Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015
jafnar dagsveiflur á meðan vind-
orkan er með breytilegar dags-
veiflur en jöfn á ársgrundvelli.
„Vatnsskortur getur því verið
vandamál að vetrarlagi, en það er
einmitt sá tími sem mesta orku er að
fá úr vindinum. Væri þá hægt að
nota vindmyllurnar til að létta á
vatnsaflsvirkjunum og hægt að tala
um að uppistöðulónin virki þá eins
og rafhlöður á meðan og safni orku í
formi vatns sem safnast upp í lón-
inu,“ segir Birta.
Draga úr göllunum
En vindorkan er ekki gallalaus.
Vindmyllurnar gnæfa yfir landslag-
inu, geta valdið hljóðmengun og
valdið skaða á fuglalífi. Birta segir
tæknina í stöðugri þróun og fram-
leiðendum vindmylla hafi tekist að
bæta hönnunina til muna til að draga
úr neikvæðu áhrifunum. Þá hafi
rannsóknir leitt í ljós að íslenskum
fuglastofnum stafar lítil hætta af
vindmyllunum. „Gírkassalausar
vindmyllur eru að ryðja sér til rúms,
en með því að losna við gírkassann
er bæði verið að minnka viðhalds-
kostnað, auka endingartíma og
minnka hljóðmengun,“ segir Birta.
„Það eru einkum erlendum rán-
fuglategundum sem stafar hætta af
spöðum vindmyllanna, því þeir horfa
niður fyrir sig þegar þeir fljúga, í leit
að bráð. Hafa rannsóknir sýnt að
aðrir fuglar fljúga í kringum vind-
myllurnar. Þá hefur komið í ljós að
með því að setja svarta rönd á einn
af spöðum vindmyllunnar, og merk-
ingar neðst á stólpana, taka ránfugl-
arnir betur eftir vindmyllunum og
fljúga síður á þær.“
Kuldinn á Íslandi er ekki vanda-
mál í vindorkuframleiðslu. Þó að
frysti og snjói breytast vindmyll-
urnar ekki í risavaxna íspinna. „Í
dag eru vindmyllurnar með afísun-
ar- og ísvarnarbúnað. Mælar í vind-
myllunni vakta hitastigið og hita
spaðana þegar hætta er á ísingu. Er
slíkur búnaður í vindmyllunum uppi
á Hafi og hefur örsjaldan farið í
gang á undanförnum þremur árum.“
Hvaða svæði viljum
við hafa vindmyllulaus?
Hitt er erfiðara: að draga úr sjón-
menguninni og eðlilegt að fólki sé
umhugað um að raska ekki ásýnd
landslagsins. Segir Birta brýnt að
ráðast í þá vinnu að leggja grunninn
að skynsamlegri nýtingu vindorku.
Hvergi liggi fyrir opinber stefna um
nýtingu vindorku á Íslandi, né
stefna um forsendur fyrir vali á
svæði fyrir slík mannvirki, en for-
dæmi fyrir slíkri vinnu er að finna
hjá nágrannaþjóðum okkar í Skot-
landi, Svíþjóð og Danmörku svo
dæmi séu nefnd. Þurfi að skipu-
leggja vandlega hvar vindmyllurnar
mættu rísa, með tilliti til legu raf-
orkukerfisins og áhrifa á náttúru, líf-
ríki og samfélag. „Það væri skyn-
samlegt að byrja að móta sérstaka
stefnu um hvar við viljum ekki hafa
vindmyllur og skapa vandaða um-
gjörð utan um frekari uppbyggingu
á þessu sviði, þar sem gæðin ráða för
frekar en magnið.“
Birta segir brýnt að stíga varlega
til jarðar í allri ákvarðanatöku um
vindaflsvirkjanir. Stjórnvöld þurfi
að marka stefnu og smíða lagalega
umgjörð sem sveitarfélögin geta síð-
an nýtt sem verkfæri þegar, og ef, að
því kemur að kanna möguleika á
nýtingu vindorkunnar innan þeirra
landsvæðis. Regluverkið gæti t.a.m.
gert sveitarstjórnum fært að mynda
stefnu um nýtingu vindorku og ann-
arra orkugjafa og innleiða í að-
alskipulag sitt.
Vindmyllur samkeppnishæfar
Brýnt að leggja grunninn að skynsamlegri nýtingu vindorku Framfarir í hönnun hafa dregið úr
neikvæðum áhrifum vindmylla Skortur á lagalegri umgjörð sem sveitarfélögin geta byggt á
Morgunblaðið/Eggert
Orkuverkfræðingur Með hverju árinu verður ódýrara að beisla vindorkuna, segir Birta Kristín Helgadóttir.
