Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 35

Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 35
Morgunblaðið/Sigurður Bogi FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 „Þörfin fyrir marga flugvelli úti á landi hreinlega fjaraði út, vegna betri samgangna á landi og þyrl- urnar hafa að mestu tekið sjúkra- flugið yfir þar sem samgöngur á landi eru enn erfiðar,“ segir Hálf- dán Ingólfsson á Ísafirði. Hálfdán var í áratugi flugmaður hjá Erni og fleiri félögum. Lét af störfum snemma á þessu ári en er þó áfram viðloða flugið. Á löngum ferli var hann mest í Vestfjarðaflugi og er því gjörkunnugur aðstæðum fyrir vestan. oft en nokkrir lendingarstaðir eru á svæðinu og við Látra í Aðalvík er flugbraut, sem bandaríski herinn útbjó fyrir margt löngu. gerðareyri, í Reykjanesi, á Strand- seljum og í Bolungavík. Nú eru allir þessir vellir, utan Reykjaness, komnir af skrá. „Sumstaðar er enn hægt að lenda, ef menn þekkja til staðhátta og eru á flugvélum sem þola hugsanlega mjúka flugbraut. Þá er víða hægt að tylla sér niður í sendnar fjörur, en þá þarf að sýna ýtrustu varkárni því ekki er hægt að lenda í gljúpum sandi sem í annan tíma er eins og fínasta malbik,“ segir Hálfdán sem á afdrep í Fljóta- vík á Hornströndum. Flýgur þangað „Patreksfjarðarflugvöllur var oft erfiður. Stundum stóð norðaustan- áttin beint á völlinn eða strengur úr öðrum áttum og þá gat verið mis- vindasamt og stundum ófært. Bíldudalsvöllur, sem er ekki langt undan, er hins vegar betur stað- settur og oftar fært þangað,“ segir Hálfdán. Eins og fínasta malbik Áður voru flugvellir víða við Ísa- fjarðardjúp, svo sem á Bæjum á Snæfjallaströnd, Melgraseyri, Arn- Víða má lenda ef flugmenn þekkja staðhætti ÞÖRF FYRIR SUMA FLUGVELLI Í DREIFBÝLINU FJARAÐI ÚT Flugmaður Hálfdán Ingólfsson Vest- firðingur hefur verið áratugi í fluginu. Eftir síðari heimsstyrjöld voru útbúnir flugvellir víða um land fyrir sjúkraflug og nauðlend- ingar. Með betri fjarskiptum og leiðsögutækjum og af fleiri ástæðum var ekki lengur þörf fyrir þá. Þessir vellir voru víða, svo sem við Skálmarnes í Aust- ur-Barðastrandarsýslu, Aðalvík á Hornströndum og í Flatey á Skjálfanda. Á sínum tíma voru flugvellir við Hrauneyjafoss og fleiri virkj- anir meðan á framkvæmdum þar stóð. Einnig lét Land- græðsla ríkisins útbúa flugvelli á nokkrum stöðum meðan flug- vélar voru notaðar við áburðar- dreifingu, svo sem í Gunnars- holti og við lón Blönduvirkjunar. Jafnframt eru dæmi um mann- virki sem voru notuð í fá ár, svo sem herflugvelli á Garðskaga og Kaldaðarnesi í Flóa, skammt neðan við Selfoss. Sá völlur var útbúinn árið 1940 og var í notk- un þrjú til fjögur ár eftir það, en þá fluttist starfsemi flugherj- anna á Íslandi til Reykjavíkur. Áburður og hernaður SUMIR FLUGVELLIR AÐEINS SKAMMAN TÍMA Í NOTKUN Dreifing Fyllt á áburðarvélina Pál Sveinsson. Mynd frá 1995. Samgöngur Ernir held- ur uppi áætlunarflugi til nokkurra staða á land- inu. Sú starfsemi er íbú- um mikilvæg og segja má að flugvellirnir séu lífæð byggðanna. VIÐKVÆM HÚÐ? PRÓFAÐU ALLA LÍNUNA… ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL …fyrir heimilið, fjölskylduna og þig. Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral þér að vernda húð allra í fjölskyldunni. Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is ÍS L E N SK A SI A .I S N A T 71 68 2 02 /1 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.