Morgunblaðið - 12.11.2015, Síða 1

Morgunblaðið - 12.11.2015, Síða 1
„Það er algert ævintýri að hafa fengið þetta mót,“ sagði Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands, í gær. Þá var hann á kafi í undirbúningi fyrir Evrópumót landsliða í skák, sem hefst í Laugardalshöll á morgun. Unnið var að því í gær að breyta Laugardals- höll í skákhöll á ný, en Evrópumótið er umfangs- mesti skákviðburður sem fram hefur farið á Ís- landi síðan þeir Bobby Fischer og Boris Spassky tefldu einvígi um heimsmeistaratitilinn í Laugardalshöll árið 1972. Skáklandslið 35 þjóða taka þátt í mótinu og eru margir stigahæstu skákmenn heims í hópi keppenda, þar á meðal heimsmeistarinn Magnus Carlsen, sem fer fyrir liði Norðmanna. Róbert Lagerman var að setja upp fána þátttökuþjóðanna þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn í Laugardalshöllina síð- degis í gær. gummi@mbl.is »22 „Algert ævintýri að hafa fengið þetta mót“ Morgunblaðið/Eggert Laugardalshöll breytist í skákhöll á ný F I M M T U D A G U R 1 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  266. tölublað  103. árgangur  HARÐKJARNA- DJASS OG BLÚS- AÐAR BALLÖÐUR FLEIRI SÝNA ARION BANKA ÁHUGA MYND UM FJÖL- BREYTTA ÆVI MYNDASMIÐS VIÐSKIPTAMOGGINN PÁLL STEINGRÍMSSON 32DJASSDISKAÚTGÁFA 84  Einkadag- bækur Kristjáns X., síðasta kon- ungsins sem ríkti yfir Íslandi, sýna að hann lét sér tvívegis til hugar koma að dönsk herskip yrðu send hingað til að aga lands- menn. Þetta var þegar Uppkastinu var hafnað 1908 og í fánadeilunni 1913. Konungur hafði hins vegar ekki stjórnskip- unarlega stöðu til slíkra verka. Bók með áður óbirtum dagbókarfærsl- um konungs er að koma út. »44 Kristján X. vildi tví- vegis senda herskip til að aga Íslendinga Ósáttur Kristján X. vildi aga Íslendinga. Eftirsótt vinna á Íslandi » Þvert á neikvæðan flutn- ingsjöfnuð íslenskra ríkis- borgara er erlendum ríkis- borgurum að fjölga á Íslandi. » Skráningar á svonefndum útsendum starfsmönnum frá EES-svæðinu eru nærri fjórfalt fleiri en allt árið í fyrra. » Þá eru skráningar hjá starfs- mannaleigum þegar þrefalt fleiri en í fyrra. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) hafa borist töluvert færri um- sóknir um námslán fyrir skólaárið 2015-16 en fyrir síðasta skólaár, ef miðað er við umsóknartölur á sama tíma í byrjun nóvember. Umsóknir um námslán vegna náms á Íslandi eru um 16% færri en í byrjun nóvember í fyrra og munar þar 1.000 nemendum. Umsóknum vegna náms erlendis hefur fækkað um 120, eða um 7% í heildina. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir enga einhlíta skýringu á þessari þróun, enda sé nemendum í íslenskum há- skólum ekki að fækka samkvæmt upplýsingum þaðan. Átaksverkefni höfðu áhrif „Að hluta til eru áhrif efnahags- hrunsins að minnka. Á árunum eftir hrun voru atvinnulausir á Íslandi hvattir af stjórnvöldum til að fara í nám frekar en að vera á atvinnu- leysisbótum, með átakinu „nám er vinnandi vegur“. Námi eða endur- menntun þessara einstaklinga er væntanlega að ljúka eða lokið.“ Hrafnhildur Ásta bendir á að skv. upplýsingum frá systurstofnun LÍN í Danmörku, SU, séu nú rúmlega 1.000 Íslendingar á svokölluðum SU- styrk frá danska ríkinu. Íslenskum SU-styrkþegum hafi fjölgað stöðugt. Nemendum ytra ekki að fækka „Því má segja að íslenskum nem- endum í námi erlendis sé í raun ekki að fækka,“ segir Hrafnhildur Ásta og bætir því við að námsmenn er- lendis séu í raun fleiri en umsókn- artölur sjóðsins segi til um. Hún bendir á umræðu um hvort nýnemar á Íslandi dvelji nú e.t.v. einhverjum árum lengur í heimahúsum en áður. Færri sækja um námslán  Um 16% færri umsóknir hafa borist LÍN vegna náms á Íslandi en fyrir ári  Ásókn í danska styrki vegur á móti fækkun umsókna vegna náms erlendis MUmsóknir hjá LÍN »6  Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa kynnt áform um að heimila uppbyggingu allt að 15 þúsund fer- metra af atvinnuhúsnæði á svæði neðst við Bústaðaveg. Á svæðinu er gert ráð fyrir 2-5 hæða byggð að jafnaði. Til greina kemur að reist verði hærri hús á lóðinni, sem er alls 3,6 hektarar. Uppbyggingin er hluti af þeirri áherslu borgaryfirvalda að þétta byggð í borginni. Hafa þeir sem hagsmuna eiga að gæta frest til 30. nóvember nk. til að gera at- hugasemdir. »20 Áforma nýja byggð við Bústaðaveginn  Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra tók í gær fyrstu skóflu- stunguna að byggingu nýs sjúkra- hótels á lóð Landspítalans við Hringbraut og skrifaði einnig undir samning við verktaka um byggingu hótelsins. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði að með tilkomu sjúkrahótelsins yrði hægt að út- skrifa fólk fyrr og það væri einnig mikilvægur hlekkur í þjónustu spít- alans við alla landsmenn. »14, 50 Hafin bygging sjúkrahótels Morgunblaðið/Eva Björk Upphaf Ráðherra tekur fyrstu stunguna. Litlu jól Smáralindar Frábær tilboð í allan dag og notaleg jólastemning. Kynntu þér tilboðin og dagskrána á smaralind.is Opið til kl. 21 í kvöld
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.