Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 60
SÍMAR, SJÓNVÖRP og raftæki60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Viltu gerast Íslandsforeldri Fjölskyldu- hjálpar Íslands með eingreiðslu eða mánaðarlegum greiðslum og aðstoða okkur við að úthluta hollari matvælum eins og fiski, ávöxtum, grænmeti, lýsi og fl. til barnafjölskyldna sem til okkar leita. Íslandsforeldrar óskast Allar upplýsingar á heimasíðu okkar: fjolskylduhjalp.isEyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is GLERHANDRIÐ Mælum, framleiðum, útvegum festingar og setjum upp. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI Girndargripir græjufíkilsins Mikið afskaplega er það almennilegt af hugvitsmönnum um allan heim að búa í sífellu til ný rafmagnstæki sem létta okkur lífið og gera daginn skemmtilegri. Ef eitthvað er þá er framboðið svo mikið að erfitt er fyrir hinn venjulega neytanda að henda reiður á úrvalinu og gera upp við sig hvað hann vill kaupa og hverju má sleppa. Blaðamaður Morgunblaðsins fór á stúfana og fann nokkrar eigulegar græjur, stórar jafnt sem smáar, sem kjörið er að setja á óskalistann þessi jólin. Svo er bara að vona að jólasveinninn fylgist vel með og velji rétta glaðninginn í pakkann. Það er eitthvað svo ómót- stæðilegt við þá tilhugsun að eiga hátalara í stofunni sem kosta á við árslaun há- tekjumanns. Nýju Beolab 90-hátalararnir frá Bang & Olufsen falla í þann flokk en komnir til landsins ættu þessir hátalarar að kosta vel yfir tíu milljónir króna. Fyrir allan peninginn fær fólk fjórtán hátalara og fjóra magnara. Há- talararnir beinast í all- ar áttir og inn- byggður hugbúnaður lagar hljóðið að hvaða rými sem er svo að tónlistin á að hljóma óáðfinnanlega hvort heldur í lítilli kompu eða í risastórum sal á ættaróðalinu. Eins og með önnur raftæki frá Bang & Oluf- sen er útlit hátalaranna í algjörum sérflokki og sennilega jafngaman að horfa á hátalarana inni í stofu eins og að hlusta á tónlist- ina sem streym- ir úr þeim. Beolab 90-hátalarar frá Bang & Olufsen Þeir sem eiga gæludýr kannast margir við hversu erfitt það getur verið þegar loðbarnið týnist. Eftir sitja eigendurnir, að farast úr áhyggjum, dreifandi miðum í næstu hús og skeytum á dýravina- hópana á Facebook, ef einhver skyldi hafa séð kisa eða voffa á flækingi. Uppfinningamenn hafa á und- anförnum árum reynt að leysa vandann með því að setja gps- tæki á hálsólina. Hingað til hefur tæknin samt ekki þótt mjög vel heppnuð, gps-tækin verið stór og þung og haft takmarkaða hleðslu- getu. Gps-ólin Nuzzle virðist leysa öll gömlu vandamálin og er þetta litla tæki troðfullt af skynjurum og sendum og alls kyns snjall-fídusum. Nuzzle notast meðal annars við farsímakerfið til að senda upplýs- ingar til eigandans, sem getur fylgst með ferðum dýrsins í snjall- símanum sínum. Skynjarar láta vita ef dýrið hefur fengið á sig högg og vakta líka hitastigið. Safnað er fyrir Nuzzle á Indie- gogo og hægt að tryggja sér eintak þar á 159 dali. Nuzzle hátækni gps-hálsól fyrir uppáhalds gæludýrin Vel tengt úr frá Tag Heuer Svissnesku úraframleiðendurnir hafa lent í smávægilegri tilvistarkreppu vegna vinsælda snjallúranna. Fullkomin snjallúr eru skemmtileg tæki en það er samt líka eitthvað ómótstæðilegt við flókið gangverk í handsmíðuðu arm- bandsúri. Nýjasta úrið frá Tag Heuer kemst nálægt því að blanda saman því besta úr báðum heimum. Við fyrstu sýn lítur úrið út eins og hvert annað sportlegt úr frá Tag Heuer, en í reynd er úrið ekki með vísa og skífu heldur snertiskjá. Skjárinn birtir meðal annars upplýs- ingar um vindátt og veðurfar og getur mælt upplýsingar um notandann eins og hversu mörg skref hann hefur gengið þann daginn. Úrið notar android- stýrikerfi og getur vitaskuld líka keyrt ýmis snjallforrit. ai@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.