Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is FORD FOCUS TREND STATION 08/2005, ekinn 125 Þ.km, bensín, 5 gíra. Verð 990.000 kr. Tilboðsverð 890.000 kr. Raðnr.254327 VW GOLF COMFORTLINE 02/2005, ekinn 142 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.150.000 kr. Tilboðsverð 799.000 kr. Raðnr.254259 RENAULT LAGUNA BERLINE 05/2005, ekinn 128 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður, kúla, ný dekk.Verð 990.000 kr. Tilboðsverð 790.000 kr. Raðnr.254390 VW BORA 8VI 03/2003, ekinn 102 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður.Verð 950.000 kr. TILBOÐSVERÐ 750.000 kr. Raðnr.286578 TOYOTA YARIS TERRA 05/2004, ekinn 180 Þ.km, bensín, 5 gíra. Verð 590.000 kr. TILBOÐSVERÐ 499.000 kr. Raðnr.254184 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is síns 1912 og ríkti til ársins 1947. Borgþór segir að Kristján hafi verið ákaflega stífur maður og formfastur, afar ólíkur föður sínum. En hann hafi verið frjálslyndur í stjórnmálaskoðunum og líkað vel við jafnaðarmannaleiðtogann Stauning. Hann hafi oft verið mjög ósáttur við framgöngu og viðhorf Íslendinga, jafnt almennings sem stjórnmálaforingja, og komi það glöggt fram í dagbókunum. Þegar Íslendingar krefjast jafnréttis á við Dani í ríkinu spyr hann hvort þeir séu að biðja um að forréttindi þeirra, svo sem til náms og uppi- halds í Kaupmannahafnarháskóla og undanþágu frá herskyldu, verði afnumin. Krafan um sérfána vakti gremju hans. Hann komst í mikið uppnám þegar múgur manns hróp- aði „Niður með konungsvaldið!“ í þingrofinu 1931. „Þá ætlaði hann bara að fara með póstskipinu til Reykjavíkur til að bera klæði á vopnin og sætta stjórnmálaöflin,“ segir Borgþór. Sjálfstæðismenn hafi skotið það í kaf með því að segja að fyrst yrði hann að draga þingrofið til baka. „Það gat hann ekki sem þingbundinn konungur, það var verkefni forsætisráð- herrans Tryggva Þórhallssonar. Stauning forsætisráðherra ráðlagði konungi þá að vera bara í Kaup- mannahöfn og láta Íslendinga sjá um sitt rifrildi upp á eigin spýtur,“ segir Borgþór. Dagbækur Íslandskonungs  Einkadagbækur Kristjáns X., síðasta konungs Íslands, varpa nýju ljósi á viðhorf hans og afstöðu til Íslands og Íslendinga  Var oft mjög ósáttur við framkomu landsmanna og stjórnmálaforingja Ljósmynd/Ólafur Magnússon. Heimsókn Konungshjónin, Kristján X. og Alexandrína drottning, storma eftir Pósthússtræti með Knúti prins, yngri syni sínum, og fylgdarliði í júlí 1921. Leiðin lá í Menntaskólann þar sem þau gistu. Þetta var fyrsta opinbera heimsókn konungs til Íslands og var honum ákaflega vel fagnað. Dagbækurnar byrja 1908 þegar Kristján var enn krónprins. Þegar Íslendingar felldu í þingkosning- unum það ár Uppkastið svonefnda, tillögur um samband landanna, reiddist hann heiftarlega fyrir hönd föður síns. Hann skrifar: „Eins og stendur virðist eina með- alið sem dugir vera eftirfarandi: Að senda skip þangað norður eftir, rjúfa skeyta- og símasamband, eyðileggja blaðaprentsmiðjur, brenna alla bláa fána, taka óróa- seggina fasta og færa þá um borð í skip og flytja þá hingað tafarlaust. Hér mætti koma þeim fyrir á heilsuhælum fyrir máttfarna taugasjúklinga og menn sem hafa ofreynt sig vitsmunalega! Fjár- munina sem verja átti í ræðisskrif- stofur væri við hæfi að nota til að greiða fyrir meðferðina. Allt myndi þetta fara fram með ró og spekt – og yrði eingöngu gert í mann- úðarskyni: til að stuðla að bættum skilningi milli Danmerkur og Ís- lands.