Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015
Tryggvagötu 18 - 552 0160
Pelsar - stuttir og síðir
Mokkajakkar og -kápur
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég búinn að gera 68 heimildamyndir á síðustu 25
árum,“ sagði Páll Steingrímsson kvikmyndagerð-
armaður. Þessi ötuli heimildamyndasmiður verð-
ur sjálfur viðfangsefni nýrrar heimildamyndar
sem er í vinnslu. Vinnutitill myndarinnar er „Frá
Heimaey á heimsenda“. Þar verður sagt frá fjöl-
breyttri ævi Páls og kvikmyndagerð hans. Einnig
verður slegið á létta strengi enda er Páll með lífs-
glaðari mönnum. Að gerð myndarinnar standa
Kvik ehf., Sagnheimar – Byggðasafn Vestmanna-
eyja og Safnahús Vestmannaeyja auk undirbún-
ingshóps vina Páls og samstarfsmanna.
„Það er alltaf jafnmikið fjör. Ég sinni þessu alla
daga. Það dettur enginn dagur úr nema kannski
helst um jólin,“ sagði Páll. Heimildamyndir hans
hafa verið sýndar víða um heim, bæði í Evrópu,
Norður- og Suður-Ameríku og í Asíu. Hann hefur
hlotið fjölda viðurkenninga fyrir myndir sínar.
„Ég hef mætt á 14 alþjóðlegar heimildamynda-
hátíðir og hef alltaf, nema einu sinni, fengið ein-
hverja viðurkenningu. Einu sinni fékk ég gull,
annað skipti grand prix og tvisvar sinnum fyrstu
verðlaun í mínum flokki,“ sagði Páll. Hann sagði
að þessi árangur hefði gefið myndum hans byr.
Þær eru orðnar margar sjónvarpsstöðvarnar sem
hafa sýnt myndirnar. En er einhver heimilda-
mynda hans í sérstöku uppáhaldi?
Nokkrar myndir í uppáhaldi
„Það er með mig eins og Laxness, sem þótti
fjórar bækur bestar,“ sagði Páll og hló. „Myndin
um hrafninn er mjög vel heppnuð. Hún er spuni af
þjóðsögunni og hversu merkilegur fugl þetta er.
Ég tamdi hrafna til að leika í myndinni og hafði
mikið fyrir þessu þau tvö ár sem ég var að gera
hana. Undur vatnsins er eins konar myndljóð sem
mér þykir vænt um. Ég fór víða um heiminn við
gerð myndarinnar um skarfinn, komst alla leið á
Suðurskautslandið og upplifði margt í sambandi
við þennan merkilega fugl. Eins og það að fá að
fara á fleka með kínverskum fiskimanni sem
veiddi fiska með tömdum skörfum.“
Páll hefur heimsótt allar heimsálfur og fjölda
landa. Hann heldur sig gjarnan utan alfaraslóða á
ferðum sínum og leitar uppi þau náttúrufyrirbæri
sem hann fjallar um hverju sinni. Páll þekkir því
þess að reyna að skera úr skrúfunni.“ Páll kafaði í
kaldan sjóinn og bjargaði málunum. Það var ekki
áhlaupaverk. „Ég var orðinn það stirður af kulda
að ég gat ekki gengið og blár á puruna. Strákarnir
fíruðu upp í kamínunni og settu mig upp í efstu
koju en fóru sjálfir á ball!“
Páll á einnig gríðarmikið myndefni frá Vest-
mannaeyjum sem sýnir staðhætti í Eyjum, lands-
lag, náttúru og mannlíf. Þar eru úteyjaferðir fyr-
irferðarmiklar, bjargferðir, lundaveiðar og
rollustúss. Þá á Páll gríðarlega merkilegar kvik-
myndir úr eldgosunum í Surtsey og Heimaey.
Einnig gerði hann á sínum tíma heimildakvik-
mynd um Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Þar má m.a.
sjá meistara þjóðhátíðarlaganna, Oddgeir Krist-
jánsson og Ása í Bæ.
Páll sagði að það væri ekkert lát á hugmynda-
streyminu. Nú vinnur hann að heimildamynd um
íslenskan uppfinningamann og nýstárlega vél sem
hann hefur fundið upp.
ekki síður til í ýmsum útnárum heimsins en í stór-
borgunum.
„Mér finnst ekki verra að heimsækja krumma-
skuðin en það er líka gaman í heimsborgunum,
New York til dæmis. Ég var svo upptekinn af
djassinum,“ sagði Páll. Hann nam kvikmynda-
fræði við New York University og er því hagvanur
á þeim slóðum.
Kvikmyndabútar frá annarri öld
Páll ætlar m.a. að nýta í myndinni kvikmyndar-
bút frá því hann var 17 ára og reri á Guðrúnu VE.
Myndasmiðurinn var Sveinn Ársælsson.
„Synir Sveins gáfu mér stubb þar sem ég var
aðalleikarinn. Við vorum á lúðuveiðum við Hval-
bak. Það kom á okkur veður og við fengum ból-
færið svo illa í skrúfuna að við þurftum að fara á
seglum til Norðfjarðar. Báturinn var of stór fyrir
slippinn og það kostaði árslaun allrar skipshafn-
arinnar að fá kafara úr Reykjavík! Ég bauðst til
Heimildamyndasmiðurinn
Heimildamynd um
Pál Steingrímsson
kvikmyndagerðar-
mann er í smíðum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Heimildamyndir Páll Steingrímsson hefur gert 68 heimildamyndir á 25 árum. Myndir hans hafa verið sýndar víða og hlotið fjölda verðlauna.
Nú er unnið að gerð heimildamyndar um Pál. Hann var lengi kennari og lagði stund á myndlist en helgaði sig svo kvikmyndagerðinni.
Helgi Braga-
son, lög-
fræðingur
og bróður-
sonur Páls
Steingríms-
sonar, held-
ur utan um
fjármögnun
heimildar-
myndar-
innar um Pál. Hann sagði að
myndefnið væri að mestu
leyti fyrirliggjandi og búið að
stilla því upp í grófum drátt-
um.
Gert er ráð fyrir að myndin
kosti um sjö milljónir í fram-
leiðslu. Nú þegar er búið að
kosta um helmingi þeirrar
upphæðar til gerðar myndar-
innar. Búið er að sækja um
styrki í ýmsa sjóði og er beðið
svara við umsóknunum.
„Við ætlum einnig að leita
eftir stuðningi hjá fyrir-
tækjum og einstaklingum. Sú
fjármögnunarvinna hefst í
byrjun desember,“ sagði
Helgi. Hann sagði að auk þess
að afla styrkja frá fyrirtækjum
væri ætlunin að selja myndina
á DVD í forsölu til ein-
staklinga.
„Ég er bjartsýnn á að við
náum að klára þetta næsta
sumar,“ sagði Helgi. „Vinnan
við myndina er komin vel á
veg. Hugmyndin er að hún
verði tilbúin á 86 ára afmælis-
degi Páls þann 25. júlí 2016.“
Unnið er að
fjármögnun
LEITA EFTIR STUÐNINGI
Helgi Bragason
„Maður getur ekki annað en dáðst
að honum Palla Steingríms fyrir að
hafa enst í heimildamyndagerð ára-
tugum saman,“ sagði Páll Magnús-
son fjölmiðlamaður, vinur Páls kvik-
myndagerðarmanns, fyrrverandi
nemandi og þulur í mörgum mynda
hans. Hann á sæti í undirbúnings-
hópi heimildamyndarinnar og sagði
að ætlunin væri að gera þar grein
fyrir merkilegu ævistarfi nafna síns.
„Páll Steingrímsson hefur eflaust
gert fleiri heimildakvikmyndir en
nokkur annar Íslendingur og fengið
fjölda viðurkenninga fyrir þær,“
sagði Páll. „Margt sem Palli hefur
gert finnst mér á meðal þess besta
sem maður hefur séð á þessu sviði.
Hann hefur gert mikið af náttúru-
lífsmyndum og sérsvið hans er sam-
skipti mannsins og villtrar náttúru.
Palli hefur keppt á kvikmyndahátíð-
um við fremstu heimildamynda-
gerðarmenn heimsins og oft haft
sigur. Það er merkilegt í ljósi þess
að hann hefur ekki haft úr miklu að
spila. Ætli vinnan og fjármagnið á
bak við hverja samsetta mínútu í
heimildamynd frá BBC sé ekki
svona þúsundfalt meira en Palli hef-
ur haft? Það sem Palla hefur skort
á í fjármunum hefur hann unnið
upp með ástríðu sinni og hug-
myndaauðgi.“
Enn að kenna náttúrufræði
Páll kvaðst hafa verið nemandi
nafna síns Steingrímssonar í Gagn-
fræðaskóla Vestmannaeyja.
„Það var ekki endilega legið mik-
ið yfir bókum í tímum hjá Palla
Steingríms. Stundum kom hann
með fiska eða fugla sem við krufð-
um. Hann fór með okkur út í nátt-
úruna og kenndi okkur að lesa
hana. Palla tókst að gera kennsluna
líflega og hann hélt svo áfram að
kenna með heimildamyndunum.“
Páll Steingrímsson hefur gjarnan
fengið nafna sinn til að lesa inn á
heimildamyndir hin síðari ár.
„Ég hef alltaf haft gaman af
þessu og þetta hefur gert mér kleift
að kynnast verkum hans betur en
ella,“ sagði Páll Magnússon.
Heimildamyndin mun byggjast á
samtölum þeirra nafna og brotum
af því besta sem Páll Steingrímsson
hefur gert í heimildamyndum auk
fjölbreytts annars efnis.
Aðdáunarverð elja
Ljósmynd/Kvik/Friðþjófur Helgason
Samstarfsmenn Páll Magnússon og Páll Steingrímsson við gerð heim-
ildakvikmyndar um ginklofann sem geisaði í Vestmannaeyjum.