Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 1
„Það er algert ævintýri að hafa fengið þetta
mót,“ sagði Gunnar Björnsson, forseti Skák-
sambands Íslands, í gær. Þá var hann á kafi í
undirbúningi fyrir Evrópumót landsliða í skák,
sem hefst í Laugardalshöll á morgun.
Unnið var að því í gær að breyta Laugardals-
höll í skákhöll á ný, en Evrópumótið er umfangs-
mesti skákviðburður sem fram hefur farið á Ís-
landi síðan þeir Bobby Fischer og Boris Spassky
tefldu einvígi um heimsmeistaratitilinn í
Laugardalshöll árið 1972. Skáklandslið 35 þjóða
taka þátt í mótinu og eru margir stigahæstu
skákmenn heims í hópi keppenda, þar á meðal
heimsmeistarinn Magnus Carlsen, sem fer fyrir
liði Norðmanna. Róbert Lagerman var að setja
upp fána þátttökuþjóðanna þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins leit inn í Laugardalshöllina síð-
degis í gær. gummi@mbl.is »22
„Algert ævintýri að hafa fengið þetta mót“
Morgunblaðið/Eggert
Laugardalshöll breytist í skákhöll á ný
F I M M T U D A G U R 1 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 266. tölublað 103. árgangur
HARÐKJARNA-
DJASS OG BLÚS-
AÐAR BALLÖÐUR
FLEIRI SÝNA
ARION BANKA
ÁHUGA
MYND UM FJÖL-
BREYTTA ÆVI
MYNDASMIÐS
VIÐSKIPTAMOGGINN PÁLL STEINGRÍMSSON 32DJASSDISKAÚTGÁFA 84
Einkadag-
bækur Kristjáns
X., síðasta kon-
ungsins sem ríkti
yfir Íslandi, sýna
að hann lét sér
tvívegis til hugar
koma að dönsk
herskip yrðu
send hingað til
að aga lands-
menn. Þetta var
þegar Uppkastinu var hafnað 1908
og í fánadeilunni 1913. Konungur
hafði hins vegar ekki stjórnskip-
unarlega stöðu til slíkra verka. Bók
með áður óbirtum dagbókarfærsl-
um konungs er að koma út. »44
Kristján X. vildi tví-
vegis senda herskip
til að aga Íslendinga
Ósáttur Kristján X.
vildi aga Íslendinga.
Eftirsótt vinna á Íslandi
» Þvert á neikvæðan flutn-
ingsjöfnuð íslenskra ríkis-
borgara er erlendum ríkis-
borgurum að fjölga á Íslandi.
» Skráningar á svonefndum
útsendum starfsmönnum frá
EES-svæðinu eru nærri fjórfalt
fleiri en allt árið í fyrra.
» Þá eru skráningar hjá starfs-
mannaleigum þegar þrefalt
fleiri en í fyrra.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lánasjóði íslenskra námsmanna
(LÍN) hafa borist töluvert færri um-
sóknir um námslán fyrir skólaárið
2015-16 en fyrir síðasta skólaár, ef
miðað er við umsóknartölur á sama
tíma í byrjun nóvember.
Umsóknir um námslán vegna
náms á Íslandi eru um 16% færri en í
byrjun nóvember í fyrra og munar
þar 1.000 nemendum. Umsóknum
vegna náms erlendis hefur fækkað
um 120, eða um 7% í heildina.
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir,
framkvæmdastjóri LÍN, segir enga
einhlíta skýringu á þessari þróun,
enda sé nemendum í íslenskum há-
skólum ekki að fækka samkvæmt
upplýsingum þaðan.
Átaksverkefni höfðu áhrif
„Að hluta til eru áhrif efnahags-
hrunsins að minnka. Á árunum eftir
hrun voru atvinnulausir á Íslandi
hvattir af stjórnvöldum til að fara í
nám frekar en að vera á atvinnu-
leysisbótum, með átakinu „nám er
vinnandi vegur“. Námi eða endur-
menntun þessara einstaklinga er
væntanlega að ljúka eða lokið.“
Hrafnhildur Ásta bendir á að skv.
upplýsingum frá systurstofnun LÍN
í Danmörku, SU, séu nú rúmlega
1.000 Íslendingar á svokölluðum SU-
styrk frá danska ríkinu. Íslenskum
SU-styrkþegum hafi fjölgað stöðugt.
Nemendum ytra ekki að fækka
„Því má segja að íslenskum nem-
endum í námi erlendis sé í raun ekki
að fækka,“ segir Hrafnhildur Ásta
og bætir því við að námsmenn er-
lendis séu í raun fleiri en umsókn-
artölur sjóðsins segi til um. Hún
bendir á umræðu um hvort nýnemar
á Íslandi dvelji nú e.t.v. einhverjum
árum lengur í heimahúsum en áður.
Færri sækja um námslán
Um 16% færri umsóknir hafa borist LÍN vegna náms á Íslandi en fyrir ári
Ásókn í danska styrki vegur á móti fækkun umsókna vegna náms erlendis
MUmsóknir hjá LÍN »6
Skipulagsyfirvöld í Reykjavík
hafa kynnt áform um að heimila
uppbyggingu allt að 15 þúsund fer-
metra af atvinnuhúsnæði á svæði
neðst við Bústaðaveg.
Á svæðinu er gert ráð fyrir 2-5
hæða byggð að jafnaði. Til greina
kemur að reist verði hærri hús á
lóðinni, sem er alls 3,6 hektarar.
Uppbyggingin er hluti af þeirri
áherslu borgaryfirvalda að þétta
byggð í borginni. Hafa þeir sem
hagsmuna eiga að gæta frest til 30.
nóvember nk. til að gera at-
hugasemdir. »20
Áforma nýja byggð
við Bústaðaveginn
Kristján Þór Júlíusson heilbrigð-
isráðherra tók í gær fyrstu skóflu-
stunguna að byggingu nýs sjúkra-
hótels á lóð Landspítalans við
Hringbraut og skrifaði einnig undir
samning við verktaka um byggingu
hótelsins. Páll Matthíasson, forstjóri
Landspítalans, sagði að með tilkomu
sjúkrahótelsins yrði hægt að út-
skrifa fólk fyrr og það væri einnig
mikilvægur hlekkur í þjónustu spít-
alans við alla landsmenn. »14, 50
Hafin bygging
sjúkrahótels
Morgunblaðið/Eva Björk
Upphaf Ráðherra tekur fyrstu stunguna.
Litlu jól Smáralindar
Frábær tilboð í allan dag og notaleg jólastemning.
Kynntu þér tilboðin og dagskrána á smaralind.is
Opið til kl. 21 í kvöld