Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 56
56 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Þann 5. nóvember sl. birtir Jóhann Unnsteinsson, endur- skoðandi og fulltrúi Félags löggiltra end- urskoðenda í endur- skoðendaráði, grein í Morgunblaðinu um hlutverk endurskoð- endaráðs. Með grein hans er loks rofin a.m.k. 6 ára þögn ráðsins við mikilli gagnrýni á störf þess og harka- lega framgöngu, sem ráðið hefur fram til þessa kosið að afgreiða með þögninni einni. Niðurstaða Jóhanns er í stuttu máli sú, að ráðið sé einungis að framfylgja lögum og skilja má á grein hans, að ekkert sé við störf ráðsins að athuga. Vart er um það ágreiningur að fara ber eftir lögum. Í því sam- hengi verður þó ávallt að hafa í huga, að löggjafinn setti á sínum tíma lög, sem oftast eru nefnd stjórnsýslulög og eiga að tryggja, að borgarar þessa lands eigi ávallt rétt á sanngjarnri og hóf- samri meðferð hins opinbera með vald sitt. Í þessum lögum er m.a. að finna reglu, sem oftast er nefnd meðalhófsreglan og gengur út á, að hið opinbera og stofnanir þess skuli aldrei beita strangari aðgerðum en nauðsynlegt er hverju sinni. Í framgöngu endur- skoðendaráðs hefur stundum mátt ætla að meðlimum þess hafi verið ókunnugt um þessa laga- grein, enda var ráðið tekið ær- lega á beinið af ráðherra vegna vöntunar á hófsemi á grunni þessarar greinar í máli und- irritaðs sl. vor. Segja má því, að öll lög, sem í gildi eru á Ís- landi, séu ávallt með stjórnsýslulögin sem „aftursætisökumann“ sem verður að taka tillit til. Við undirbúning að setningu laga um endurskoðendur (nr. 79/2009 – tóku gildi 1. janúar 2009) virðist sem þess hafi verið vandlega gætt, að enginn úr hópi einyrkja í endurskoðun kæmi að undirbún- ingi laganna, enda kom á daginn að eftir setningu þeirra virtist sem þeim hópi væri nánast gert ókleift að sinna sínu fagi – upp skyldi taka samstundis alþjóðlega endurskoðunarstaðla sem í dag mun vera háskólafag í 4-5 ár. Engin „sólarlagsákvæði“ virtist vera að finna fyrir eldri endur- skoðendur. Við nánari skoðun er þó eftirfarandi að finna í lögunum í 9. grein: „Endurskoðandi skal rækja störf sín í samræmi við al- þjóðlega endurskoðunarstaðla og alþjóðlega staðla um gæðaeftirlit sem teknir hafa verið upp í ís- lenskan rétt, sbr. 31. gr.“ Síðan kemur í bráðabirgðaákvæði II: „Þar til alþjóðlegir endurskoð- unarstaðlar hafa verið teknir upp í íslenskan rétt, skal endurskoðun skv. 9. gr. fara eftir góðri endur- skoðunarvenju“. Þetta ákvæði hefði varla verið sett inn nema eitthvað væri óklárt í þessari framkvæmd og tvíþætt ástæða þess er augljós: Staðlarnir hafa Þögn endurskoðendaráðs rofin Eftir Guðmund Jóelsson » Siðferðisleg hlið mála virðist ekki hafa verið fyrirferð- armikil í störfum endur- skoðendaráðs. Guðmundur Jóelsson Höfundur er löggiltur endurskoðandi. ekki enn verið þýddir á íslensku og ekki verið formlega birtir og svo er enn í dag. Í grein sinni kýs Jóhann að „sleppa“ því að minn- ast á 9. greinina – vindur sér beint í bráðabirgðaákvæðið og dregur þá ályktun þar af, að al- þjóðlegu staðlarnir séu einir í gildi. Vitanlega verður að skoða þessar tvær greinar í samhengi – annars væri engin þörf fyrir bráðabirgðaákvæðið. Í grein sinni fullyrðir Jóhann, án nokkurra röksemda, að yfir 90% endurskoðenda á Íslandi vinni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum – reynir augljóslega að láta líta svo út að aðeins sé um að ræða nokkra „þverhausa“ sem neita að vinna samkvæmt al- þjóðlegu stöðlunum. Í þessu sam- hengi skal aðeins á það bent, að í bréfi formanns FLE til ráðherra 26. maí, 2014 í máli undirritaðs, segir hann að u.