Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 84
„Bændalaginu“ er Tómas á kara- bískum slóðum en í „Minni“ svífur hinn norræni andi yfir eins og stundum á árum áður hjá Tómasi. Skífa sem hittir í hjartastað. Sunna Gunnlaugs: Celito Lindo (Sunny Sky 2015) bbbbn Þetta er þriðji diskur Sunnu með tríóinu með Þorgrími Jóns- syni bassaleikara og eiginmann- inum, Scott McLemore trommara. Ef eitthvað er stendur þessi disk- ur hinum (Long Pair Bond og Dis- tilled) framar. Sunna á fjögur lög, Scott þrjú og Þorgrímur eitt. Þrír þekktir söngdansar eru á disk- inum og efla hann ef eitthvað er. Það er mikil gróska í djassdiska- útgáfu á Íslandi í ár og trúlega munu þeir ná vel hálfum öðrum tug áður en jólahátíðin hefst með myrkri birtu sinni. Um fimm þess- ara diska hefur verið fjallað í Morgunblaðinu og hér bætast fjórir í hópinn. Ómar Guðjónsson og Tóm- as R. Einarsson: Bræðralag (Blánótt 2015) bbbbn Tómas og Ómar hafa þeyst landshorna milli og boðað fagn- aðarerindi djasslistar sinnar. Bræðralag þeirra er líka sterkt og man ég vart eftir athyglisverð- ari gítar/bassa-dúett norrænum síðan Fischer/Vinding-dúettinn var í fullu fjöri. Þeir félagar eru þó ólíkir dönsku kollegunum; Tómas þungur í bassaleik sínum og Ómar framsækinn og lítt hefð- bundinn. Þeir eiga fimm lög hvor á diskinum og ríður Tómas á vaðið með flottum og sveifluríkum ópusi, „Þrátt fyrir allt“, sem hefst eins og gott dægurlag frá blómatíma Hauks og Alfreðs, en fljótt tekur djassinn yfir og undir lagrænum spuna Ómars gengur bassi Tóm- asar voldugur en þrunginn sveiflu. Tómas er maður fárra tóna eins og Charlie Haden og fer sjaldan með fleipur í tónhugsun sinni. Þeir sem hafa talið Tómas týndan í karabíusveiflunni ættu að hugsa sig tvisvar um og hlusta á þessa skífu. Þarna bregður fyrir bláum tónum víða og í „Sveitamanna- blús“ Tómasar er gítarsóló Ómars á pari við það besta í þeim geira. Öll lög Ómars eru athyglisverð og melódískur seiður hans í hæstum hæðum í „Bræðraborg“. Í Það er ekki síðri list að taka lög annarra og endurskapa en að flytja eigin lög, þótt sumir tali um slíkt af lítilsvirðingu. Það var mikilvægt skref hjá Sunnu að fara að leika með eigin tríói íslensku – og Scott teljum við nú til íslenskra – heldur en nota oftast erlenda spilara, þótt margir væru þeir frábærir. Það er fátt sem gefur tónlistinni jafn- mikið vægi og vel samspiluð sveit. Titillagið mexíkanska og „Summertime“ Gershwins hljóma vel, en þó finnst mér „Johansburg, Illinois“ Toms Waits betra – eins og úr smiðju Bills Evans. Þor- grímur á fallega ballöðu á skíf- unni, „Vetrarstef“, sem er jafnvel enn tærara en „Smiling Faces“ á Distilled. Scott er einnig á ljóð- rænu nótunum í einu af betri lög- um disksins, „Compassions“. „Til- tekt“ Sunnu er áhrifamikil, hvort sem tekið hefur verið til í stofu eða hugarskoti. Þetta eru ekki eintómar ballöður. Blúsaðar og fönkaðar línur skjóta upp kollinum eins og í „Dry Cycle“ og „Ice- landic Blues“ Sunnu og „Work- around“ Scotts og svo er haldið áfram með samspunann, eins og á fyrri skífum: „Spin“. Þetta er tríó- plata sem svíkur engan sem ann vönduðum nútímalegum djassi með norrænum hughrifum. K-tríó: Vindstig (K-tríó 2015)  Þá er önnur plata K-tríósins með nýju áhöfninni komin út. Hún er ansi ólík Meat- ball Evening og fyrri K- tríó-skífum Kristjáns. Þetta er svíta í 13 köflum, sem all- ir bera