Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Alls sex flugvöllum úti á landi hefur
verið lokað frá í byrjun árs 2007,
þegar Isavia ohf. tók við rekstri
þessara mannvirkja af ríkinu. Þá var
gerður samningur þar sem Flug-
stoðum, eins og fyrirtækið hét þá,
var falinn rekstur nokkuð á sjötta
tug flugvalla. Mikið hefur breyst síð-
an; bæði í rekstrarumhverfi flug-
valla og fluginu sjálfu, bæði í rekstri
flugfélaga og einkaflugi.
„Ýmsar ástæður hafa verið fyrir
því að flugvöllum hefur verið lokað.
Væntanlega hefur það þó oftast ver-
ið vegna minni notkunar þannig að
viðhaldskostnaður hefur ekki verið
réttlætanlegur, hvort sem einkaað-
ilar eða ríki hafa greitt,“ segir í svari
frá Guðna Sigurðssyni, upplýsinga-
fulltrúa Isavia.
Erfitt að halda velli opnum
En lítum á listann. Patreksfjarð-
arflugvelli, á svonefndum Sandodda
við fjörðinn sunnanverðan, var lokað
2011. Áætlunarflug þangað lagðist af
um aldamót og þegar fram liðu
stundir var orðið erfitt að halda vell-
inum opnum vegna sandfoks.
Öðrum velli fyrir vestan, það er á
Arngerðareyri sem er við innanvert
Ísafjarðardjúpið, var lokað um svip-
að leyti. Þá var ástand brautarinnar
orðið slæmt og hún sáralítið notuð,
svo ekki þótti forsvaranlegt að halda
henni lengur opinni með tilliti til út-
gjalda sem af því leiddu.
Sömu sögu er að segja um brautir
á Krókstaðamelum í Miðfirði í
Húnaþingi vestra og Dagverðará á
sunnanverðu Snæfellsnesi. Á tíma-
bili stóð jafnframt til að loka flug-
brautinni á Kaldármelum í Hnappa-
dal á sunnanverðu Snæfellsnesi, en
horfið var frá því í bili að minnsta
kosti. Lokun annara flugvalla hefur
verið rædd; að minnsta kosti hefur
slík umræða stundum flogið fyrir í
fréttum - og þá hafa gjarnan fylgt
mótmæli þeirra sem hagsmuna eiga
að gæta.
Lokað og stytt
vegna jarðganga
Áætlunarflug til Siglufjarðar
lagðist af um aldamót og völlurinn
þar, sem er innst í firðinum, hefur
verið tekinn af skrá. Þar kemur til
að skipulag Fjallabyggðar gerði ráð
fyrir lokun vallarins með opnun
Héðinsfjarðarganga fyrir fimm ár-
um. Auk þess svarð að stytta þurfti
brautina vegna vegarins sem liggur
að göngunum.
Þá var lengi flugbraut á Sprengi-
sandi, það er í friðlandi Þjórsárvera
þar sem flugumferð er nú bönnuð
sem aftur leiddi til þess að vellinum
var lokað. Þannig hefur flugvöllum í
notkun fækkað smám saman og ekki
eru nein áform um að útbúa nýja
velli eða lendingarstaði samkvæmt
upplýsingum frá Isavia.
Sex völlum
lokað á síð-
ustu árum
Breytingar í fluginu Kostnaður
við suma velli ekki réttlætanlegur
Patreksfjörður, Siglufjörður og
fleiri staðir verið teknir úr notkun
Vestfirðir Flugvellinum á Sandodda við Patreksfjörð var lokað fyrir nokkrum árum, enda orðinn erfiður vegna
ágangs sandfoks. Í sumar voru kvíar frá fiskeldisfyrirtækjum á svæðinu geymdar á vesturenda flugbrautarinnar.
Hornafjörður Flugvöllurinn er þar sem heitir Árnanes og
er brautin eins og strik í landinu, þegar horft er yfir svæð-
ið úr flugvél. Byggðin á Höfn hér í bakgrunni.
Alls þrettán áætlunarflugvellir á
landinu eru opnir, það er í Keflavík,
Reykjavík, á Akureyri, Egils-
stöðum, Ísafirði, í Vestmanna-
eyjum, á Bíldudal, Gjögri, í Gríms-
ey, á Húsavík, Þórshöfn, Vopnafirði
og Hornafirði. Lendingarstaðir fyr-
ir annað flug eru alls 33. Þar má
nefna Stóra-Kropp og Húsafell í
Borgarfirði, Rif, Reykhóla, Þing-
eyri, Reykjanes í Ísafjarðardjúpi,
Hólmavík, Blönduós og Sauðár-
krók. Einnig má tilgreina Melgerð-
ismela í Eyjafirði, Herðubreiðar-
lindir, Neskaupstað, Fagurhólsmýri
í Öræfasveit, Nýjadal á Sprengi-
sandi, Kerlingarfjöll, Þórsmörk og
Flúðir. Þá er rekstur einkaflugvalla
á Selfossi og Sandskeiði styrktur
af Isavia.
Auk þessara flugvalla og lend-
ingarstaða eru ýmsir lending-
arstaðir, skráðir og óskráðir, í
einkaeigu víða um land. Dæmi um
þá eru Tungubakkar í Mosfellsbæ
og Múlakot í Fljótshlíð.
Áætlunarvellirnir eru þrettán
ALLS 46 FLUGVELLIR VÍÐA UM LAND ERU Á SKRÁ
Ísafjörður Farþegar ganga frá borði.
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino