Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 585 4000 | uu.is SÓL Í SKAMMDEGINU KANARÍ Verð frá 79.900 KR. 14.NÓV. - 28. NÓV. & 28. NÓV. - 22. DES. Njóttu aðventunnar í sólinni á Kanarí. Okkar vinsæli fararstjóri Kristín Tryggvadóttir tekur vel á móti ykkur. NÆSTU BROTTFARIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Það fer heldur kólnandi þannig að á morgun má alveg búast við slyddu- éljum eða snjóéljum í Reykjavík,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið næstu daga. Vetur konungur boðar komu sína með eftirtektarverðum hætti og bol- ar burt vætutíðinni sem hrjáð hefur landann undanfarnar vikur. Norð- an- og norðaustanáttin tekur við keflinu af suðlægu áttunum og hefur með sér él og snjókomu fyrir norðan og austan á næstu dögum. Fyrir sunnan og vestan ætti að vera nokk- uð bjart veður og svalt um helgina, segir Helga. „Við búumst við frosti um nær allt land um helgina. Við sjávarsíðuna verður líklega frostlaust yfir daginn en kannski 6-7 stiga frost í inn- sveitum.“ Jeppinn Hrollur hefur þó ekki far- ið varhluta af frosti og stóð hrím- kaldur á heimabæ sínum, Sunnufelli í Fellabæ, í gær. Eigandinn, Þórir Gíslason, sérsmíðaði jeppann, sem er að grunni til Willys. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Frost, snjókoma og éljagangur sækja nú landið loks heim eftir mikla vætutíð Veturinn skákar vætunni Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Umfangsmiklar skipulagsbreyting- ar eru í farvatninu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða breytingunum hefur nýr lög- reglustjóri, Sig- ríður Björk Guð- jónsdóttir, lagt sérstaka áherslu á ákveðin verk- efni og hefur Alda Hrönn Jó- hannsdóttir, sett- ur aðallögfræð- ingur hjá embættinu, stýrt þeim átaksverk- efnum. Þau snúa að kynferðis- ofbeldi, heimilisofbeldi, mansali og hatursglæpum. Að sögn Sigríðar Bjarkar eru breytingarnar þó í heild gerðar til þess að takast á við breytt landslag í löggæslumálum og bregðast við sparnaðarkröfum. Þó að brotum fækki sé eðli þeirra að breytast og þau verði æ flóknari og skipulagð- ari. Skipuritið sem notast var við er frá árinu 2007. Skipuritsbreytingar sem gerðar hafa verið eru til þess fallnar að stytta boðleiðir og auka samstarf á milli deilda að sögn Sigríðar. Eru breytingarnar ekki síst gerð- ar til þess að sporna við skipulagðri glæpastarfsemi, sem verður sífellt fyrirferðarmeiri og nær yfir landa- mæri í síauknum mæli. Íslensk löggæsla eftir á Alda Hrönn segir að íslensk lög- gæsla sé eilítið eftir á sé tekið mið af þeim forgangslista sem Europol hefur lagt áherslu á. „Lögregla er – og á að vera – svolítið íhaldssöm stofnun, en við þurfum samt að fylgja breytingum í samfélaginu. Við verðum að vera opin fyrir þeim breytingum og þróun sem verður á hverjum tíma,“ segir Alda. Hún segir að til þessa hafi mest kapp verið lagt á að stöðva fíkni- efnalagabrot á borð við innflutning fíkniefna. „En þeir sem stunda skipulagða glæpastarfsemi eru ekki bara í því. Þeir starfa hvar sem þeir telja peninga að finna,“ segir Alda. Hún segir að skipulögð brotastarf- semi nái til margra annarra þátta og nefnir netglæpi, kreditkortasvindl, skattalagabrot, mansal, vændi og fleira í því samhengi. „Við beinum einnig frekari sjónum að skipulögð- um glæpahópum á borð við MC- hópa (mótorhjólaklíkur – innsk. blm.) og t.d. hópa frá Austur-Evr- ópu sem koma inn í landið til þess að stela og taka úr landi. Við viljum leggja meiri áherslu á að kortleggja og skilgreina slíka hópa, “ segir Alda. Mansal og vændi stærra vanda- mál en samfélagið áttar sig á Hún nefnir einnig mansal og vændi sem stærra vandamál en samfélagið hafi áttað sig á. „Við höfum sáralítið gert í þess- um málum. Við erum ekki með mannafla til að skoða allt,“ segir Alda. Breytingar á skipulagi sem snúa að skipulagðri glæpastarfsemi eru ekki gengnar í gegn en að sögn hennar er stefnt að því að þær klárist 15. janúar nk. „Í raun hefur okkur ekki gefist kostur á að klára vinnu við verkferla fyrr í þessum málum vegna fjárskorts.