Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 72
72 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015
Í nóvember 2004
fór ég til Mósam-
bík til að gera
doktorsrannsókn.
Ferðinni var heitið
til lítils þorps í miðju landi í
Sambesíu-fylki, þar sem ég
þekkti engan og þekkti lítið til.
Á skrifstofu Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands var mér sagt
að í höfuðstað fylkisins, Que-
limane, byggi íslenskur maður
sem héti Jóhann Þorsteinsson
og að hann myndi örugglega
taka mér vel ef ég hefði sam-
band við hann.
Það gerði ég og það var eins
og ég væri að hringja í gamlan
fjölskylduvin. Hann sótti mig á
flugvöllinn og bauð mér strax
gistingu hjá sér og Marcelinu
konu sinni. Á því tæpa ári sem
ég dvaldi á þessum slóðum má
segja að þau hafi ættleitt mig.
Ég bjó í um þriggja stunda
fjarlægð í moldarkofa, hjá fá-
tækri fjölskyldu og það var
ómetanlegt að eiga athvarf hjá
Jóa og Marcelinu þegar ég
þurfti að skreppa til Quelimane
til að útrétta og breyta um um-
hverfi.
Þá gekk ég að herbergi vísu í
húsi þeirra hjóna og mat á veit-
ingastaðnum hennar Marcelinu
og ef á þurfti að halda keyrði
Jói mig í veg fyrir rútuna til
þorpsins þó að hún færi fyrir
klukkan fimm á morgnana.
Þetta var alls ekki sjálfgefið en
þetta þótti þeim sjálfsagt og
baklandið sem ég átti í þeim
var mér mikils virði. Við Jói
sátum löngum stundum á
kvöldin og ræddum um lífið og
tilveruna og hann gaf mér dýr-
mæta innsýn í mósambískt
samfélag. Sumt átti ég erfitt
með að skilja og meðtaka og
alltaf gat ég treyst því að hann
hlustaði á mig og gæfi mér góð
ráð. Jói hafði frá ýmsu að
segja, hann var léttur og gam-
ansamur og kallaði Quelimane
„Kill a man“ vegna þess hversu
drepleiðinlegur staður þetta
gæti verið. Stundum var það ég
sem hlustaði því starfið sem
gæðastjóri í stórri rækjueldis-
verksmiðju var ekki alltaf auð-
velt. Jói var eldklár og stór-
huga og vildi gera allt upp á
120 prósent sem er illmögulegt
í fátæku Afríkuríki.
Þá fannst honum gott að
geta tuðað við annan Íslending.
Síðar unnum við saman í
þrjú ár hjá ÞSSÍ í Mapútó og
þar var oft glatt á hjalla. Litli
Jóhann
Þorsteinsson
✝ Jóhann Þor-steinsson fædd-
ist 11. mars 1948.
Hann lést 13. októ-
ber 2015. Minning-
arathöfn fór fram
2. nóvember 2015.
Íslendingahópur-
inn hafði mikil
samskipti og sterk
vinatengsl mynd-
uðust. Minningarn-
ar streyma fram.
Ferðin til Inhaca-
eyju, pítsuát á
Mundos, heim-
sóknir til ömmu
Marcelinu.
Jói vildi allt fyr-
ir alla gera og þeg-
ar ég veiktist og fékk háan hita
kom hann að vitja um mig seint
um kvöld og dröslaði mér á
sjúkrahús til að láta líta á mig.
Þegar hann skrapp til Suður-
Afríku báðu mósambískir sam-
starfsmenn hans hann iðulega
um að kaupa eitthvað sem þá
vanhagaði um, allt frá kjöti til
bíldekkja. Hann var vel liðinn
af samstarfsfólki sínu enda tal-
aði hann góða portúgölsku og
hafði aðlagast mósambískri
menningu.
Þó var greinilegt að hann
saknaði oft Íslands, sérstaklega
barnanna sinna og að hann
langaði til að kynnast barna-
börnunum betur.
Stórbrotnar manneskjur
skilja eftir sig stórt skarð og
það gerir Jói. Lampinn sem
hann bjó til handa mér í afmæl-
isgjöf úr mósambískri styttu
verður áfram í miklu uppáhaldi,
minnisvarði um einstakan vin.
Fjölskyldu og vinum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Marta Einarsdóttir.
Til vinar míns Jóa.