“ Kristján reiddist einnig fram- komu Íslendinga þegar þeir kröfð- ust sérfána og fóru að halda blá- hvíta flagginu á lofti. Allt fór úr böndum hér heima þegar skipstjóri á dönsku varðskipi gerði slíkan fána upptækan í Reykjavíkurhöfn sumarið 1913. Múgæsingar urðu og danski fáninn var víða rifinn niður. Þetta frétti konungur og lét sér þá koma til hugar að senda herskip hingað til að skakka leikinn. Faðir hans hafði í lok Íslandsheimsóknar 1907 undirritað tilskipun um að Dannebrog skyldi vera eini rík- isfáninn á Íslandi. Hún var aðeins til í einu handriti og tókst íslenslu stjórnarskrifstofunni í Kaup- mannahöfn að „týna“ henni, kon- ungi til mikillar gremju. Hann fyr- irgaf aldrei Hannesi Hafstein, þegar ráðherrann sneri sér beint til Georgs Grikkjakonungs, föður- bróður Kristjáns, og spurði hvort honum væri sama þótt Íslendingar notuðu bláhvítan krossfána, líkan gríska konungsfánanum. Vildi senda herskip til að aga Íslendinga 1908 og 1913 REIDDIST ÞEGAR ÍSLENDINGAR HÖFNUÐU UPPKASTINU OG KRÖFÐUST SÉRFÁNA Konungshjónin Kristján X. með Alex- andrínu drottningu. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Eftir að hafa lesið dagbækurnar fékk ég allt aðra mynd en áður af Kristjáni X. Danakonungi, sam- skiptum hans við Íslendinga og af- stöðu hans til lands og þjóðar,“ segir Borgþór S. Kjærnested, sem er að senda frá sér bók með dag- bókafærslum síðasta konungs Ís- lands. Þessar dagbækur hafa verið lokaðar öllum fram til þessa. Mar- grét Dana- drottning veitti hins vegar Borg- þóri leyfi til að skrifa þær upp og gefa út eftir að borist höfðu meðmæli frá ís- lenskum og dönskum fræði- mönnum og Þjóðskjalasafni Danmerkur og Bertil Haarder, þá forseti danska þjóðþingsins, tekið erindið upp og stutt á fundi með drottningunni. Borgþór S. Kjærnested, fæddur 1943, hefur starfað sem fararstjóri og leiðsögumaður innanlands og utan í 35 ár. Hann þekkir vel til norrænna málefna eftir að hafa bú- ið um árabil í Finnlandi og Svíþjóð. Í áratug rak hann eigin fréttastofu fyrir Norðurlönd hér heima. Hann er mjög áhugasamur um norræna sögu og það var að loknum lestri nýlegrar danskrar bókar um Krist- ján X., Rytterkongen eftir Knud Jespersen, sem hann fór að velta fyrir sér hvaða gögn væru til um samskipti þessa síðasta konungs Íslands við landsmenn. „Það vakti furðu mína að ekkert var minnst á samskiptin við Ísland í bókinni,“ segir Borgþór. Hann hafði sam- band við höfundinn sem sagði hon- um að vissulega væru til gögn um þessi mál í skjalageymslu konungs- fjölskyldunnar í Amalíuborg, en þau væru öllum lokuð nema drottningin sjálf leyfði aðgang að þeim. Það hefði ekki verið gert. Áhugi Borgþórs var vakinn og með aðstoð Svans Kristjánssonar pró- fessors hófst hann handa um að reyna að fá aðgang að gögnunum. Gögnin reyndust vera 4 skjala- bögglar. Í þeim var m.a. að finna einkadagbækur konungs, um 500 þéttskrifaðar blaðsíður í stílabók- um, um samskiptin við Íslendinga frá 1908 og fram til 1932. Hafði konungur þann hátt á að endur- segja í dagbókunum alla fundi sem hann átti og hnýta við at- hugasemdum um viðmælendur sína og efni fundanna. Borgþór segir að konungur sé mjög per- sónulegur í þessum færslum og glöggt sjáist á rithönd hans þegar hann er í uppnámi yfir einhverjum málefnum eða skoðanaskiptum. Kristján X. var enn krónprins þegar dagbækurnar byrja og hafði þá aldrei til Íslands komið, en faðir hans, Friðrik VIII., var hér í frægri heimsókn 1907 og afi hans, Kristján IX., kom á þjóðhátíðina 1874. Krist- ján varð konungur eftir lát föður Borgþór Kjærnested.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.