Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Kipptu liðunum í lagmeðOmega3 liðamíni • Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. • Liðamín inniheldur Hyal-Joint® sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. • Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt. SKJÓTARI EN SKUGGINN www.lidamin.is PI PA R \ TB W A • SÍ A Grófarinnar sem þarna er á ferð- inni; Eymundur Eymundsson, Sonja Rún Magnúsdóttir og Hrafn Gunnar Hreiðarsson. „Við höfum farið í alla 9. bekki á þessum stöð- um og foreldrum á Akureyri bauðst fræðsla en við eigum fram- haldsskólana eftir hér í bæ og nágrannasveitarfélögum.“    Óhætt er að segja að vel hafi tekist til, að mati þeirra. „Starfs- fólk, kennarar, ungmenni og for- eldrar orðið margs vísari um geð- raskanir og hvernig er að lifa með þær án þess að fá hjálp en líka hvað hægt er að gera með því að fá hjálp. Einlægar og góðar spurn- ingar höfum við fengið sem og mikið þakklæti frá öllum hvort sem það er starfsfólk, kennarar, nemendur eða foreldrar.“    Fræðslan var hugsuð fyrir skólana á Akureyri en þegar starfsfólk grunnskólans á Grenivík sóttist eftir að fá eins fræðslu stökk teymið til og fór í heimsókn. „Við tókum því fagnandi enda gott og hollt fyrir alla að sjá að við er- um manneskjur sem höfum glímt við geðraskanir með okkar tilfinn- ingar sem hafa haft áhrif á okkar líf og það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir að leita sér hjálpar eða tala um sína vanlíðan. Með því að byrgja inni vanlíðan og þora ekki að tala um hana er mað- ur að búa til svarthol sem étur mann að innan, sem hjálpar engum og síst þeim sem þurfa hjálp.“    Eymundur, Sonja og Hrafn segjast hafa fundið fyrir því hve mjög vanti fagmenn til að taka á þessum vanda strax í grunnskóla og umhugsunarefni sé hvers vegna þeir séu ekki fyrir hendi árið 2015! Því fyrr sem tekið sé á vandanum því betri tækifæri hafi ungmenni í vanda á að byggja upp sjálfstraust sem gefi þeim meiri möguleika á auknum lífsgæðum.    „Það er svo skrýtið að við er- um alltaf að taka á afleiðingum í staðinn fyrir að byrja á grunninum og gefa ungmennum tækifæri á að byggja sig upp í staðinn fyrir að bíða þangað til í óefni er komið sem getur orðið of seint. Að það sé margra mánaða bið eftir að kom- ast að hjá skólasálfræðingi neyðir oft foreldra til að kaupa þjónustu. Hver maður sér að það kostar mikið og margir hafa ekki efni á því. Mörg ungmenni eiga erfitt með sín andlegu veikindi eða van- líðan og við teljum að þetta myndi ekki líðast ef um önnur veikindi væri að ræða. Við læknum ekki allt með lyfjum heldur vantar skilning og stuðning frá samfélag- inu sem og ráðamönnum til að þessi börn og ungmenni fái strax hjálp. Það sparar að taka á vand- anum strax en kostar tvöfalt meira ef menn ætla alltaf að fresta vand- anum.“    Vaxandi vetur – aukin tækifæri í ferðaþjónustu er yfirskrift haust- fundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar sem fram fer í Hofi í dag og hefst kl. 16. Allir eru vel- komnir til að fylgjast með umfjöll- un um þetta spennandi málefni.    Erindi flytja Sigrún Björk hót- elstjóri Icelandair hótels Akureyri: Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi; Jökull Bergmann eigandi Berg- mann Mountain Guides: Stór iðja á Tröllaskaga og Sævar Freyr Sig- urðsson eigandi Saga Travel: Norður að vetri, óplægður akur.    Mugison heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld. Í kjölfar hans koma svo Hjálmar, sem verða með tónleika á staðnum bæði á föstudags- og laugardagskvöld.    