þ.b. 2/3 endur- skoðenda á Íslandi styðjist við al- þjóðlega staðla. Það segir m.ö.o. að einn af hverjum þremur gerir það EKKI. Í sama bréfi við- urkennir formaðurinn einnig hina lagalegu óvissu, sem að nokkru leyti er fyrir hendi í þessum mál- um. Ekki verður sagt að mikil reisn sé yfir málflutningi Jóhanns í þessum efnum. Siðferðisleg hlið mála virðist ekki hafa verið fyrirferðarmikil í störfum endurskoðendaráðs. Í grein í Morgunblaðinu 27. mars sl. fjallaði undirritaður nokkuð um skipan endurskoðendaráðs og setti fram þá skoðun, að ekki sé nóg fyrir þá sem ráðið skipa að vera með hreint sakavottorð – ætlast verður til að bakgrunnur þessara einstaklinga sé með þeim hætti að vinna þeirra skapi skil- yrðislaust traust. Í þessu sam- hengi skal enn bent á, að tveir meðlimir endurskoðendaráðs (fulltrúar FLE) eru í beinni sam- keppni við undirritaðan á verk- efnamarkaðnum og hinn þriðji (fulltrúi Viðskiptaráðs) er sóttur nánast beint inn í stjórnir ákveð- inna hrunfyrirtækja, sem ollu fjölda fólks gríðarlegu tjóni. Bent hefur verið á, síðast í grein Vil- hjálms Bjarnasonar alþing- ismanns í Morgunblaðinu nýlega, að því sé fjarri að endurskoð- endastéttin á Íslandi hafi gert upp sinn hlut í aðdraganda hruns- ins og eftirminnileg er tilvitnun hans í setningu Nóbelsskáldsins um þögnina. Með þetta í huga er það nokkuð sérstakt, að þessa dagana eru einyrkjar í endurskoð- endastétt að fá, í gæðaeftirlits- skyni á vegum endurskoð- endaráðs, heimsókn frá endurskoðanda, sem áritaði árs- reikning Landsbanka Íslands 2007 fyrirvaralaust „korteri“ fyrir hrun. Ekki skal efast um að við- komandi sé með hreint sakavott- orð en er það nóg og er þetta vinnulag líklegt til að skapa traust á störfum endurskoðenda- ráðs? Samskiptum undirritaðs við endurskoðendaráð hafa verið gerð mjög góð skil af Agnesi Bragdótt- ur í greinum í Morgunblaðinu og má skoða þær á Facebook-síðu minni tengdri við heimasíðu FLE. Reyndar hefur þetta félag „mitt“ ekki séð ástæðu til að minnast einu orði á deilu mína við ráðið á sinni heimasíðu þrátt fyrir til- lmæli og segir það sína sögu. Ég get ekki stillt mig um að segja hér frá einu atviki til viðbótar. Í einu tilviki lá svo mikið við af hálfu ráðsins að koma í mínar hendur hótunarbréfi í tengslum við gæðaeftirlitið að ekki dugði minna til en að senda leigubíl- stjóra að heimili mínu með bréfið þar sem hann sat fyrir mér til að bréfið kæmist nú örugglega í hendur þrjótsins! En samkvæmt grein Jóhanns er þetta vinnulag eflaust bara í samræmi við gild- andi lög og óaðfinnanlegt! Að lokum þetta: Á aðalfundi Félags löggiltra endurskoðenda þann 31. október sl. tók til máls Sigurður Tóm- asson, fyrrverandi formaður FLE. Áttræður heiðursmaður í stétt endurskoðenda sem allir virða og leggja við hlustir, þegar hann kveður sér hljóðs. Sigurður fjallaði um störf endurskoð- endaráðs og gagnrýndi þau harkalega – kvað framgöngu ráðs- ins í máli undirritaðs ekkert ann- að en einelti yngri félagsmanna gegn einstaklingi, sem senn verð- ur 67 ára gamall. Sigurður lauk máli sínu með því að skora á þá þrjá endurskoðendur, sem sitja í ráðinu, að segja af sér. Eftir við- brögðum umræddra er nú kallað. Ég held bara, að ég sé alveg sammála Sigurði. www.fr.isEmail sylvia@fr.is Sylvía G.Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Sölufulltrúi María K. Jónsdóttir Sölufulltrúi SjöfnÓlafsdóttir Skrifstofa Brynjólfur Þorkelsson Sölufulltrúi ENGARSKULDBINDINGAR HRINGDUNÚNA 8208081
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.