Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015
Það er ekki á hverj-
um degi sem til Ís-
lands koma á annað
þúsund erlendir gestir
til að ræða það sem
efst er á baugi í heims-
málunum. Reyndar er
það óþekkt, eftir því
sem best er vitað, að
virtir fræðimenn, vel
meinandi stjórn-
málamenn og áhuga-
fólk um umhverfismál
og málefni norðurheimskautssvæð-
isins hittist í þeim tilgangi að kynna
rannsóknir og ólík sjónarmið og í
framhaldi af því að ræða lausnir á
því sem margir telja mesta vanda
mannkyns þótt af mörgu sé að taka.
Arctic Circle eða Hringborð
norðursins var haldið í þriðja skipt-
ið á tveimur árum dagana 16.-18.
október. Það má segja að ráð-
stefnudagarnir í október hafi leitt í
ljós, svo ekki verður um villst,
hversu góð þessi hugmynd Ólafs
Ragnars Grímssonar er í raun. Lík-
lega datt engum það í hug fyrir
þremur árum þegar upphaflega
hugmyndin var kynnt fyrir fræða-
samfélagi, fyrirtækjum og fjöl-
miðlum að ráðstefnan næði því á
tveimur árum að festa sig í sessi
sem helsti vettvangur alþjóðlegrar
umræðu um málefni norður-
heimskautsins.
Þegar fyrsta alþjóðaráðstefnan
um heimskautalögfræði (The Ak-
ureyri Polar Law Symposium, PLS)
var haldin árið 2008 sagði dr. Bak-
ary Kante, framkvæmdastjóri lög-
fræðisviðs Umhverfisstofnunar
Sameinuðu þjóðanna (UNEP), að
hann sæi fyrir sér að ráðstefnan
yrði í framtíðinni álíka mikilvæg
fyrir samræðu alþjóðasamfélagsins
um umhverfismál og DAVOS-
ráðstefnan hefur verið fyrir al-
þjóðlegt efnahags- og viðskiptalíf.
Þótt heimskautaréttarráðstefnan
hafi frá upphafi átt mikilli velgengni
að fagna væri rangt að
halda því fram að þessi
samanburður við DA-
VOS eigi við rök að
styðjast. Aftur á móti
virðist flest benda til
þess að Arctic Circle-
ráðstefnan geti á
næstu árum gert til-
kall til þess að vera
nefnd í sömu andrá og
helsti umræðuvett-
vangur efnahags- og
viðskiptalífs í heim-
inum.
Í opnunarræðu sinni á fyrstu
heimskautaréttarráðstefnunni
(PLS) á Akureyri lagði Ólafur
Ragnar Grímsson áherslu á þá stað-
reynd að umhverfisváin væri al-
þjóðlegt viðfangsefni og mikilvægt
að íbúar norðurheimskautssvæð-
isins tækjust á við afleiðingar henn-
ar með ábyrgum hætti. Forsetinn
sagðist á ferðum sínum hafa upp-
lifað þær væntingar sem íbúar jað-
arsvæða við heimskautsbaug hefðu
til menntunar ungmenna sem þar
byggju, ekki síst í öllu því sem sneri
að lögum og rétti. Nauðsynlegt
væri að takast á við þann mikla
vanda sem tengdist umgengni
mannsins við náttúruna með fagleg-
um hætti byggðum á þekkingu
þeirra sem best þekktu til. Arctic
Circle er umræðuvettvangur allra
þeirra sem vilja leita lausna á um-
hverfisvanda samtímans í sátt við
íbúa norðurslóða.
Arctic Circle –
Vettvangur umræðu
um alþjóðamál
Eftir Arngrím B.
Jóhannsson
»Ráðstefnudagarnir
leiddu í ljós, svo ekki
verður um villst, hversu
góð hugmynd Ólafs
Ragnars Grímssonar er
í raun.
Arngrímur B.
Jóhannsson
Höfundur er formaður stjórnar
Heimskautaréttarstofnunarinnar
á Akureyri.
Það er holur hljómur
í grein stjórnarfor-
manns Landsnets hér í
blaðinu fyrir fáum vik-
um. Enginn dregur í
efa þörf á endurbótum
á flutningakerfi raf-
orku í sátt við fólkið í
landinu. Sátt Lands-
nets gengur hins vegar
út á að sætzt verði á
veruleg og varanleg
umhverfisspjöll vegna þeirrar loft-
línustefnu fyrir raflínur á hærri
spennustigum, sem rekin er. Það á
með öðrum orðum að fórna hinni
einstæðu íslenzku náttúru á altari
stóriðjunnar með því að meta hana
einskis virði enda hefur það alltaf
verið gert í útreikningum orkugeir-
ans í áraraðir
Það hljóta að vera meira en lítið
skyni skroppnir einstaklingar, sem
láta sér það til hugar koma, að um
slíkar fyrirætlanir verði einhver sátt
í þjóðfélaginu. Íslenzk náttúra á sér
dýpri rætur í hugum þorra þjóðar-
innar en svo. Breytir það engu þótt
gerðar séu kerfisáætlanir til margra
áratuga, hið háa Alþingi styðji áætl-
anir orkugeggjaranna um stóriðju-
loftlínur og misvitrar sveitastjórnir
reyni að hindra endurskoðun úrelts
umhverfismats í því skyni að kanna
hvort hægt sé að lágmarka spjöllin.