“ Umfangsmiklar skipulagsbreytingar  Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu breytir skipulagi  Sérstök áhersluverkefni  Aukin áhersla á skipulagða glæpastarfsemi  Fjárskortur hamlar vinnunni Alda Hrönn Jóhannsdóttir Ný og glæsileg hjúkrunarheimili sem lokið var við að byggja á Ísafirði og í Bolungarvík í sumar hafa enn ekki verið tekin í notkun. Ríkið greiðir sveitarfélögunum samtals um átta milljónir króna á mánuði í leigu vegna bygginganna Hjúkrunarheimilin voru byggð af sveitarfélögunum í samræmi við áætl- un ríkisins um byggingu hjúkr- unarheimila víða um land. Sveitar- félögin fengu lán frá Íbúðalánasjóði til að fjármagna framkvæmdirnar og ríkið endurgreiðir þau ásamt fjár- magnskostnaði í formi leigu á lánstím- anum. Ísafjarðarbær fær um sex millj- ónir í leigu á mánuði og Bolungar- víkurkaupstaður um tvær milljónir. Hjúkrunarheimilin voru tilbúin í júlí. Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, segir að frá upphafi hafi legið fyrir sá vilji sveit- arfélagsins að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða myndi reka heimilið, sem fékk heitið Eyri, enda væri það við- bygging við sjúkrahúsið og ýmsa þjónustu þyrfti að sækja þangað. Þegar heimilið var tilbúið var ekki búið að ganga frá samningum á milli Sjúkratrygginga og Heilbrigðisstofn- unar. Einnig var eftir að ganga frá tengingu Eyrar við sjúkrahúsið. Að því er unnið um þessar mundir. Það hefur frestast ítrekað að heimilið væri tekið í notkun. Daníel telur að unnið sé að því að ljúka samningum og vonandi verði hægt að taka heimilið í notkun í byrjun næsta árs. Hann óttast þó að ekki sé gert ráð fyrir fjárveitingu til að hægt verði að taka allt heimilið í notkun. „Það er léleg nýting á al- mannafé að láta milljarða byggingar standa ónotaðar af því að menn hafa ekki unnið heimavinnuna sína,“ seg- ir hann. Verið er að undirbúa opnun hjúkrunarheimilisins í Bolungarvík. helgi@mbl.is Ónotuð hjúkrunarheimili Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Eyri Hjúkrunarheimilið er byggt við sjúkrahúsið á Ísafirði.  Tafir á opnun heimilanna á Ísafirði og í Bolungarvík Samanlagður hagnaður Arion banka og Lands- bankans fyrstu níu mánuði ársins er 50 milljarðar króna. Íslands- banki hefur ekki birt níu mánaða uppgjör sitt og ótalin eru önnur smærri fjármála- fyrirtæki. Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 6,3 milljarðar kr. og 25,4 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins. Er það 12% meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hagnaður Landsbankans fyrstu níu mánuði ársins var 24,4 milljarðar. Auknar rekstrartekjur og meiri hagnaður hjá Arion banka er ekki síst rakinn til hagnaðar af sölu eign- arhluta í félögum í óskyldum rekstri, í tengslum við skráningu þeirra á markað. Reitir, Refresco Gerber og Síminn eru meðal þeirra. »ViðskiptaMogginn Afgangur upp á 50 milljarða  Arion hagnast um rúma 25 milljarða Sem hluti af skipulagsbreyt- ingum var lögreglustöðinni á Grensásvegi lokað 1. nóvember sl. Um 40 starfsmenn voru færð- ir í höfuðstöðvarnar á Hverf- isgötu. Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Björk munu yfir- mannsstöður skýrast á næstu vikum. Um verður að ræða tilfærslur en ekki auglýs- ingar á störf- unum. Lokað frá 1. nóvember GRENSÁSSTÖÐ Sigríður Björk Guðjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.