Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa
auglýst breytt skipulag neðst á Bú-
staðavegi sem felur í sér uppbygg-
ingu allt að 15 þúsund fermetra af
húsnæði sem verður að jafnaði 2-5
hæðir. Á svæðinu eru nú Grillhúsið
á Sprengisandi, hesthús í eigu Fáks
og sjálfsafgreiðsla Atlantsolíu.
Fram kemur í lýsingu skipulags-
fulltrúa að svæðið er um 3,6 hekt-
arar. Það afmarkast af Bústaðavegi
til suðurs, Reykjanesbraut til aust-
urs, göngustíg meðfram rampi frá
Miklubraut til norðurs og íbúðar-
húsalóðum við Byggðarenda til vest-
urs. Deiliskipulagslýsingin hefur
verið samþykkt til auglýsingar í um-
hverfis- og skipulagsráði og er nú til
kynningar. Veittur er frestur til 30.
nóv. til að skila athugasemdum.
Um er að ræða svonefnt þróunar-
svæði Þ59 og eru þar tvær lóðir, Bú-
staðavegur 151 og 153.
Deiliskipulag fyrir Bústaðaveg
151 hefur verið í gildi frá maí 2005.
Var þá gert ráð fyrir mislægum
gatnamótum Reykjanesbrautar og
Bústaðavegar. Með Aðalskipulagi
Reykjavíkur 2010-2030 og nýsam-
þykktu Svæðisskipulagi Reykjavík-
ur 2040 hefur verið hætt við gerð
mislægra gatnamóta.
Áætlað er að á svæðinu geti risið
allt að 15.000 fermetrar af atvinnu-
húsnæði. Reiknað er með að há-
marki 4.500 bílum á svæðinu á dag.
Um 15 þúsund bílar fara um Bú-
staðaveginn á þessum stað á sólar-
hring og segir skipulagsfulltrúi að
því þurfi mögulega að koma fyrir
hringtorgi á svæðinu.
Noti vistvæna ferðamáta
„Þar sem nú þegar er mikið um-
ferðarálag á Reykjanesbrautinni og
Bústaðavegi á háannatíma er ekki
ráðlegt að staðsetja þarna starfsemi
sem hefur mikla umferðarsköpun í
för með sér,“ skrifar skipulags-
fulltrúi. „Lagt er til að þarna verði
skrifstofur á efri hæðum með versl-
un og þjónustu á jarðhæð sem gæti
nýst þeim sem starfa á svæðinu og
íbúum í nágrenninu. Vegna stað-
setningar miðsvæðis í borginni er
svæðið vel tengt hvað varðar al-
menningssamöngur og hjólastíga.
Því er mikilvægt að þau fyrirtæki
sem koma til með að byggjast upp á
svæðinu leggi áherslu á notkun vist-
vænna ferðamáta.“
Skipulagsfulltrúi vísar svo til er-
indis frá skrifstofu eigna og at-
vinnuþróunar borgarinnar. Þar
komi fram að í gildi sé samningur
um niðurrif hesthúsa Fáks þegar
Reykjavíkurborg óskar. Lengi hafi
verið gert ráð fyrir að hesthúsin
víki. Veitingahúsið og Atlantsolía
séu með útrunna lóðarleigusamn-
inga. Áformað er að vinna
deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í
desember 2015 til mars 2016 og
kynna hana fyrir lóðarhöfum og íbú-
um í mars eða apríl á næsta ári.
Lokahluti þessa ferils er svo fyrir-
huguð auglýsing á tillögunni í B-
deild Stjórnartíðinda í ágúst næsta
sumar. Samkvæmt því gæti upp-
byggingin hugsanlega hafist í fyrsta
lagi haustið 2016.
Uppbyggingin er hluti af áform-
um um þéttingu byggðar. Skammt
frá stendur til að reisa um 1.100
íbúðir í Vogabyggð, vestanmegin
Miklubrautar, og í Suður-Mjódd er
áformuð uppbygging íbúða.
Nýr borgarhluti við Bústaðaveg
Skipulagsyfirvöld í Reykjavík áforma allt að 15 þúsund fermetra af nýrri byggð á grónu svæði
Húsnæðið verður að jafnaði 2-5 hæðir Gert ráð fyrir að umferð aukist um 4.500 bíla á dag
Morgunblaðið/Júlíus
Neðst á Bústaðavegi Á svæðinu eru nú m.a. hesthús á vegum Fáks og Grillhúsið Sprengisandi.
Fyrirhugað byggingarsvæði við Bústaðaveg
Kort: Google
Heimild: Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar.
„Þessi galli er í réttum litum,“
sagði Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri, sem í hádeginu í gær gerðist
skógarhöggsmaður. Samkvæmt
venju kom það í hlut borgarstjóra
að fella jólatréð sem er gjöf Reyk-
víkinga til íbúa Þórshafnar í Fær-
eyjum.
Tréð var fengið í Heiðmörk og
áður en borgarstjóri hóf sög á loft
fór hann í vinnugalla skógarhöggs-
manna, sem er svartur og appels-
ínugulur. Það eru líka litir íþrótta-
félagsins Fylkis í Árbæ, en Dagur
er þekktur stuðningsmaður þess.
Færeyjatréð er 12 metra sitka-
greni af Elliðavatnsheiði og var
gróðursett árið 1962. Trénu verður
nú komið í skip og síðan reist í
miðbæ Þórshafnar. Þar verða ljós
þess tendruð 29. nóvember.
Þetta er í þriðja sinn sem sent er
jólatré frá Reykjavík til Þórs-
hafnar. Ýmis tengsl eru milli höf-
uðstaðanna tveggja, svo sem á sviði
menningarmála, að sögn Dags B.
Eggertssonar, og er vilji til að efla
þau. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skógarhögg Dagur B. Eggertsson með trjásögina í Heiðmörkinni í gær.
Borgarstjórinn
felldi Færeyjatréð
RNH, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt,
vekur athygli á fundi um Valdatíð Davíðs
Politica, félag stjórnmálafræðinema í Háskóla Íslands
Kl. 19.30 fimmtudaginn 12. nóvember
Stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands
Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir
Framsögumenn:
Hannes H. Gissurarson prófessor,
Vilhjálmur Egilsson, rektor og fyrrv. alþingismaður,
Ögmundur Jónasson, fyrrv. ráðherra
Valdatíð
Davíðs