Morgunblaðið - 02.10.2015, Side 15

Morgunblaðið - 02.10.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Dagbjört hefur gert mikið af því af því að fara með bækurnar í skóla og það hefur gefist mjög vel, að sögn hennar. Og er afar skemmtilegt og gefandi. „Þær hafa verið notaðar mikið, þessar bækur, í lestrarkennslu og málörvun, bæði á leikskóla- og grunnskólastigum, upp að 9 ára aldri, og í hverri bók er ég aftast með smávegis leiðbeiningar til for- eldra og orðalista. Þetta finnst kenn- urum mjög gott, þetta flýtir aðeins fyrir þeirra vinnu.“ Dagbjört á tvö börn; Lovísa Kristín er 23 ára og Guðjón Óskar er 18 ára. Og svo á hún eina ömmu- stelpu sem er þriggja ára, Emmu Lilju. „Maðurinn minn, Thurstan Stuart Felstead, er Lundúnabúi en vill hvergi vera nema hér á Dalvík, nafla alheimsins. Það er bara þannig. Það er allt of mikil þoka og rigning í London, segir hann.“ Dagbjört á ekki langt að sækja rithöfundarhæfileikana, því ömmu- bróðir hennar var Böðvar frá Hnífs- dal. „Ég er búin að láta þýða fyrstu þrjár bækurnar á ensku og þýsku. Fyrsta bókin er til sem rafbók á ensku á Amazon, sem og hljóðbók sem ég les inn á, og það er ætlunin að koma þeim öllum í það form, bæði á ensku og þýsku. Ég veit það, eftir að hafa unnið í ferðamennsku í Laugarfelli upp af Fljótsdal hjá Palla bróður mínum, en hann rekur þar gistihús og er ferðamálafræð- ingur að mennt, að Þjóðverjar, þýskumælandi Svisslendingar og Austurríkismenn eru hér í miklum fjölda, og hafa reyndar – fyrst bæk- urnar eru ekki enn fáanlegar á þýsku – keypt þær á íslensku og fengið svo skjalið frá mér sent út á þýsku.“ Síðan 2011 hefur Dagbjört nær eingöngu verið að sinna ritstörf- unum en þó gripið í eitt og annað með, var t.d. á Grímseyjarferjunni Sæfara eitt sumar, en faðir hennar var þar stýrimaður frá 1998 til dauðadags, og svo í Laugarfelli. Nú er á döfinni að styrkja sig í tungu- málum, því henni líkar mjög vel að vinna í ferðabransanum, og hún er þegar byrjuð í frönskunámi, sem hefur lengi verið á óskalistanum. Svo er bara að vona að Gumma- bækurnar komi út á sem flestum tungumálum hér á landi. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Sigurður Áss Grétarsson og Andrés Þ. Sigurðsson, sem sæti eiga í vinnu- hópi um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Í Morgunblaðinu í gær birtist viðtal við Sævar M. Birgisson en hann sat fyrir tveimur árum síðan í vinnuhópi um hönnun og smíði Vest- mannaeyjaferju. Í viðtalinu lýsir hann því yfir að þetta hafi verið „vit- laus nálgun“ og hanna hefði átt öfl- ugt skip til að sigla til Þorlákshafnar. Í skipunarbréfi vinnuhópsins kom skýrt fram að verkefnið var að hanna ferju sem gæti siglt til Landeyja- hafnar og því hefði það ekki átt að koma honum á óvart hvert verkefnið var. Hvað varðar fullyrðingar Sæv- ars um að þetta hefði allt verið nið- urneglt þá getum við sem sátum með honum í smíðanefndinni ekki tekið undir það. Sævar lagði til málanna á fyrsta fundi en eftir það tók hann lít- inn þátt í starfinu og hafði lítið til málanna að leggja. Engar athuga- semdir komu frá honum ef frá er tal- ið innlegg hans á fyrsta fundi. Það hefði verið betra að hann hefði bókað þær athugasemdir sem hann nú kemur fram með þegar hann sat í nefndinni og þáði laun fyrir. Hönnun nýrrar ferju fer að ljúka og eins og fram hefur komið þurfti að endurbæta hönnun hennar vegna þess að rannsóknir leiddu í ljós að hún uppfyllti ekki kröfur til siglinga í Landeyjahöfn. Nú telja hæfustu skipaverkfræðingar, eftir að hafa endurhannað og endurreiknað, að ferjan geti siglt í Landeyjahöfn. Það yrði stórt skref afturábak að fresta málinu enn og aftur eins og lagt er til í Morgunblaðinu í gær. Ástæða er til að taka skýrt fram að sú ferja sem nú er verið að leggja lokahönd á getur auðveldlega siglt til Þorlákshafnar með fleiri farþega og mun fleiri bíla. Rannsóknir sýna að nýja ferjan er betra sjóskip en Herj- ólfur. Erfiðleikar við Landeyjahöfn felast í tvennu, að útreikningar danskra sérfræðinga á sandburði voru vanáætlaðir og ekki hefur enn verið smíðuð ferja sem hentar Land- eyjahöfn. Landeyjahöfn verður heilsárshöfn þegar ný, hentug ferja kemur. Að tryggja nægt dýpi fyrir nýrri ferju verður erfitt en viðráð- anlegt.“ Yfirlýsing vegna Vestmannaeyjaferju  Fulltrúar í vinnuhópi svara gagnrýni Sævars M. Birgissonar skipaverkfræðings

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.