Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 12
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Forsvarsmenn Landsvirkjunar vænta þess að geta í haust auglýst útboð framkvæmda við stækkun Búrfellsvirkjunar. Unnið er að und- irbúningi og hönnun mannvirkisins en nýlega var samið við Verkís um ráðgjafastörf á undirbúnings- og verktíma. Framkvæmdin er utan rammaáætlunar um virkjanir og þykir falla vel að þeirri orkustefnu að halda umhverfisáhrifum í lág- marki. Beislað í Sámstaðaklifi Nú nýtast aðeins um 86% vatns í Þjórsá við Búrfell til raforkuvinnslu í Búrfellsstöð. Með stækkun virkj- unarinnar á að nýta betur það vatn sem um Þjórsá fellur, en að jafnaði renna um 410 GWst fram hjá stöð- inni á ári hverju. Nú á að beisla það afl með stöð í Sámsstaðaklifi, það er skammt sunnan við sjálfa Búrfells- stöð. Vatn verður tekið úr inntakslóni núverandi stöðvar, Bjarnalóni. Frá lóninu og mannvirkjum við það verð- ur grafinn um 370 m langur að- rennslisskurður fram undir brún Sámsstaðaklifs að stöðvarinntaki, en frá því fellur vatnið niður um 155 m löng fallgöng að stöðvarhúsi, sem verður staðsett neðanjarðar. Þaðan er vatninu síðan veitt um 440 m löng frárennslisgöng út í 2,2 km langan frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá um 1 km neðan við núverandi stöð. Áformað er að uppsett afl nýrrar stöðvar verði 100 MW með einni vél, en möguleiki á stækkun sem nemur 40MW er til staðar. Með stækkun Búrfellsvirkjunar má auka orkugetu raforkukerfisins um allt að 300 GWst á ári, segir Magnús Þór Gylfa- son, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Hann segir mikla eftirspurn eftir raforku frá Lands- virkjun á þeim kjörum sem bjóðast fjölmörgum fyrirtækjum í fjöl- breyttum iðnaði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugsýn Búrfellsvirkjun er fremst á þessari mynd. Aðeins sunnar og innar, það er til til hægri á myndinni, í áttina að fjalli verður virkjunin nýja. Framkvæmdir við byggingu hennar hefjast fljótlega ef áform ganga upp. Viðbót með nýrri virkj- un verður alls 10MW  Landsvirkjun stefnir á stækkun Búrfells  Útboð fram- kvæmda væntanlega í haust  Möguleiki á stækkun síðar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Afl Lón, stíflur og önnur mannvirki sem fyrir eru nýtast við nýja virkjun. Kristján Hólm Bene- diktsson fyrrv. borgar- fulltrúi og kennari, lést í gær, 1. október, á hjúkrunarheimilinu Eir. Kristján var fæddur 12. janúar 1923 á Stóra- Múla, Saurbæ í Dala- sýslu. Foreldrar hans voru Benedikt Sig- urður Kristjánsson bóndi og kona hans, Gíslína Ólöf Ólafsdóttir frá Þórustöðum í Bitru- firði. Kristján var í borg- arstjórn Reykjavíkur árin 1962 til 1986 og sat í borgarráði 1964-1984. Þá gegndi hann embætti forseta borgarstjórnar í eitt ár og formanns borgarráðs í eitt ár á kjörtímabilinu 1982-1986. Hann var m.a. íþrótta- kennari á Vestfjörðum 1944-1946, kennari við gagnfræðaskólann við Hringbraut í Reykja- vík 1949-1957 og við Hagaskóla 1958-1971 þar sem hann var skólastjóri í forföllum, framkvæmdastjóri Tímans og fram- kvæmdastjóri þing- flokks Framsókn- arflokksins. Þá gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum. Var í Fræðsluráði Reykja- víkur og Mennta- málaráði Íslands og formaður í báðum á tímabili. Eiginkona hans var Svan- laug Ermenreksdóttir kennari en hún lést 16. mars 2010. Þau áttu fjögur börn: Baldur Kristjánsson sóknarprest, Ólöfu Kristjánsdóttur lífmeinafræðing, Benedikt Sigurð Kristjánsson leiðsögumann og Ár- sæl Kristjánsson lækni. Andlát Kristján Benediktsson SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON BARNABÆKUR VIKAN 23.09.15 - 29.09.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Brúnar Håkon Övreås Ég get lesið 1 Hérinn og skjaldbakan Ég get lesið 2 Pétur Pan Ég get lesið 4 Galdrakarlinn í Oz Ég get lesið 3 Ali Baba og ræningjarnir 40 Grimmi tannlæknirinn David Walliams Leyniturninn á Skuggaskeri Sigrún Eldjárn Sitji guðs englar - Stórbók Guðrún Helgadóttir Strákurinn í kjólnum David Walliams Skúli skelfir og múmían Francesca Simon Blaðið Vestfirðir kom aftur út í gær eftir tveggja mánaða hlé vegna eigendaskipta. „Núna fer hvert blaðið á fætur öðru að koma út eftir stutt hlé en við höfum fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu, sem í raun þýðir að allar líkur eru á að sam- runinn verði samþykktur, þ.e. hið svokallaða græna ljós sem talað hefur verið um,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Vefpressunnar ehf., sem keypti útgáfurétt á tólf blöðum útgáfufélagsins Fótspors. Meðal þeirra eru vikublöð sem dreift hefur verið ókeypis í Reykjavík, á Akureyri og í Kópa- vogi. „Útgáfan er með sambærilegu sniði og áður og ef eitthvað þá ætlum við að bæta í á næstu miss- erum.“ Útgáfa vikublaða fer aftur á fulla ferð Björn Ingi Hrafnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.