Forstjóri Orkustofnunar lýsir því yf-
ir að þeirra sé að útvega orkuna.
Aðrir sjái um umhverfismálin, svo
fráleitt og löglaust sem það nú er.
Framkvæmdastjóri Landsnets lýsir
því yfir að nú hafi fyrirtækið rýmri
hendur til lagningar jarðstrengja en
það áður hafði, þegar allir vita að
það stendur alls ekki til að leggja
neina jarðstrengi á hærri spennu-
stigum svo nokkru nemi. Og vel til
hafður atvinnuvegaráðherra botnar
hvorki upp né niður í þessu öllu sam-
an, sér ekki eða vill ekki sjá hinn
raunverulega vanda og hlýðir bara
sínu fólki án þess að horfa gagn-
rýnum augum á málið. Það er við
ramman reip að draga fyrir þá, sem
unna, virða og vilja vernda auðlind-
ina íslenzk náttúra.
Það er varla hægt að nota önnur
orð en óþörf illvirki um áform
Landsnets um stóriðjulagnir of-
anjarðar um byggðir
og óbyggðir landsins.
Reynt er að réttlæta
illvirkin með kostn-
aðarmismun sem er yf-
irleitt arfavitlaus þar
sem aldrei er tekið tillit
til mikilvægra kostnað-
arþátta eins og um-
hverfiskostnaðar.
Mannvirkjagerð í nátt-
úrunni valdi óhjá-
kvæmilega umhverfis-
áhrifum en minna er
gert úr því að umhverf-
isáhrif jarðstrengja eru nánast eng-
in eftir að gróið hefur yfir skurðina
en stóriðjumöstrin standa kolryðguð
áratugum saman eftir að zinkhúðin
hefur rignt af þeim ofan í jarðveginn
og drepið nærliggjandi gróður. En
það kostar víst ekki neitt.
Nágrannaþjóðir hafa í vaxandi
mæli markað sér stefnu um að
leggja rafstrengi á hærri spennu-
stigum í jörð. Helzt eru það 400 kíló-
volta línur, sem bjóða upp á vanda-
mál, en hluti þeirra fer samt í jörð.
Því er ekki til að dreifa hérlendis,
þar sem kerfisáætlun gerir ráð fyrir
220 kílóvolta strengjum að hámarki.
Útlendingar bora fyrir slíkar lagnir
undir stórfljótin, bæina og heilu
skógana. Er nú talið að þessir
strengir séu fullhagkvæmir til að
setja í jörð. Þessar staðreyndir virð-
ast hins vegar hafa farið hjá stjórn
og stjórnendum Landsnets, með-
vitað eða ómeðvitað. Nýlega er þó
farið að leyfa starfsmönnum fyr-
irtækisins að fara á byrjend-
anámskeið í lagningu jarðstrengja,
sem hlýtur að teljast spor í rétta átt.
Fullyrða má þó að hér séu öll vanda-
mál tæknilega leysanleg ef vilji væri
fyrir hendi hjá stjórn og stjórn-
endum Landsnets. Svo virðist ekki
vera. Þröngsýni og illvilji í garð
náttúrunnar virðist vera alls ráð-
andi.
Ástæða er til að vekja athygli á
baráttu landeigenda á Suðurnesjum
fyrir dómstólum gegn ofríki Lands-
nets, sem krefst þess að fá að stór-
spilla eða jafnvel eyðileggja jarðir
þeirra með áformaðri stóriðjulínu.
Menn bíða niðurstöðu dómsmála til
að beita jarðýtum á hraunið í stað
þess að leggja jarðstreng meðfram
Reykjanesbrautinni. Þetta virðist
vera leið Landsnets til sáttar um
flutning raforku. Og víðar er pottur
brotinn. Vonandi þarf ekki að leggja
áformaða loftlínu yfir Sprengisand í
lögregluvernd.
Landsnet kallar nú eftir mál-
efnalegri umræðu um þessi mál. Í
ljósi sögunnar virðist það borin von
að ræða málin á málefnalegum nót-
um og á grunni staðreynda við
Landsnet. Upplýsingum er skotið
undan og haldið fram vafasömum
staðreyndum. Lopinn teygður með
þvaðri um efni, sem ekki skiptir máli
til að réttlæta úrelta og umhverfis-
fjandsamlega stefnu. Það sem skipt-
ir máli hér er að notkun jarð-
strengja á hærri spennustigum er
möguleg og kostnaðarlega réttlæt-
anleg hér sem annars staðar í ljósi
nýrrar tækni og í góðri sátt við alla
væri vilji fyrir hendi. Það er sízt erf-
iðara að leggja jarðstreng í jörð uppi
á Sprengisandi en að grafa hann of-
an í hafsbotninn undan ströndum
landsins eins og áform eru um hjá
móðurfyrirtæki Landsnets.