Vindmyllur hafa fleiri kosti en
að framleiða rafmagn. Segir
Birta að þegar vindmyllunum er
komið fyrir verði að leggja vegi
að þeim öllum til að sinna megi
viðhaldi og viðgerðum. Með því
verði oft til skemmtilegir slóðar
fyrir útivistarfólk. „Á mörgum
stöðum hafa vindmyllurnar
bætt aðgengi fólks að nátt-
úrunni og er efnt til vinsælla
hlaupakeppna á vegunum sem
tengja saman vindmyllurnar.
Hún telur ósennilegt að gerðar
verði róttækar breytingar á
hönnun vindmyllna.. „Í dag felst
framþróunin einkum í því að
finna betri efni til að nota í sjálf
blöðin, eða betrumbæta vélina
til að draga úr sliti og hávaða-
myndun.“
Til verða vinsæl-
ir útivistarstígar
VINDMYLLUVEGIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vindmillur við Búrfell Vindmyllurnar sem snúast við Búrfell eru hluti af
rannsóknar- og þróunarverkefni Landsvirkjunar um hagkvæmni vindorku.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Nú eru liðin um það bil þrjú ár frá
því fyrstu raforkuframleiðandi vind-
myllurnar voru settar upp á Íslandi.
Birta Kristín Helgadóttir, umhverf-
is- og orkuverkfræðingur hjá Eflu,
segir tilraunaframleiðslu á raforku
með vindafli hafa gengið vonum
framar. „Í heiminum öllum er með-
al-nýtingarhlutfall vindmylla 28% en
hefur farið yfir 40% á Hafinu, slétt-
unni fyrir ofan Búrfellsvirkjun, þar
sem Landsvirkjun lét koma fyrir
tveimur vindmyllum.“
Birta segir þessa miklu nýtingu
meðal annars stafa af því að aðstæð-
urnar á tilraunasvæðinu eru ekki
ósvipaðar því sem gerist á hafi úti:
landslagið er slétt og fátt sem dreg-
ur úr styrk vindsins.
Leika æ stærra hlutverk
Heyra má á Birtu að vind-
orkuvirkjanir geti, áður en langt um
líður, átt veigamikinn þátt í raf-
orkuframleiðslu á Íslandi. Væri það í
takt við þróunina í öðrum löndum en
í dag verða um 4% allrar raforku í
heiminum til með beislun vindsins,
og í Evrópu er hlutfallið komið upp í
10%.
„Vatnsaflið er enn ódýrasti virkj-
unarkosturinn hér á landi en með
hverju árinu verður ódýrara að
beisla orkuna sem býr í vindinum og
eru vindmyllur nú þegar að verða
samkeppnishæfar við jarð-
varmavirkjanir í kostnaði á hverja
framleidda kílóvattstund. Nálgast
vindorkan það hratt að geta keppt
við óhagkvæmustu vatnsaflsvirkj-
anakostina hérlendis,“ útskýrir
Birta.
Vindorkan gæti líka hjálpað til að
nýta vatnsaflið betur. Margir halda
að vatnið streymi jafnt og þétt allan
ársins hring en í raun eru miklar
sveiflur í vatnsrennslinu og vatns-
rennslið að jafnaði minnst á veturna.
Birta lýsir því þannig að vatnsorka
sé breytileg á ársgrundvelli en með
Ólafur S. Ástþórsson, aðstoðarforstjóri á Hafrannsókna-
stofnun, flytur í dag erindi sem nefnist „Lífshættir
ískóðs á Íslandsmiðum“. Erindið verður flutt kl. 12.30 í
fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4. Allir eru vel-
komnir.
Ískóð er hánorræn, smávaxin þorskfiskategund (20-30
cm) sem útbreidd er umhverfis norðurheimskautið og
jafnframt sú fisktegund sem hefur veiðst hvað nyrst í
Norður-Íshafinu. Ískóð heldur sig aðallega við botn og
þá oft í þéttum torfum en stundum finnst það einnig ofar
í sjónum. Ískóð er ein af örfáum hánorrænum fiskteg-
undum sem finnast við Ísland og við landið eru suður-
mörk útbreiðslu þess í norðaustanverðu Norður-Atlantshafi.
Fram að þeirri rannsókn sem hér er kynnt var lítið vitað um lífshætti
ískóðs við Ísland umfram upplýsingar um einstaka fundarstaði.
Niðurstöður sýndu að ískóð veiðist í botnvörpu aðallega á ytri hluta
landgrunnsins undan norðvesturströnd Íslands. Þá var útbreiðsla ískóðs
víðáttumeiri í köldum árum en heitum og einnig voru vísbendingar um að
þá væri fjöldi fiska á stöð einnig meiri.
Lífshættir ískóðs á Íslandsmiðum
Ólafur S.
Ástþórsson
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
VIFTUR
Í MIKLU ÚRVALI
Það borgar sig að nota það besta!
• Bor›viftur
• Gluggaviftur
• I›na›arviftur
• Loftviftur
• Rörablásarar
• Ba›viftur
• Veggviftur
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is