Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Alls sex flugvöllum úti á landi hefur verið lokað frá í byrjun árs 2007, þegar Isavia ohf. tók við rekstri þessara mannvirkja af ríkinu. Þá var gerður samningur þar sem Flug- stoðum, eins og fyrirtækið hét þá, var falinn rekstur nokkuð á sjötta tug flugvalla. Mikið hefur breyst síð- an; bæði í rekstrarumhverfi flug- valla og fluginu sjálfu, bæði í rekstri flugfélaga og einkaflugi. „Ýmsar ástæður hafa verið fyrir því að flugvöllum hefur verið lokað. Væntanlega hefur það þó oftast ver- ið vegna minni notkunar þannig að viðhaldskostnaður hefur ekki verið réttlætanlegur, hvort sem einkaað- ilar eða ríki hafa greitt,“ segir í svari frá Guðna Sigurðssyni, upplýsinga- fulltrúa Isavia. Erfitt að halda velli opnum En lítum á listann. Patreksfjarð- arflugvelli, á svonefndum Sandodda við fjörðinn sunnanverðan, var lokað 2011. Áætlunarflug þangað lagðist af um aldamót og þegar fram liðu stundir var orðið erfitt að halda vell- inum opnum vegna sandfoks. Öðrum velli fyrir vestan, það er á Arngerðareyri sem er við innanvert Ísafjarðardjúpið, var lokað um svip- að leyti. Þá var ástand brautarinnar orðið slæmt og hún sáralítið notuð, svo ekki þótti forsvaranlegt að halda henni lengur opinni með tilliti til út- gjalda sem af því leiddu. Sömu sögu er að segja um brautir á Krókstaðamelum í Miðfirði í Húnaþingi vestra og Dagverðará á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á tíma- bili stóð jafnframt til að loka flug- brautinni á Kaldármelum í Hnappa- dal á sunnanverðu Snæfellsnesi, en horfið var frá því í bili að minnsta kosti. Lokun annara flugvalla hefur verið rædd; að minnsta kosti hefur slík umræða stundum flogið fyrir í fréttum - og þá hafa gjarnan fylgt mótmæli þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Lokað og stytt vegna jarðganga Áætlunarflug til Siglufjarðar lagðist af um aldamót og völlurinn þar, sem er innst í firðinum, hefur verið tekinn af skrá. Þar kemur til að skipulag Fjallabyggðar gerði ráð fyrir lokun vallarins með opnun Héðinsfjarðarganga fyrir fimm ár- um. Auk þess svarð að stytta þurfti brautina vegna vegarins sem liggur að göngunum. Þá var lengi flugbraut á Sprengi- sandi, það er í friðlandi Þjórsárvera þar sem flugumferð er nú bönnuð sem aftur leiddi til þess að vellinum var lokað. Þannig hefur flugvöllum í notkun fækkað smám saman og ekki eru nein áform um að útbúa nýja velli eða lendingarstaði samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Sex völlum lokað á síð- ustu árum  Breytingar í fluginu  Kostnaður við suma velli ekki réttlætanlegur  Patreksfjörður, Siglufjörður og fleiri staðir verið teknir úr notkun Vestfirðir Flugvellinum á Sandodda við Patreksfjörð var lokað fyrir nokkrum árum, enda orðinn erfiður vegna ágangs sandfoks. Í sumar voru kvíar frá fiskeldisfyrirtækjum á svæðinu geymdar á vesturenda flugbrautarinnar. Hornafjörður Flugvöllurinn er þar sem heitir Árnanes og er brautin eins og strik í landinu, þegar horft er yfir svæð- ið úr flugvél. Byggðin á Höfn hér í bakgrunni. Alls þrettán áætlunarflugvellir á landinu eru opnir, það er í Keflavík, Reykjavík, á Akureyri, Egils- stöðum, Ísafirði, í Vestmanna- eyjum, á Bíldudal, Gjögri, í Gríms- ey, á Húsavík, Þórshöfn, Vopnafirði og Hornafirði. Lendingarstaðir fyr- ir annað flug eru alls 33. Þar má nefna Stóra-Kropp og Húsafell í Borgarfirði, Rif, Reykhóla, Þing- eyri, Reykjanes í Ísafjarðardjúpi, Hólmavík, Blönduós og Sauðár- krók. Einnig má tilgreina Melgerð- ismela í Eyjafirði, Herðubreiðar- lindir, Neskaupstað, Fagurhólsmýri í Öræfasveit, Nýjadal á Sprengi- sandi, Kerlingarfjöll, Þórsmörk og Flúðir. Þá er rekstur einkaflugvalla á Selfossi og Sandskeiði styrktur af Isavia. Auk þessara flugvalla og lend- ingarstaða eru ýmsir lending- arstaðir, skráðir og óskráðir, í einkaeigu víða um land. Dæmi um þá eru Tungubakkar í Mosfellsbæ og Múlakot í Fljótshlíð. Áætlunarvellirnir eru þrettán ALLS 46 FLUGVELLIR VÍÐA UM LAND ERU Á SKRÁ Ísafjörður Farþegar ganga frá borði. þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.