Þá ég las snilldar söguskáld-
verk Ólafs Jóhanns Ólafssonar,
Höll minninganna, minntist ég
örlaga æskuvinar míns Jóhanns
Þorsteinssonar, þá var hann
horfinn fjölskyldu sinni og vin-
um til starfa á vegum Þróun-
arsamvinnustofnunar í Mósam-
bík og átti þaðan aldrei
afturkvæmt. Hann hóf þar nýtt
líf og virtist vilja loka á öll
tengsl líkt og Kristján Bene-
diktsson í bók Ólafs sem skrif-
ar minningar sínar á blöð sem
aldrei birtast. Ég vonaði alltaf
að ég fengi bréf frá Mósambík
sem svar við þeim sem ég sendi
en ýmist var tölvusamband lé-
legt eða tíminn naumur. Samt
vissi ég að við vorum ennþá
vinir.
Við höfðum verið vinir allt
frá því hittumst sjö ára gamlir í
Eskihlíðarskóla og sátum hlið
við hlið í kennslustofunni. Við
bjuggum báðir í Barmahlíðinni,
hann sterklegur og knár en ég
feitabolla með skakkar tennur.
Við slógumst fljótlega eftir
fyrstu kynnin eins og við þyrft-
um að þreifa hvor á öðrum en
síðan aldrei meir.
Leiðir okkar lágu saman alla
bernskuna og alltaf sátum við
hlið við hlið í skólastofunni.
Heimili okkar voru ætíð opin
hvor öðrum, vissulega misjöfn
að gerð, en samt bæði til fyr-
irmyndar sem slík.
Pabbi Jóa gerði miklar kröf-
ur til barnanna sinna, reglu-
maður í hvívetna, en alltaf
strangur á svip og í gjörðum.
Mamma Jóa talaði kjarnyrt
vestfirskt tungumál með
áherslum. Ég held að Jói hafi
ekki átt þá vináttu í foreldrum
sínum sem ég í mínum. Það var
meira gert af því að leika sér á
mínu heimili og leitað á slóðir
ævintýra. Jói var einstaklega
frjór félagi, las Nýjustu tækni
og vísindi og gerði tilraunir.
Fyrstu kínverjarnir sem við
bjuggum til kostuðu töluvert af
brunasárum á barnshendur og
sviðnar augabrúnir. Við stofn-
uðum ásamt félaga okkar Davíð
Oddssyni Jóa-félagið, nefnt eft-
ir samnefndri vinsælli barna-
bók þess tíma. Við stálum róf-
um og jarðarberjum til þess
eins að vita hversu langt við
gætu hlaupið undan eigendun-
um.
Hann hafði þar yfirburði.
Öskjuhlíðin var vettvangur æv-
intýra. Þá veiddum við saman
hvenær sem tækifæri gáfust.
Leiðir skildi um tíma en síðar
settumst við aftur saman í 6.
bekk S í MR og urðum stúd-
entar 1969.
Við hófum síðan saman nám í
líffræði, þá komnir með kær-
ustur, ókum um á Pontiac 1955
og hlustuðum á Bob Dylan. Jói
var minn vinur. Ég fór síðan í
læknisfræði en hann hélt áfram
í líffræði.
Þeim Kollu fæddist andvana
barn 1974, þess tíma áfallahjálp
fólst í því að þegja. Báðir eign-
uðumst við syni 1975 og báðir
eignuðumst við tvær dætur.
Nú tók við baráttan fyrir
brauði og fjölskyldulífið. Þá við
hittumst þess á milli, virtist
aldrei vera tími til að slá þá
strengi sem við þó höfðum
strengt.
Ferðinni var ætíð haldið ann-
að. Ég hafði á tilfinningunni að
innbyggður órói og óuppgerð
tilvik réðu för.
Ég hef oft reynt að skil-
greina lífshlaup Jóa. Nú þegar
fólki gefst tækifæri til að tak-
ast á við áföll í lífinu, bæði úr
bernsku og síðar með hjálp
annarra gefur það tækifæri til
eigin sátta.
Jói ásamt seinni eiginkonu
sinni dvaldi hjá okkur hjónum
helgarlangt þá hann heimsótti
Ísland í síðasta sinn fyrir sex
árum. Þá vorum við báðir lífs-
reyndir.
Nú þegar jarðneskar leifar
Jóa fá bólfestu hér, bið ég þess
að Kollu, börnum hans, barna-
börnum og systkinum auðnist
gæfa til að höndla þá sorg sem
hér hvílir yfir og hlúa hvert að
öðru. Hvíl þú í friði vinur,
Konráð Lúðvíksson.