Verslanirnar Heimilistæki og Tölvulistinn á Akureyri, sem nú eru við Glerárgötu, verða fluttar í verslunarmiðstöðina Glerártorg um mitt næsta ár. Heimilistæki ehf. hafa leigt um 1.000 fermetra þar, af fasteignafélaginu Eik, undir þá starfsemi. Mjög vel heppnuð geðfræðsla í skólum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Áttu nammi? Þessi fallegu hross efst í innbænum settu upp hálfgerðan hundshaus þegar í ljós kom að kuldalegur ljósmyndarinn hafði ekkert handa þeim að éta. Ekki var þá annað að gera en bíta áfram hélað nóvembergrasið. ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Lausn er í sjónmáli í stóra banka- málinu í Hrísey. Landsbankinn ákvað að loka hraðbankanum í eynni og brugðust íbúar og bæj- aryfirvöld á Akureyri ókvæða við eins og greint var frá á þessum vettvangi fyrir viku.    Um var að ræða gamlan hrað- banka Sparisjóðsins og var sá orð- inn það gamall og vélbúnaðurinn úreltur að hann passaði ekki við kerfi Landsbankans.    Hraðbankinn var ekki mikið notaður en heimamenn vilja samt sem áður hafa þessa þjónustu í boði og bankinn er um það bil að semja við verslunina á staðnum um að hún útvegi íbúum eyj- arinnar og gestum reiðufé þegar þeir þurfa á að halda.    „Landsbankinn kemur að þessu með tæki og öryggisbúnað. Við viljum styðja búðina í því að leysa málið fyrir eyjarskeggja og gesti þeirra,“ sagði Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri ein- staklingssviðs bankans, við Morg- unblaðið í gær.    Arnar Jónsson stígur enn einu sinni á svið Samkomuhússins á Ak- ureyri annað kvöld og flytur þá einleikinn Sveinsstykki eftir annan Akureyring, Þorvald heitinn Þorsteinsson. Það var sérstaklega samið fyrir Arnar árið 2003, þegar hann fagnaði 60 ára afmæli.    Þrír fulltrúar geðverndarmið- stöðvarinnar Grófarinnar hafa í haust farið í grunnskólana á Akureyri og boðið upp á geð- fræðslu fyrir kennara og annað starfsfólk. Einnig á Hrafnagili og á Grenivík. Mjög vel hefur tekist til, að sögn.    Það er geðfræðsluteymi Íþróttaráð Akureyrar hefur hafnað beiðni Íþróttafélagsins Þórs um styrk til að sinna akstri yngstu iðk- enda sinna milli skóla og íþrótta- mannvirkja. Samskonar beiðni Knattspyrnufélags Akureyrar var hins vegar samþykkt á dögunum og eru Þórsarar óhressir vegna þessa. „Hér er verið að mismuna gróf- lega íþróttafélögunum í bænum og við Þórsarar erum gríðarlega ósáttir við það,“ segir Eiður Arnar Pálm- arsson, framkvæmdastjóri Þórs, við Morgunblaðið. „Ef íþróttaráð ætlar að skýla sér á bak við það að hér sé um tilrauna- verkefni að ræða þá eru það rök sem halda ekki. Á Akureyri eru mörg íþróttafélög og mikið úrval í boði fyrir iðkendur. Íþróttaráð á að starfa fyrir íþróttalífið í heild á Ak- ureyri og getur einfaldlega ekki leyft sér að veita einu félagi styrk fyrir aukinni þjónustu en hafnað öðru félagi með sömu beiðni,“ segir framkvæmdastjóri Þórs. „Mín skoðun er sú að íþróttaráð átti að hafa kjark til að taka þetta verkefni inn á sitt borð og bjóða öll- um íþróttafélögum bæjarins að vera með. Þannig myndu öll félögin sitja við sama borð hvað þjónustu við iðk- endur varðar,“ segir Eiður Arnar Pálmarsson. Bæjarráð samykkti í september að styrkja KA um 300.000 krónur vegna reksturs rútu í vetur til að aka iðkendum á mili skóla og æfinga. Þegar erindi barst frá Þór var því fyrst vísað til Íþróttabandalags Ak- ureyrar. Þaðan barst jákvað umsögn en íþróttaráð hafnaði því engu að síður. Á fundi ráðsins í vikunni var vinnuhópur nýrrar umhverfis- og samgöngunefndar hvattur til að kalla „aðila innan íþróttahreyfing- arinnar að borðinu við endurskoðun leiðakerfis Strætisvagna Akureyr- ar“. Árni Óðinsson, formaður Þórs, er fulltrúi í íþróttaráði. Hann sat hjá þegar umsókn KA var afgreidd en var ekki á fundinum þegar umsókn Þórs var tekin fyrir. „Íþróttafélögunum gróflega mismunað“ Morgunblaðið/Skapti Barátta Ungir Þórsarar og KA- menn eigast við í fótboltaleik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.