Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst breytt skipulag neðst á Bú- staðavegi sem felur í sér uppbygg- ingu allt að 15 þúsund fermetra af húsnæði sem verður að jafnaði 2-5 hæðir. Á svæðinu eru nú Grillhúsið á Sprengisandi, hesthús í eigu Fáks og sjálfsafgreiðsla Atlantsolíu. Fram kemur í lýsingu skipulags- fulltrúa að svæðið er um 3,6 hekt- arar. Það afmarkast af Bústaðavegi til suðurs, Reykjanesbraut til aust- urs, göngustíg meðfram rampi frá Miklubraut til norðurs og íbúðar- húsalóðum við Byggðarenda til vest- urs. Deiliskipulagslýsingin hefur verið samþykkt til auglýsingar í um- hverfis- og skipulagsráði og er nú til kynningar. Veittur er frestur til 30. nóv. til að skila athugasemdum. Um er að ræða svonefnt þróunar- svæði Þ59 og eru þar tvær lóðir, Bú- staðavegur 151 og 153. Deiliskipulag fyrir Bústaðaveg 151 hefur verið í gildi frá maí 2005. Var þá gert ráð fyrir mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og nýsam- þykktu Svæðisskipulagi Reykjavík- ur 2040 hefur verið hætt við gerð mislægra gatnamóta. Áætlað er að á svæðinu geti risið allt að 15.000 fermetrar af atvinnu- húsnæði. Reiknað er með að há- marki 4.500 bílum á svæðinu á dag. Um 15 þúsund bílar fara um Bú- staðaveginn á þessum stað á sólar- hring og segir skipulagsfulltrúi að því þurfi mögulega að koma fyrir hringtorgi á svæðinu. Noti vistvæna ferðamáta „Þar sem nú þegar er mikið um- ferðarálag á Reykjanesbrautinni og Bústaðavegi á háannatíma er ekki ráðlegt að staðsetja þarna starfsemi sem hefur mikla umferðarsköpun í för með sér,“ skrifar skipulags- fulltrúi. „Lagt er til að þarna verði skrifstofur á efri hæðum með versl- un og þjónustu á jarðhæð sem gæti nýst þeim sem starfa á svæðinu og íbúum í nágrenninu. Vegna stað- setningar miðsvæðis í borginni er svæðið vel tengt hvað varðar al- menningssamöngur og hjólastíga. Því er mikilvægt að þau fyrirtæki sem koma til með að byggjast upp á svæðinu leggi áherslu á notkun vist- vænna ferðamáta.“ Skipulagsfulltrúi vísar svo til er- indis frá skrifstofu eigna og at- vinnuþróunar borgarinnar. Þar komi fram að í gildi sé samningur um niðurrif hesthúsa Fáks þegar Reykjavíkurborg óskar. Lengi hafi verið gert ráð fyrir að hesthúsin víki. Veitingahúsið og Atlantsolía séu með útrunna lóðarleigusamn- inga. Áformað er að vinna deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í desember 2015 til mars 2016 og kynna hana fyrir lóðarhöfum og íbú- um í mars eða apríl á næsta ári. Lokahluti þessa ferils er svo fyrir- huguð auglýsing á tillögunni í B- deild Stjórnartíðinda í ágúst næsta sumar. Samkvæmt því gæti upp- byggingin hugsanlega hafist í fyrsta lagi haustið 2016. Uppbyggingin er hluti af áform- um um þéttingu byggðar. Skammt frá stendur til að reisa um 1.100 íbúðir í Vogabyggð, vestanmegin Miklubrautar, og í Suður-Mjódd er áformuð uppbygging íbúða. Nýr borgarhluti við Bústaðaveg  Skipulagsyfirvöld í Reykjavík áforma allt að 15 þúsund fermetra af nýrri byggð á grónu svæði  Húsnæðið verður að jafnaði 2-5 hæðir  Gert ráð fyrir að umferð aukist um 4.500 bíla á dag Morgunblaðið/Júlíus Neðst á Bústaðavegi Á svæðinu eru nú m.a. hesthús á vegum Fáks og Grillhúsið Sprengisandi. Fyrirhugað byggingarsvæði við Bústaðaveg Kort: Google Heimild: Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar. „Þessi galli er í réttum litum,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri, sem í hádeginu í gær gerðist skógarhöggsmaður. Samkvæmt venju kom það í hlut borgarstjóra að fella jólatréð sem er gjöf Reyk- víkinga til íbúa Þórshafnar í Fær- eyjum. Tréð var fengið í Heiðmörk og áður en borgarstjóri hóf sög á loft fór hann í vinnugalla skógarhöggs- manna, sem er svartur og appels- ínugulur. Það eru líka litir íþrótta- félagsins Fylkis í Árbæ, en Dagur er þekktur stuðningsmaður þess. Færeyjatréð er 12 metra sitka- greni af Elliðavatnsheiði og var gróðursett árið 1962. Trénu verður nú komið í skip og síðan reist í miðbæ Þórshafnar. Þar verða ljós þess tendruð 29. nóvember. Þetta er í þriðja sinn sem sent er jólatré frá Reykjavík til Þórs- hafnar. Ýmis tengsl eru milli höf- uðstaðanna tveggja, svo sem á sviði menningarmála, að sögn Dags B. Eggertssonar, og er vilji til að efla þau. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógarhögg Dagur B. Eggertsson með trjásögina í Heiðmörkinni í gær. Borgarstjórinn felldi Færeyjatréð RNH, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt, vekur athygli á fundi um Valdatíð Davíðs Politica, félag stjórnmálafræðinema í Háskóla Íslands Kl. 19.30 fimmtudaginn 12. nóvember Stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir Framsögumenn: Hannes H. Gissurarson prófessor, Vilhjálmur Egilsson, rektor og fyrrv. alþingismaður, Ögmundur Jónasson, fyrrv. ráðherra Valdatíð Davíðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.