✝ Þorsteinn Ás-geir Henrys-
son fæddist í
Reykjavík 15. maí
1953. Hann lést á
háskólasjúkrahús-
inu í Árósum í
Danmörku 28.
september 2015
eftir erfið veik-
indi.
Foreldrar Þor-
steins voru Guð-
rún Þorsteinsdóttir, húsfrú, f.
1913, d. 2008, og Henry A.
Hálfdansson, loftskeytamaður
og lengst af framkvæmda-
stjóri Slysavarnafélags Ís-
lands, f. 1904, d. 1972. Þor-
steinn var yngstur sjö
systkina, en þau eru: Ragnar
Bergsteinn, f. 1928, d. 1987,
hálfbróðir samfeðra, og
alsystkinin Helga, f. 1931,
Henry Þór, f. 1934, Haraldur,
f. 1938, Hálfdan, f. 1943, og
Hjördís, f. 1946.
skólanám í Langholtsskólanum
en 1974 lauk hann stúdents-
prófi frá Menntaskólanum við
Tjörnina. Hann innritaðist í
lagadeild Háskóla Íslands en
hvarf síðan frá því námi. Hann
dvaldi eitt ár í Bandaríkjunum
og stundaði sálfræðinám við
Vanderbilt-háskólann í Nash-
ville.
Á skólaárum sínum vann
Þorsteinn m.a. við sjómennsku
á varðskipi og togara. Á árinu
1976 hóf hann störf hjá rann-
sóknarlögreglunni í Reykjavík
og starfaði þar og hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins
til ársins 1982. Sótti hann ým-
is námskeið og fór námsferðir
í tengslum við það starf. Á
árinu 1982 fluttu þau hjón til
Danmerkur og hafa lengst af
síðan átt heimili sitt í Árósum.
Starfaði Þorsteinn sem málm-
smiður hjá Per Udsen Aircraft
Industri í Grenå. Á árinu 1999
lenti hann í alvarlegu bílslysi
þar sem hann hlaut mikil bak-
meiðsli og var óvinnufær síð-
an.
Bálför Þorsteins fór fram í
Danmörku en minning-
arathöfn í Dómkirkjunni í
Reykjavík.
Þorsteinn
kvæntist 1974 eft-
irlifandi konu
sinni, Láru Er-
lingsdóttur, f. 17.
febrúar 1954, en
foreldrar hennar
eru Ingibjörg
Magnúsdóttir, f.
1932, d. 2009, og
Erling S. Tómas-
son, fv. skóla-
stjóri, f. 1933.
Sonur Þorsteins og Láru er
Henry Ásgeir, viðskiptafræð-
ingur, f. 9. júlí 1978, búsettur
í Klitmøller, Danmörku. Kona
hans er Veronica Thorsteins-
son. Börn þeirra eru: Amy
Elizabet, f. 2003, Laura
Sophia, f. 2005, Lui Alexand-
er, f. 2007, Theo Vilhelm, f.
2010.
Þorsteinn ólst upp fyrstu
fimm ár ævinnar í vesturbæ
Reykjavíkur en síðan í Klepps-
holtinu. Hann stundaði grunn-
Þorsteinn Henrysson mágur
minn hefur kvatt jarðvistina
eftir rúmlega 62 ára dvöl.
Þorsteinn og Lára, stóra
systir mín, giftust árið 1974
þegar ég var fimm ára og er
ekki fjarri lagi að halda því
fram að ég hafi þekkt Þorstein
frá því ég man eftir mér. Minn-
ingarnar um Þorstein eru góð-
ar og ávallt fylgdi því tilhlökk-
un ef til stóð að hittast, enda
vandfundinn maður með eins
þægilega nærveru.
Hann var mjög áhugasamur
um allt það sem sneri að fólk-
inu sínu, fólkið hans var bæði
stórfjölskyldan og tengdafólkið.
Hann talaði alla tíð vel um fólk-
ið sitt og fór það ekkert á milli
mála að hann var mjög stoltur
af sínum frændgarði.
Jákvæðni, eða sá eiginleiki
að vera ánægður með sitt, án
þess þó að monta sig, var hon-
um í blóð borin. Hann átti til
dæmis heima í best byggða
húsinu í Hjortshøj enda byggt
af múrarameistara og svo
mætti lengi telja …
Ég flutti til Danmerkur með
litlu fjölskylduna mína árið
1995 þar sem ég stundaði nám.
Þá fundum við Halla glöggt
hvað við áttum gott bakland í
Þorsteini og Láru.
Þau vildu allt fyrir okkur
gera og heimsóttum við þau
mikið og nutum samvistanna
við Hjortshøjfjölskylduna. Það
hefur ávallt síðan verið gott að
koma í heimsókn á Hundkær-
vej 13 og alltaf nægt rými þó
okkar fjölskylda hafi stækkað.
Minningin um ljúfan mann lifir
með okkur.
Már og fjölskylda.
Ástkær mágur minn, Þor-
steinn Ásgeir Henrysson, sem
var fæddur í þennan heim 15.
maí 1953, lést fyrir aldur fram
þann 28. september 2015 í Dan-
mörku.
Okkar kynni hófust þegar
elsta systir mín, Lára, og hann
hófu sitt tilhugalíf.
Þorsteinn var efnilegur
íþróttamaður og stundaði ýms-
ar íþróttir og þótti mikið efni í
körfubolta.
Þorsteinn og Lára bjuggu í
kjallaranum í foreldrahúsum að
Kúrlandi 17 um nokkurra ára
bil og þegar ég var 11-12 ára
og kvaddi dyra var maður
ávallt aufúsugestur. Við áttum
góða tíma saman í hestunum.
Í fyrstu vorum við með hest-
ana í neðri Fák en síðar
byggðu Þorsteinn og Lára sér
hesthús í Víðidal og var það
gert af myndarskap.
Fyrstu hestarnir, sem við
eignuðumst, voru frá Ketils-
stöðum í Hvammssveit frá
bænum þar sem amma og afi
bjuggu og Lára og Þorsteinn
voru þar tíðir gestir á þeim
tíma.
Amma og afi vildu að þau
tækju við búinu eftir sinn dag.
Úr því varð ekki, Þorsteinn hóf
vinnu við rannsóknarlögreglu-
störf en ég held að hann hefði
notið sín betur í sveitinni.
Síðar flytja þau Þorsteinn og
Lára til Danmerkur með ungan
son sinn, Henry, og bjuggu þau
í Árósum allt til dauðadags
Þorsteins.
Ég flutti síðar sjálfur til Ár-
ósa með mína fjölskyldu og
endurnýjuðum við þá kynnin.
Var það segin saga að í hvert
sinn sem maður kom í heim-
sókn inn í Hjortshøj var tekið á
móti okkur öllum með hlýju og
ástríki.
Þorsteinn var mjög tilfinn-
inganæmur og ljóðrænn. Hann
var vel að sér í pólitík sem
hann fylgdist grannt með, bæði
á Íslandi og í Danmörku.
Þorsteinn hafði sterka nær-
veru, var barngóður, einlægur,
hvers manns hugljúfi og höfð-
ingi heim að sækja. Hann var
mikill húmoristi og ávallt var
stutt í gleðina.
Dóttir mín, Ástríður, naut
gestrisni Þorsteins og Láru
þegar hún var búsett í Árósum
þar sem hún dvaldi við nám í
arkitektúr.
Ég minnist Þorsteins með
hlýju, eftirsjá og söknuði en
veit að hann er í góðum hönd-
um og á góðum stað á æðra til-
verustigi.
Ekkert fær dáið
af eðli þínu,
ekkert skyggt
á ástúð þína.
Sofðu í fangi ljóðs míns,
sofðu í fangi lands þíns,
glókollur, bláeygur,
guðs barn.
(Jóhannes úr Kötlum)
Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum
glatað,
og ljóðin, er þutu um þitt blóð frá
draumi til draums,
hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó
barn, er þig hugðir
borið með undursamleikans
eigin þrotlausan brunn þér í brjósti,
vinur?
(Jóhann Jónsson)
Magnús Ingi Erlingsson.
Ég mun hefja þessi minn-
ingaorð mín um Þorstein Hen-
rysson á staðreyndum lífsins,
en lífið hefur þrjár meginstoðir,
eða upphaf, framhald og endi.
Við Þorsteinn kynntumst fyrst
í Langholtsskóla um sjö ára
aldur, en þá vorum við ásamt á
þriðja tug barna, nemendur Ei-
ríks Stefánssonar heitins, en á
einni af útfararskreytingum
Þorsteins var kveðja og þakk-
læti frá E.S. bekknum, hvað
um það, þá vorum við og fleiri,
sem ég nafngreini ekki, óttaleg-
ir villingar, en það báru allir
strákar virðingu fyrir heimili
Þorsteins, pabbi hans kom oft í
blöðum og útvarpi, en hann var
forseti Slysavarnafélagsins, auk
þess var sandblásið víkingaskip
í gleri útihurðar á heimili Þor-
steins.
