarsmenn Landsvirkjunar vænta þess að geta í haust auglýst útboð framkvæmda við stækkun Búrfellsvirkjunar. Unnið er að und- irbúningi og hönnun mannvirkisins en nýlega var samið við Verkís um ráðgjafastörf á undirbúnings- og verktíma. Framkvæmdin er utan rammaáætlunar um virkjanir og þykir falla vel að þeirri orkustefnu að halda umhverfisáhrifum í lág- marki. Beislað í Sámstaðaklifi Nú nýtast aðeins um 86% vatns í Þjórsá við Búrfell til raforkuvinnslu í Búrfellsstöð. Með stækkun virkj- unarinnar á að nýta betur það vatn sem um Þjórsá fellur, en að jafnaði renna um 410 GWst fram hjá stöð- inni á ári hverju. Nú á að beisla það afl með stöð í Sámsstaðaklifi, það er skammt sunnan við sjálfa Búrfells- stöð. Vatn verður tekið úr inntakslóni núverandi stöðvar, Bjarnalóni. Frá lóninu og mannvirkjum við það verð- ur grafinn um 370 m langur að- rennslisskurður fram undir brún Sámsstaðaklifs að stöðvarinntaki, en frá því fellur vatnið niður um 155 m löng fallgöng að stöðvarhúsi, sem verður staðsett neðanjarðar. Þaðan er vatninu síðan veitt um 440 m löng frárennslisgöng út í 2,2 km langan frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá um 1 km neðan við núverandi stöð. Áformað er að uppsett afl nýrrar stöðvar verði 100 MW með einni vél, en möguleiki á stækkun sem nemur 40MW er til staðar. Með stækkun Búrfellsvirkjunar má auka orkugetu raforkukerfisins um allt að 300 GWst á ári, segir Magnús Þór Gylfa- son, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Hann segir mikla eftirspurn eftir raforku frá Lands- virkjun á þeim kjörum sem bjóðast fjölmörgum fyrirtækjum í fjöl- breyttum iðnaði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugsýn Búrfellsvirkjun er fremst á þessari mynd. Aðeins sunnar og innar, það er til til hægri á myndinni, í áttina að fjalli verður virkjunin nýja. Framkvæmdir við byggingu hennar hefjast fljótlega ef áform ganga upp. Viðbót með nýrri virkj- un verður alls 10MW  Landsvirkjun stefnir á stækkun Búrfells  Útboð fram- kvæmda væntanlega í haust  Möguleiki á stækkun síðar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Afl Lón, stíflur og önnur mannvirki sem fyrir eru nýtast við nýja virkjun. Kristján Hólm Bene- diktsson fyrrv. borgar- fulltrúi og kennari, lést í gær, 1. október, á hjúkrunarheimilinu Eir. Kristján var fæddur 12. janúar 1923 á Stóra- Múla, Saurbæ í Dala- sýslu. Foreldrar hans voru Benedikt Sig- urður Kristjánsson bóndi og kona hans, Gíslína Ólöf Ólafsdóttir frá Þórustöðum í Bitru- firði. Kristján var í borg- arstjórn Reykjavíkur árin 1962 til 1986 og sat í borgarráði 1964-1984. Þá gegndi hann embætti forseta borgarstjórnar í eitt ár og formanns borgarráðs í eitt ár á kjörtímabilinu 1982-1986. Hann var m.a. íþrótta- kennari á Vestfjörðum 1944-1946, kennari við gagnfræðaskólann við Hringbraut í Reykja- vík 1949-1957 og við Hagaskóla 1958-1971 þar sem hann var skólastjóri í forföllum, framkvæmdastjóri Tímans og fram- kvæmdastjóri þing- flokks Framsókn- arflokksins. Þá gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum. Var í Fræðsluráði Reykja- víkur og Mennta- málaráði Íslands og formaður í báðum á tímabili. Eiginkona hans var Svan- laug Ermenreksdóttir kennari en hún lést 16. mars 2010. Þau áttu fjögur börn: Baldur Kristjánsson sóknarprest, Ólöfu Kristjánsdóttur lífmeinafræðing, Benedikt Sigurð Kristjánsson leiðsögumann og Ár- sæl Kristjánsson lækni. Andlát Kristján Benediktsson SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON BARNABÆKUR VIKAN 23.09.15 - 29.09.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Brúnar Håkon Övreås Ég get lesið 1 Hérinn og skjaldbakan Ég get lesið 2 Pétur Pan Ég get lesið 4 Galdrakarlinn í Oz Ég get lesið 3 Ali Baba og ræningjarnir 40 Grimmi tannlæknirinn David Walliams Leyniturninn á Skuggaskeri Sigrún Eldjárn Sitji guðs englar - Stórbók Guðrún Helgadóttir Strákurinn í kjólnum David Walliams Skúli skelfir og múmían Francesca Simon Blaðið Vestfirðir kom aftur út í gær eftir tveggja mánaða hlé vegna eigendaskipta. „Núna fer hvert blaðið á fætur öðru að koma út eftir stutt hlé en við höfum fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu, sem í raun þýðir að allar líkur eru á að sam- runinn verði samþykktur, þ.e. hið svokallaða græna ljós sem talað hefur verið um,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Vefpressunnar ehf., sem keypti útgáfurétt á tólf blöðum útgáfufélagsins Fótspors. Meðal þeirra eru vikublöð sem dreift hefur verið ókeypis í Reykjavík, á Akureyri og í Kópa- vogi. „Útgáfan er með sambærilegu sniði og áður og ef eitthvað þá ætlum við að bæta í á næstu miss- erum.“ Útgáfa vikublaða fer aftur á fulla ferð Björn Ingi Hrafnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.