veðurheiti. Þetta er sem- sagt „frásagnartónlist“. Verkið upphefst á „Logni“ fyrir „tilreitt“ píanó og því lýkur á lognspuna sem hljómar eftir um mínútuþögn á diskinum eftir lokakafla svít- unnar „Fárviðri“. Þessi tónlist er um margt ólík fyrri verkum Krist- jáns – galsinn og húmorinn er ekki í öndvegi eins og oft áður, þótt ekki sé honum úthýst. Ekki er ólíklegt að nám Kristjáns við músíkkonservatoríið í Amsterdam hafi leitt hann inn á nýjar brautir í tónsmíðum, að minnsta kosti er margt með blæ tónskálda frá fyrri hluta síðustu aldar. Það þýðir þó ekki að þetta sé ekki flottur djass, hvort sem hann er tónal eða atón- al, og skálmið, sem Kristján hefur stúderað, gleymist ekki. Því bregður fyrir í „Allhvössum vindi“, og þar er rífandi húmor og burstar og „slappbassi“. Blásturs- hljóðfæri setja eilítinn svip á verk- ið. Kristján bregður fyrir sig flautu, bassaleikarinn Pat Cleaver básúnu og trommarinn Andris Bu- ikis melódiku. „Gola“ er seiðandi ballaða impressjónísk og svo er flott sveifla í „Ofsaveðri“ milli þess sem tónhviðurnar skella á okkur. „Fárviðrið“ er kröftugt og þessi svíta er örugglega upphaf að nýju landnámi í tónmáli Krist- jáns. Bara að skífuumbúðirnar hefðu hæft innihaldinu. Jónsson & More: No Way Out (Sunny Sky 2015)  Það er mikið gleðiefni að Ólafur Jónsson tenórsaxó- fónleikari skuli nú heyrast á heilli skífu, þar sem Þor- grímur bróðir hans slær bassa og Scott McLemore trommur. Eitt flott- asta hryndúó landsins. Hingað til hefur Ólafur helst heyrst á skíf- um í stuttum sólóum með Stór- sveit Reykjavíkur. Hann hefur lengi verið einn helsti tenóristi landsins, en ávallt staðið í skugga Jóels Pálssonar og Ómars Guð- jónssonar. Hann er mun hefð- bundnari saxófonleikari en þeir; splundrar hvorki tónheimum eins og Jóel né svífur ofar skýjum eins og Óskar. Hann er eins og Hank Mobley með Rollins á aðra hönd en Coltrane hina, svo dæmi sé tekið frá bómaskeiði harðbopps- ins. Ólafur hefur tekið stórstígum framförum hin síðari ár og hér birtist fullþroska saxófónleikari með mótaðan stíl. Hann er hæ- verskur á stundum, mjúktóna en þó oft ágengur eins og í ópusi sínum „Happy“ eða snilld- arballöðu Scotts „Unwound“, svo ekki sé minnst á skrautsýningu Þorgríms, „Rhythm Schizm“, en titillinn lýsir ópusnum vel. Hann getur verið dexterískur með ríf- andi blússveiflu eins og í „Cold Stuff“ Þorgríms og svo dálítið ruddalega urrandi í „Mystery“, einnig eftir Þorgrím. Skífan hefst á nýboppi og lýkur á bíboppi. Þar á milli er skautað í ýmsar áttir, meira að segja á svelli hins klass- íska frjálsdjass. Ef ég ætti að velja íslenska skífu ársins fyrir kjarnadjassunnandann væri það þessi. Skelltu henni undir geisl- ann og þú ert kominn í djass- klúbbinn! Frá blúsuðum ballöðum til harðkjarnadjass Geisladiskar Vernharður Linnet linnet@simnet.is Bræðralag Skífa Ómars og Tóm- asar R. hittir í hjartastað. K-tríó Vindstig er svíta í 13 köflum, sem allir bera veðurheiti. Vönduð „…svíkur engan sem ann vönduðum nútímalegum djassi með norrænum hughrifum,“ segir um plötu Tríós Sunnu Gunnlaugs. Jónsson & More Íslensk skífa árs- ins fyrir kjarnadjassunnandann. 84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Fákafeni 9 | 108 Reykjavík | Sími 553 7060 | Opið mánud.-föstud. 11-18 og laugard. 11-16 www.facebook.com/gaborserverslun Dömuskór í úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.