Það var nóg til að sjö og átta
ára guttar báru óttablandna
virðingu fyrir þessari hurð. Í
fyrsta sinn, sem mér var boðið
inn fyrir þessar víkingaskips-
dyr, fór drjúgur tími í að skoða
hvort skipið væri eins báðum
megin, þetta eru minningar
sem ekki gleymast, þó svo það
sé rúm hálf öld liðin frá atvik-
um þessum.
Auðvitað þurfti Þorsteinn að
skáka okkur öllum í kvenna-
málum, en hann nældi í dóttur
skólastjórans, Láru Erlings-
dóttur, en Lára stóð með Þor-
steini í gegn um súrt og sætt,
allt þar til yfir lauk, en þau
eignuðust einn son, sem hefur
gefið þeim fjögur barnabörn,
en þau eru öll búsett í Dan-
mörku, þar sem Þorsteinn og
Lára hafa búið um árabil.
Hópurinn úr Langholtsskóla
sem Þorsteinn tilheyrði hefur
víða vakið athygli, en þetta fólk
sem hittist fyrir 55 árum á
gúmmískóm og í gammósíum,
heldur enn sambandi, við strák-
arnir reynum að hittast í há-
deginu einu sinni í mánuði og
kvenfólkið hittist líka, en þar
sem höfundur tilheyrir ekki
þeim hóp, veit hann ekki um
stund né stað þeirra, en við
sáum Þorstein síðast í gleðskap
hjá Guðmundi Jónssyni arki-
tekt, sem tilheyrir þessu góða
hóp, en sennilega eru 4-5 ár
síðan.
Í gegnum fésbókina, en sá
tjáningarmáti virtist ekki henta
Þorsteini, fengum við fréttir af
honum í gegnum Láru eigin-
konu hans eða Erling Tómas-
son tengdaföður hans. Í minn-
ingarathöfn um Þorstein sem
fór fram í Dómkirkjunni 20.
október sl. vorum við 10 skóla-
systkin hans úr Langholtsskóla
og óskum við Þorsteini velfarn-
aðar á þeirri braut sem hann
hefur nú lagt út á.
Megi hinn hæsti höfuðsmiður
halda verndarhendi sinni yfir
Láru, syni Þorsteins, afabörn-
um og öldruðum tengdaföður,
Erling Tómassyni.
Fyrir hönd E.S.-bekkjarins,
Sigurjón Símonarson
Þorsteinn Á.
Henrysson
Við, starfsfólk
velferðarráðuneyt-
isins, viljum með
nokkrum orðum
minnast Guðbjarts
Hannessonar fyrrverandi ráð-
herra og þá fyrst og fremst lýsa
þakklæti okkar fyrir að hafa átt
með honum samleið um nokkurt
skeið sem var bæði ánægjulegt
og lærdómsríkt.
Guðbjartur
Hannesson
✝ GuðbjarturHannesson
fæddist 3. júní
1950. Hann lést 23.
október 2015. Útför
Guðbjarts fór fram
30. október 2015.
Orð verða óhjá-
kvæmilega fátæk-
leg í samhengi sem
þessu þegar margir
hafa misst mikið og
það á svo sannar-
lega við hér. Guð-
bjartur var kunnur
af störfum sínum,
sem skólamaður
um áratuga skeið,
sem sveitarstjórn-
armaður, þingmað-
ur og ráðherra og ótalin eru þá
margvísleg önnur félagsstörf
sem ekki verða rakin hér.
Alls staðar virðist Guðbjartur
hafa getið sér orð sem maður
samstarfs og sátta en jafnframt
fyrir að vera traustur, einbeitt-
ur og agaður í þeim verkum sem
hann tók sér fyrir hendur.
Við, sem unnum undir stjórn
Guðbjarts í velferðarráðuneyt-
inu – og sum okkar áður í þeim
ráðuneytum sem síðar voru
sameinuð, þ.e. heilbrigðisráðu-
neyti og félags- og trygginga-
málaráðuneyti, kynntumst
mannkostum Guðbjarts og vit-
um af eigin raun að ekkert hef-
ur verið ofsagt í þeim efnum.
Við minnumst hans með hlýju
og söknuði. Víst er að orðstír
deyr aldrei þeim er sér góðan
getur.
Margir hafa misst mikið en
mestur er missir nánustu fjöl-
skyldu, ættingja og vina. Við
vottum fjölskyldu Guðbjarts
okkar innilegustu samúð á erf-
iðum tímum.
Fyrir hönd starfsfólks vel-
ferðarráðuneytisins,
Anna Lilja Gunnarsdóttir.