Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 69
Steinari og hann kvaddi alltof fljótt. Ég er þakklát fyrir allar góðu stundirnar og liðsinnið sem hann veitti mér. Vandamönnum hans votta ég samúð mína. Helga Jónsdóttir. Okkar kæri vinur, Árni Stein- ar, er látinn langt um aldur fram. Eflaust feginn hvíldinni eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Kynni okkar hófust fyrir um þremur áratugum gegn- um störf okkar að garðyrkju- og umhverfismálum sveitarfélaga sem við öll unnum við, þá Árni Steinar hjá Akureyrarbæ, en við hjá Seltjarnarnesi og Garðabæ. Gestrisinn var hann í meira lagi, ekki amalegt að koma í matarboð til Árna Steinars, þá var oft glatt á hjalla og margt skrafað. Frá- sagnir hans lifandi og skemmti- legar af mönnum og málefnum. Hann var hrókur alls fagnaðar og leitun að skemmtilegri félaga. Við félagarnir fyrir sunnan hitt- umst þegar Árni Steinar átti leið suður yfir heiðar. Árni Steinar boðaði vorið 1992 garðyrkjustjóra sveitarfélaga til Akureyrar til formlegs stofn- fundar Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga, sem hans hugmynd var að skammstafa SAMGUS. SAM- GUS hefur síðan þróast og vaxið í um fimmtíu félagsmenn frá um- hverfis- og tæknideildum sveitar- félaga og stofnunum í eigu þeirra. Árni Steinar fór á Alþingi, þar fengum við einnig að fylgjast með og loks lauk hann starfsæv- inni sem umhverfisstjóri Fjarða- byggðar. Hugmyndir Árna Steinars fengu ávallt góðan hljómgrunn enda var hann með afbrigðum hugmyndaríkur. Aldr- ei talaði hann illa né niðrandi um fólk. Hann hafði mannbætandi áhrif á alla sem umgengust hann. Árni Steinar skilur eftir sig þekkingu víða í samfélaginu, hann var gerður að heiðursfélaga SAMGUS 2014 fyrir brautryðj- andastörf sín fyrir samtökin og framlag til umhverfismála sveit- arfélaga. Heiðursmerki SATS, Samtaka tæknimanna sveitarfé- laga, árið 2014 var Árni Steinar sæmdur fyrir vel unnin störf á sviði umhverfis-, framkvæmda- og tæknimála hjá sveitarfélögum og fyrir framtak til eflingar sam- tökum tæknimanna sveitarfélaga í heild og fyrir félagsstörf í þágu samtakanna. Það er skarð höggv- ið í raðir garðyrkju- og umhverf- ismála hjá sveitarfélögum, en við höldum áfram að fegra bæina okkar og minnumst Árna Stein- ars í verkum okkar. Við vinkonur og félagar SAMGUS kveðjum með trega þennan góða dreng og sendum Valrós Árnadóttur, móð- ur Árna Steinars, og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur. Steinunn Árnadóttir og Erla Bil Bjarnardóttir. „Er það hér sem maður setur á sig nýrnabeltin,“ sagði Árni Steinar þegar við beygðum út á Vestfjarðarveginn á leið til Ísa- fjarðar. Í pólitísku samstarfi eignast maður fáa vini – en góða. Árni Steinar var einn slíkur. Glaðværðin, frásagnarlistin og einlægnin einkenndi þennan mikla höfðingja. Betri ferða- félaga var vart hægt að hugsa sér. Ég minnist áranna sem við áttum saman á þingi 1999-2003. Við tókum oft saman sennurnar á löngum þingfundum við and- stæðingana og höfðum gaman af. Árni Steinar var einstakur baráttumaður með mikinn sann- færingarkraft, naut alþýðuhylli og allir vissu að honum mátti treysta. Lýðræðisástin og lands- byggðarmálin voru honum afar hugleikin. Hann naut virðingar hvar sem hann fór, glæsilegur í fasi, flugmælskur og leiftrandi af kímni. Vinsældir og stefnufesta geta kallað fram önnur viðbrögð og fór Árni Steinar ekki varhluta af þeim. Eftirminnilegt er þegar honum var meinað að halda há- tíðarræðu á Sjómannadaginn af því að skoðanir hans í sjávarút- vegsmálum féllu ekki að geði ráð- andi manna. Árni Steinar gekk til liðs við Vinstri hreyfinguna grænt fram- boð 1999 og bauð sig fram í Norð- urlandskjördæmi eystra og náði þar kjöri. Vinsældir Árna og málafylgja áttu stóran þátt í að VG fékk kjörna menn á þing. Árni varð einn af varaforsetum Alþingis og virkur í mótun stefnu og ásýnd Vinstri grænna fyrstu árin. Hann vildi sjá brýnustu mál sín ná fram og verða að veruleika og þá sérstaklega fyrir lands- byggðina. Hugur Árna Steinars stóð áfram til pólitísks starfs. Við kjördæmabreytinguna og kosn- ingarnar 2003 færði hans sig um set og skipaði 2. sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi. Munaði hársbreidd að hann næði kjöri. Félagar hans minnast góðs liðs- anda og beittrar kosningabar- áttu. Má velta fyrir sér áhrifum þess, ef Árna Steinars hefði notið lengur við á Alþingi. Árni Steinar hafði áður staðið að stofnun Þjóðarflokksins 1987 og skorti örfá atkvæði til þess að ná kosningu 1991 fyrir þann flokk í Norðurlandskjördæmi eystra. Árni var einlægur andstæð- ingur umsóknar og inngöngu Ís- lands í Evrópusambandið. Í Morgunblaðinu 6. apríl 1991 birt- ist stutt viðtal við Árna Steinar, þá efsta manns á lista Þjóðar- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Þar lýsir hann pólitískri stefnu sinni og lífssýn sem hann var alla tíð trúr: „Við teljum að sérstaða Ís- lands sé það mikil að aðild að Evrópusambandinu samrýmist ekki hagsmunum okkar … Ég tel að þessi bandalög leiði alltaf til miðstýringar og að árið 2010 til 2030 muni menn slíta sig undan miðstýringarvaldinu í Brussel um alla Evrópu. Hagræðingin við sameiningu gengur kannski í einn til tvo ára- tugi en síðan koma stöðnunarein- kenni og hnignun sem leiða til þess að bandalög af þessu tagi leysast upp.“ Megi hugsjónir, einlægni og baráttugleði Árna Steinars verða okkur hvatning og vegvísir um ókomin ár. Við þökkum Árna Steinari samferðina og geymum hlýjar minningar frá góðum stundum sem við áttum saman og nutum. Blessuð veri minning Árna Stein- ars Jóhannssonar. Fjölskyldunni allri sendum við einlægar samúðarkveðjur. Jón Bjarnason og Ingibjörg Kolka. Góður vinur er fallinn frá. Enn erum við minnt á að enginn fær spornað við straumi tímans. Það var sumarið 1977 sem fundum okkar Árna Steinars fyrst bar saman. Ég var þá í mínu fyrsta sumarstarfi eftir að hafa hafið nám í landslagsarki- tektúr í Bretlandi og Árni Stein- ar kom í heimsókn á teiknistof- una. Það fór ekki á milli mála að þarna var sterkur persónuleiki: fyrirferðarmikill, sjálfsöruggur, fullur af lífsgleði og í einkar vel burstuðum skóm og straujaðri skyrtu. Það var ekki hægt annað en að líka vel við hann. Líf Árna Steinars snerist um fólk; hvort sem heldur var í gegn- um dagleg störf eða áhugamál. Hann hafði sterkar skoðanir og var sérstaklega áhugasamur um þjóðmál; virkur í félags- og stjórnmálum og beitti sér alla tíð fyrir hagsmunum landsbyggð- arinnar. Hann mátti fátt aumt sjá án þess að reyna að aðstoða á all- an þann hátt sem hann gat. Sem garðyrkju- og umhverfisstjóri Akureyrar – og síðar Fjalla- byggðar – vann hann mikið þrek- virki og klæddi höfuðstað Norð- urlands í þá grænu kápu sem við þekkjum í dag. Árni Steinar hafði einstakt lag á að ná athygli fólks og var hrókur alls fagnaðar. Frá- sagnargleði hans var einstök og hann gat hrifið alla viðstadda með sér með skemmtilegum sög- um. Oft bjargaði hann sér fyrir horn með hnyttinni frásögn þeg- ar hann var illa undirbúinn fyrir fund eða átti eftir að skila af sér verkefni. Honum einfaldlega fyr- irgafst allt. Gallalaus var hann þó ekki eða fullkominn – sem betur fer, en manni þótt ekki síður vænt um gallana. Nú við þáttaskil minnist ég ógleymanlegra ferða norður í land með góðum vinum, því höfð- ingi var hann heim að sækja og örlátur á allt sem hann hafði af gefa. Ég minnist þar fallegustu norðurljósa sem ég hef nokkurn tíma séð. Ég minnist allra ferða- laganna til erlendra borga þar sem við tókum þátt í alþjóðlegu verkefni um borgarskógrækt. Betri ferðafélaga var vart hægt að hugsa sér. Ég minnist ferðar til Færeyja þar sem hann átti eyjarnar í þrjá daga í sínum síða frakka og vel burstuðu skóm. Ég minnist ótal símtala og rök- ræðna, sem oftast var stjórnað af honum, því það var honum ein- faldlega eðlislægt. Hann var heimsborgari og drengur góður. Ég kveð góðan vin og bið hon- um blessunar og velfarnaðar um ókunna stigu og ljóssins heim. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir. Ungi, geðþekki og glaðlyndi Dalvíkingurinn með harða norð- lenska framburðinn tengist mörgum okkar bestu minningum frá námsárunum í Kaupmanna- höfn. Árni Steinar var ókrýndur leiðtogi hóps Íslendinga sem dvaldi við nám og störf í borginni við sundin upp úr miðjum átt- unda áratuginum. Hann sat í stjórn Íslendingafélagins, var líf- ið og sálin í flestum formlegum og óformlegum viðburðum í Jónshúsi, var að sjálfsögðu einn af stofnendum kórsins og lét sig aldrei vanta á æfingar. Árni var traustur drengur með stórt og viðkvæmt hjarta og mikla drauma, hann hafði gaman af því að segja frá og hló hæst og mest að eigin vitleysu. Hann var sannkallaður „livskunstner“ sem naut þess að tala um mat, elda og borða og við leyfum okkur að fullyrða að hann hafi verið einn besti dansherra Kaupmanna- hafnar. Þegar maður er fjarri heima- högum er fátt dýrmætara en að eignast slíkan vin sem Árni var, hann opnaði ekki aðeins dyrnar að heimili sínu í Valkyriegade fyrir okkur heldur einnig að stórum skemmtilegum vinahópi. Þó hann nyti dvalarinnar í Kaup- mannahöfn var hugurinn oft heima á Dalvík hjá mömmu hans og systkinum og það leyndi sér ekki hvað þau voru honum kær. Við héldum áfram að njóta vin- áttu Árna og einstakrar hugul- semi eftir að við snerum aftur heim að námi loknu, hann til að taka við starfi garðyrkjustjóra Akureyrarbæjar. Með árunum skildi leiðir að mestu en væntumþykjan var allt- af til staðar. Við minnumst vinar okkar með virðingu og þakklæti og sendum móður hans, systkin- um og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveður. Nanna K. Christiansen, Ester Hjartardóttir og Sjøfn Har. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þessi orð koma í hugann þegar við kveðjum kæran vin og sam- starfsfélaga, Árna Steinar Jó- hannsson. Það var ávallt tilhlökkunarefni að mæta á stjórnarfundi RARIK, í blandi við alvöruna var stutt í hlátur og skemmtilegar sögur og sögumaðurinn nær alltaf okkar ástkæri Árni Steinar. Það var ótrúleg næmni hans á skoplegri hlið mála. Þessar sögur meiddu engan og oftar en ekki voru þær á eigin kostnað og þó nokkrar af ást- kærri móður hans sem nú lifir son sinn. Árni Steinar hafði mjög góða nærveru, var gegnheill og drenglundaður. Árni átti ríkan þátt í því að stjórnarstörfin snerust alfarið um hagsmuni RARIK og við- skiptamanna félagsins, en ekki pólitískar skoðanir nefndar- manna þó skipun þeirra sé póli- tísk. Árni Steinar var mjög vin- margur og átti gott tengslanet. Hann var mjög glöggur og fljótur að greina málin. Duglegur að vinna skoðunum sínum og stefnumálum fylgi. Ef honum þóttu stjórnvöld ekki sýna mál- efnum nægjanlegan skilning tók hann sér nokkurra daga frí, fór á sinn gamla vinnustað, settist að á kaffistofu Alþingis og ræddi svo við þá sem málefnin varðaði hvar í pólitík sem þeir stóðu. Þá var Árni Steinar í essinu sínu. Árni Steinar var mikið nátt- úrubarn og helgaði meirihluta starfsævinnar garðyrkjutengd- um verkefnum. Skipulagði græn svæði sveitarfélaga, gróðursetti og hreinsaði fjörur. Merkilegt hvað sumir áorka miklu á skammri ævi. Árni Steinar, blessaður karl- inn, gleymdi stundum að huga að sjálfum sér og eigin heilsu. Við gerðum okkur grein fyrir því að smátt og smátt dró af Árna Steinari og nokkrir mánuðir eru síðan kærkomnar símhringingar á laugardagsmorgnum þögnuðu. Vottum móður Árna Steinars og fjölskyldu okkar dýpstu sam- úð. Meðstjórnendur Árna Stein- ars í stjórn RARIK 2008-2014, Ingibjörg Sigmundsdóttir, Huld Aðalbjarnardóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Valdimar Guðmannsson. Árið 1979 kom til starfa hjá Akureyrarbæ ungur og vel menntaður garðyrkjumaður, sem hafði þá nýlokið framhalds- menntun í faginu við Landbún- aðarháskólann í Kaupmanna- höfn. Hann gerðist strax umsvifamikill. Árni Steinar Jó- hannsson starfaði samfellt í tutt- ugu ár á vegum bæjarins, fyrst sem garðyrkjustjóri og síðar sem umhverfisstjóri. Akureyri var á þessum árum vel gróinn bær. Höfðu margir ötulir frumkvöðlar unnið stór- virki bæði innan bæjarlandsins og í nánasta umhverfi bæjarins. Árni tók við merki frumkvöðl- anna. Hann beitti sér af miklu afli fyrir því að gróðursetja tré í bæj- arlandinu, sem tók með tímanum á sig gjörbreytta mynd. Árni átti hugmyndina að því að rækta gróðurbelti umhverfis bæinn, sem gekk undir nafninu „græni trefillinn“ og setur nú mikinn svip á bæjarlandið. Sem garðyrkju- og umhverf- isstjóri lagði Árni Steinar sig fram um að vera í góðu sambandi við atvinnustarfsemi á Akureyri. Hafa menn úr atvinnulífinu sagt mér að hann hafi lagt sig í líma við að greiða götu þeirra eftir því sem mögulegt var, enda var Árni maður greiðvikinn með afbrigð- um og gott til hans að leita. Leiðir okkar lágu iðulega sam- an. Á vorin fórum við oftar en ekki í heimsókn til Ísleifs á Vögl- um til að undirbúa framkvæmdir, Árni á vegum Akureyrarbæjar og ég á mínu einkalandi. Árni var mjög fróður um trjárækt og ör- látur á góð ráð. Það kom oft í hlut Árna að taka á móti gestum á vegum Ak- ureyrarbæjar. Í því starfi naut Árni sín ekki síður en í umhverf- ismálunum, enda hafði hann yndi af því að kynnast fólki og hélt góðu sambandi við þá mörgu sem hann bast vinaböndum. Árni Steinar var sannkallaður afreksmaður á sviði umhverfis- mála. Mun hans verða lengi minnst fyrir þann stóra þátt sem hann á í bæjarmyndinni, sem Ak- ureyringar eru réttilega stoltir af. Árna rann til rifja hve lands- byggðin átti erfitt með að styrkja stöðu sína gagnvart höfuðborg- inni. Þátttaka hans í stjórnmál- um var ekki síst helguð því að bæta úr þessu. Á vegum Þjóðarflokksins, þar sem Árni var í framboði, var höf- uðáhersla lögð á að freista þess að stöðva fólksflótta frá lands- byggð til höfuðborgar. Þótt Þjóð- arflokkurinn kæmi engum manni að í kosningum 1991 vakti athygli að langbestur árangur varð í Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem Árni var oddviti flokks- ins, þekktur af störfum sínum og vinsæll. Árni Steinar gekk síðan til liðs við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, varð þingmaður flokks- ins kjörtímabilið 1999-2003 og hélt áfram baráttu sinni fyrir landsbyggðina. Eftir að Árni lét af þing- mennsku hóf hann störf sem um- hverfisstjóri Fjarðabyggðar og skilaði þar miklu starfi, sem var metið að verðleikum. Síðustu ár Árna Steinars voru erfið og þjáningarfull. Sjúkdóm- urinn sem lagðist á hann var mis- kunnarlaus og hjó á flestar ræt- ur. Árni var að eðlisfari stoltur maður og vék sér undan vor- kunn. Hann ákvað að útförin yrði í kyrrþey. Nánustu ættingjar Árna Steinars veittu honum þá traustu og góðu aðhlynningu sem hann þarfnaðist. Þeim sendi ég mínar samúðar- kveðjur. Tómas I. Olrich. Ef ég ætti að lýsa Árna Stein- ari Jóhannssyni með einu orði myndi ég velja lýsingarorðið skemmtilegur. Árni Steinar var með allra skemmtilegustu mönn- um sem ég hef kynnst á lífsleið- inni. Frásagnargáfu hans var við- brugðið. Venjulegir og að jafnaði held- ur óspennandi atburðir, fundir og ferðalög, urðu að litríkum og stórskemmtilegum ævintýrum í frásögn Árna Steinars. Reyndar varð allt skemmtilegt í hans ná- vist en ekki versnaði það í vel kryddaðri frásögn að hætti sagnameistarans. Árni Steinar skar sig úr hópn- um enda ekki gefinn fyrir að fara troðnar slóðir. Hann stendur mér fyrir hug- skotssjónum á skjannahvítri skyrtu og með bindi, svellfínn á frakkanum og gljáfægðum skóm, þegar við hin töldum okkur vera að klæðast eftir veðri og aðstæð- um í vindúlpum og göngukloss- um. Einhvern veginn kom það þó þannig út að Árni Steinar væri sá eini sem kynni að klæða sig, við hin hálfafkáraleg fyrir vikið! Árna Steinari kynntist ég fyrst í gegnum pólitíkina. Við buðum okkur báðir fram undir merkjum Alþýðubandalags og óháðra í þingkosningunum árið 1995. Á þessum tíma var Árni Stein- ar ekki fremur en ég reiðubúinn að ganga inn í Alþýðubandalagið, enda enn forystumaður Þjóðar- flokksins. Í kosningunum 1991 hafði munað fáeinum atkvæðum að þessi skeleggi formaður þess flokks hlyti kosningu til þings í Norðausturkjördæmi. Við vorum ekki einir um að koma inn í kosningabaráttuna vorið 1995 með þessum hætti. Það átti til dæmis við um þriðj- unginn af framboðslista Alþýðu- bandalags og óháðra í Reykjavík. Í uppstokkuninni miklu í að- draganda þingkosninganna 1999 þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin urðu til vorum við Árni Steinar sestir saman undir árar á báti VG. Báð- ir vorum við kjörnir á þing í þess- um kosningum og urðu samskipti okkar nú miklu meiri. Áður hafði tekist með okkur góð vinátta og bar þar aldrei skugga á. Árni Steinar Jóhannsson var ekki aðeins skemmtilegur maður og vel máli farinn. Hann var skarpgreindur og glöggskyggn á stefnur og strauma og var jafnan gefandi að leita til hans um mat á aðstæðum eða bara til að spjalla. Nú vildi ég að þær spjallstundir hefðu orðið fleiri. Það er mikil eftirsjá að Árna Steinari Jóhannssyni. Fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Ögmundur Jónasson. MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SIGURBJÖRG MARKÚSDÓTTIR (Lilla), Fensölum 6, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu laugardaginn 7. nóvember. Jarðsungið verður frá Kópavogskirkju föstudaginn 13. nóvember klukkan 13. . Aldís Guðmundsdóttir, Bjarni Þormóðsson, Gerður Guðmundsdóttir, Óskar Þorbergsson, Már Guðmundsson, Björg Sigmundsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Sigurður Björnsson, ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, ÁRNI STEINAR JÓHANNSSON umhverfisstjóri og fyrrverandi alþingismaður, lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, sunnudaginn 1. nóvember 2015. Útför hans fór fram í kyrrþey frá Dalvíkurkirkju mánudaginn 9. nóvember. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall hans. . Valrós Árnadóttir, Friðbjörg Jóhannsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Óli Þór Jóhannsson, Ingunn Bragadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.