Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 585 4000 | uu.is
SÓL
Í SKAMMDEGINU
KANARÍ
Verð frá 79.900 KR.
14.NÓV. - 28. NÓV. & 28. NÓV. - 22. DES.
Njóttu aðventunnar í sólinni á
Kanarí. Okkar vinsæli fararstjóri
Kristín Tryggvadóttir tekur
vel á móti ykkur.
NÆSTU BROTTFARIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Það fer heldur kólnandi þannig að
á morgun má alveg búast við slyddu-
éljum eða snjóéljum í Reykjavík,“
segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræð-
ingur á Veðurstofu Íslands, um
veðrið næstu daga.
Vetur konungur boðar komu sína
með eftirtektarverðum hætti og bol-
ar burt vætutíðinni sem hrjáð hefur
landann undanfarnar vikur. Norð-
an- og norðaustanáttin tekur við
keflinu af suðlægu áttunum og hefur
með sér él og snjókomu fyrir norðan
og austan á næstu dögum. Fyrir
sunnan og vestan ætti að vera nokk-
uð bjart veður og svalt um helgina,
segir Helga.
„Við búumst við frosti um nær allt
land um helgina. Við sjávarsíðuna
verður líklega frostlaust yfir daginn
en kannski 6-7 stiga frost í inn-
sveitum.“
Jeppinn Hrollur hefur þó ekki far-
ið varhluta af frosti og stóð hrím-
kaldur á heimabæ sínum, Sunnufelli
í Fellabæ, í gær. Eigandinn, Þórir
Gíslason, sérsmíðaði jeppann, sem
er að grunni til Willys. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Frost, snjókoma og éljagangur sækja nú landið loks heim eftir mikla vætutíð
Veturinn
skákar
vætunni
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Umfangsmiklar skipulagsbreyting-
ar eru í farvatninu hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu. Samhliða
breytingunum
hefur nýr lög-
reglustjóri, Sig-
ríður Björk Guð-
jónsdóttir, lagt
sérstaka áherslu
á ákveðin verk-
efni og hefur
Alda Hrönn Jó-
hannsdóttir, sett-
ur aðallögfræð-
ingur hjá
embættinu, stýrt þeim átaksverk-
efnum. Þau snúa að kynferðis-
ofbeldi, heimilisofbeldi, mansali og
hatursglæpum.
Að sögn Sigríðar Bjarkar eru
breytingarnar þó í heild gerðar til
þess að takast á við breytt landslag í
löggæslumálum og bregðast við
sparnaðarkröfum. Þó að brotum
fækki sé eðli þeirra að breytast og
þau verði æ flóknari og skipulagð-
ari. Skipuritið sem notast var við er
frá árinu 2007.
Skipuritsbreytingar sem gerðar
hafa verið eru til þess fallnar að
stytta boðleiðir og auka samstarf á
milli deilda að sögn Sigríðar.
Eru breytingarnar ekki síst gerð-
ar til þess að sporna við skipulagðri
glæpastarfsemi, sem verður sífellt
fyrirferðarmeiri og nær yfir landa-
mæri í síauknum mæli.
Íslensk löggæsla eftir á
Alda Hrönn segir að íslensk lög-
gæsla sé eilítið eftir á sé tekið mið af
þeim forgangslista sem Europol
hefur lagt áherslu á. „Lögregla er –
og á að vera – svolítið íhaldssöm
stofnun, en við þurfum samt að
fylgja breytingum í samfélaginu.
Við verðum að vera opin fyrir þeim
breytingum og þróun sem verður á
hverjum tíma,“ segir Alda.
Hún segir að til þessa hafi mest
kapp verið lagt á að stöðva fíkni-
efnalagabrot á borð við innflutning
fíkniefna. „En þeir sem stunda
skipulagða glæpastarfsemi eru ekki
bara í því. Þeir starfa hvar sem þeir
telja peninga að finna,“ segir Alda.
Hún segir að skipulögð brotastarf-
semi nái til margra annarra þátta og
nefnir netglæpi, kreditkortasvindl,
skattalagabrot, mansal, vændi og
fleira í því samhengi. „Við beinum
einnig frekari sjónum að skipulögð-
um glæpahópum á borð við MC-
hópa (mótorhjólaklíkur – innsk.
blm.) og t.d. hópa frá Austur-Evr-
ópu sem koma inn í landið til þess að
stela og taka úr landi. Við viljum
leggja meiri áherslu á að kortleggja
og skilgreina slíka hópa, “ segir
Alda.
Mansal og vændi stærra vanda-
mál en samfélagið áttar sig á
Hún nefnir einnig mansal og
vændi sem stærra vandamál en
samfélagið hafi áttað sig á.