Það er rétt hjá stjórnarformanni
Landsnets að þörf er á víðtækri sátt
um framtíð flutnings raforku. Sýnt
þykir þó að slík sátt verður aldrei á
núverandi forsendum Landsnets,
sem inniber ofbeldishótanir, eignar-
nám, lagaþref og landspjöll. Stjórn
og stjórnendur Landsnets þyrftu því
að víkja fyrir mönnum, sem hafa
nægilega víðsýni og góðan vilja til að
skapa sátt við þjóðina í þessum mál-
um með almenna skynsemi að leið-
arljósi. Þjóðin hefur ekki efni á öðru.
Eftir Sverri
Ólafsson » Það er varla hægt að
nota önnur orð en
óþörf illvirki um áform
Landsnets um stór-
iðjulagnir ofanjarðar
um byggðir og óbyggðir
landsins.
Sverrir Ólafsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Sátt Landsnets
Góður kunningi
minn, séra Þórir
Stephensen, var með
ágæta og þarfa grein
í Morgunblaðinu 10.
nóvember sl. Hann
setti af stað aftur
hugsun mína, sem
hefur verið að böggl-
ast í mér undanfarið,
síðan ég heyrði af
kæru á hendur
hjúkrunarfræðingi á
Landspítalanum vegna „mann-
dráps af gáleysi“. Ég veit engin
deili á þessum hjúkrunarfræðingi.
Sjálfur hef ég nokkra þekkingu
af starfi spítala, enda starfað sem
læknir á næststærsta sjúkrahúsi
landsins í 35 ár og þar að auki í
sex ár í sérnámi á stóru sjúkra-
húsi í Dölunum í Svíþjóð. Þar
varð ég fyrir þeirri bitru reynslu
að vera kærður fyrir ófyrirsjáan-
legt atvik sem gerðist þegar ég
var á vakt í óheyrilegu álagi og í
miðri bráðaaðgerð á vélinda-
þrengslum. Niðurstaða rannsókn-
arinnar var sýknun, enda Svíar
góðir á þessum nótum og rök
álagsins tekin til greina. Frá því
að ég kom heim frá framhalds-
námi í Svíþjóð 1971 leysti ég af
sem yfirlæknir í tvo mánuði annað
hvert sumar fram að árinu 1994.
Ég tel mig því hafa talsverða
þekkingu á spítalavinnu.
Þegar ég heyrði af
þessari óhugsuðu
kæru á hendur sak-
lausri konu í yfir-
þyrmandi vinnuálagi
kom yfir mig hug-
armyrkur, sem ég hef
reynt að bæla niður
en vinur minn séra
Þórir setti á fullt með
hógværri grein sinni.
Hún er skrifuð af mik-
illi manngæsku og
kjarki eins og hans er
von og vísa.
Í útdrætti greinar hans segir:
„Neyð spítalans rekur hann út í
að leggja nánast ofurmannlegar
kröfur á starfsfólk sitt, og þegar
slys verður þá er það þetta
þrautpínda starfsfólk, sem fær
skellinn …“
Öll önnur rök séra Þóris eru vel
haldbær.
Ennþá trúi ég á réttlæti hér á
landi og er því vongóður um að
þessi kæra verði látin niður falla,
eins og hjá mér í Svíþjóð fyrir
margt löngu.
Sjaldan er
ein báran stök
Eftir Eirík Pál
Sveinsson.
Eiríkur Páll
Sveinsson
»Ennþá trúi ég á rétt-
læti hér á landi og er
því vongóður um að
þessi kæra verði látin
niður falla …
Höfundur er fv. yfirlæknir á SAk.
Skútuvogur 1c 104 Reykjavík | Sími: 550 8500 | www.vv.is
sjáu
mst!
Frískleg og hugvitsamleg hönnun,
þau eru afar létt og þæginleg í notkun.
Lýsing og rafhlöðuending er framúrskarandi.
Útsölustaðir:
Ísleifur Jónson, Reykjavík. Iðnaðarlausnir ehf, Kópavogi
Straumrás, Akureyri. Vélsmiðjan Þristur, Ísafirði.
• Ljósstyrkur: 180 lm
• Drægni: 120 m
• Þyngd: 105 gr
• Batterí: 3 x AAA 1.5V
• Vatnsvarið: IPX6
• Stillanlegur fókus og halli
• Hvítt kraftmikið LED ljós og
eitt rautt LED ljós sem hentar vel
til að halda nætursjón