„Við höfum sáralítið gert í þess-
um málum. Við erum ekki með
mannafla til að skoða allt,“ segir
Alda.
Breytingar á skipulagi sem snúa
að skipulagðri glæpastarfsemi eru
ekki gengnar í gegn en að sögn
hennar er stefnt að því að þær
klárist 15. janúar nk. „Í raun hefur
okkur ekki gefist kostur á að
klára vinnu við verkferla
fyrr í þessum málum
vegna fjárskorts.“
Umfangsmiklar skipulagsbreytingar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu breytir skipulagi Sérstök áhersluverkefni
Aukin áhersla á skipulagða glæpastarfsemi Fjárskortur hamlar vinnunni
Alda Hrönn
Jóhannsdóttir
Ný og glæsileg hjúkrunarheimili sem
lokið var við að byggja á Ísafirði og í
Bolungarvík í sumar hafa enn ekki
verið tekin í notkun. Ríkið greiðir
sveitarfélögunum samtals um átta
milljónir króna á mánuði í leigu
vegna bygginganna
Hjúkrunarheimilin voru byggð af
sveitarfélögunum í samræmi við áætl-
un ríkisins um byggingu hjúkr-
unarheimila víða um land. Sveitar-
félögin fengu lán frá Íbúðalánasjóði til
að fjármagna framkvæmdirnar og
ríkið endurgreiðir þau ásamt fjár-
magnskostnaði í formi leigu á lánstím-
anum. Ísafjarðarbær fær um sex millj-
ónir í leigu á mánuði og Bolungar-
víkurkaupstaður um tvær milljónir.
Hjúkrunarheimilin voru tilbúin í
júlí. Daníel Jakobsson, fyrrverandi
bæjarstjóri á Ísafirði, segir að frá
upphafi hafi legið fyrir sá vilji sveit-
arfélagsins að Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða myndi reka heimilið, sem
fékk heitið Eyri, enda væri það við-
bygging við sjúkrahúsið og ýmsa
þjónustu þyrfti að sækja þangað.
Þegar heimilið var tilbúið var ekki
búið að ganga frá samningum á milli
Sjúkratrygginga og Heilbrigðisstofn-
unar. Einnig var eftir að ganga frá
tengingu Eyrar við sjúkrahúsið. Að
því er unnið um þessar mundir. Það
hefur frestast ítrekað að heimilið
væri tekið í notkun.
Daníel telur að unnið sé að því að
ljúka samningum og vonandi verði
hægt að taka heimilið í notkun í
byrjun næsta árs. Hann óttast þó að
ekki sé gert ráð fyrir fjárveitingu til
að hægt verði að taka allt heimilið í
notkun. „Það er léleg nýting á al-
mannafé að láta milljarða byggingar
standa ónotaðar af því að menn hafa
ekki unnið heimavinnuna sína,“ seg-
ir hann. Verið er að undirbúa opnun
hjúkrunarheimilisins í Bolungarvík.
helgi@mbl.is
Ónotuð hjúkrunarheimili
Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson
Eyri Hjúkrunarheimilið er byggt við sjúkrahúsið á Ísafirði.
Tafir á opnun
heimilanna á Ísafirði
og í Bolungarvík
Samanlagður
hagnaður Arion
banka og Lands-
bankans fyrstu
níu mánuði ársins
er 50 milljarðar
króna. Íslands-
banki hefur ekki
birt níu mánaða
uppgjör sitt og
ótalin eru önnur smærri fjármála-
fyrirtæki.
Hagnaður Arion banka á þriðja
ársfjórðungi var 6,3 milljarðar kr. og
25,4 milljarðar fyrstu níu mánuði
ársins. Er það 12% meiri hagnaður
en á sama tíma í fyrra. Hagnaður
Landsbankans fyrstu níu mánuði
ársins var 24,4 milljarðar.
Auknar rekstrartekjur og meiri
hagnaður hjá Arion banka er ekki
síst rakinn til hagnaðar af sölu eign-
arhluta í félögum í óskyldum rekstri,
í tengslum við skráningu þeirra á
markað. Reitir, Refresco Gerber og
Síminn eru meðal þeirra.
»ViðskiptaMogginn
Afgangur
upp á 50
milljarða
Arion hagnast um
rúma 25 milljarða
Sem hluti af skipulagsbreyt-
ingum var lögreglustöðinni á
Grensásvegi lokað 1. nóvember
sl. Um 40 starfsmenn voru færð-
ir í höfuðstöðvarnar á Hverf-
isgötu. Samkvæmt
upplýsingum frá
Sigríði Björk
munu yfir-
mannsstöður
skýrast á næstu
vikum. Um
verður að ræða
tilfærslur en
ekki auglýs-
ingar á störf-
unum.
Lokað frá
1. nóvember
GRENSÁSSTÖÐ
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir