Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Í frumvarpi til fjáraukalaga er lagt til rúmlega 1,1 milljarðs króna við- bótarframlag til að standa straum af uppsöfnuðum halla þjónustuliðar Vegagerðarinnar í ársbyrjun 2015, en verulegur halli hefur verið á þess- um lið undanfarin ár og skýrist hann fyrst og fremst af hallarekstri vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. „Síðustu þrír vetur hafa verið mjög erfiðir og því dýrir þegar kem- ur að vetrarþjónustunni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar. Árið 2009 nam kostnaður við vetrarþjónustu Vegagerðarinnar 1.817 m.kr., 1.604 m.kr. árið 2010, 2.172 m.kr. árið 2011, 2.373 m.kr. árið 2012, 2.595 m.kr. árið 2013 og 3.032 m.kr. árið 2014. Á yfirstandandi ári er kostnaður vegna þessa áætlaður nærri 3,6 milljörðum króna. Halli þrátt fyrir aðgerðir „Á síðustu árum hefur þurft að verja umtalsverðum fjármunum til að koma til móts við kostnað við vetr- arþjónustu Vegagerðarinnar um- fram fjárheimildir. Í fjáraukalögum ársins 2013 var 700 m.kr. fjárheimild veitt í þennan lið auk þess sem flutt- ar voru 500 m.kr. af framkvæmdalið, eða samtals 1.200 m.kr., en engu að síður varð niðurstaðan sú að í árslok stóðu eftir 900 m.kr. umframgjöld,“ segir í áðurnefndu frumvarpi til fjár- aukalaga. Í fjáraukalögum 2014 voru samtals 1.150 m.kr. viðbótarframlög veitt vegna þjónustunnar og 420 m.kr. framlag árið 2012 vegna halla á vetr- arþjónustunni það ár. Í frumvarpi til fjárlaga 2016 er gert ráð fyrir 800 m.kr. hækkun á framlagi vegna vetr- arþjónustunnar. „Verið er að endurskoða fyrir- komulag snjómoksturs og umfang þjónustustigsins þannig að sú 800 m.kr. viðbótarfjárveiting sem þar um ræðir nægi til að halda þjónustulið Vegagerðarinnar innan fjárlaga,“ segir einnig í frumvarpinu. Veður, salt og aukin þjónusta Aðspurður segir G. Pétur fyrst og fremst hægt að kenna erfiðu tíðarfari um aukinn kostnað í tengslum við vetrarþjónustuna. „Veðurfarið hefur náttúrulega mikið að segja en einnig hefur salt hækkað nokkuð í verði,“ segir hann og heldur áfram: „Þetta er, að einhverju leyti, einnig komið til vegna aukinnar þjónustu af okkar hálfu, en fyrst eftir hrun drógum við aðeins úr henni, þ.e. að á sumum stöðum var veitt þjónusta í sex daga í stað sjö. Og erum við nú komin aftur í sjö daga þjónustu víðast hvar,“ seg- ir G. Pétur. Viðvarandi halli á vetrarþjónustu  Lagt er til í frumvarpi til fjáraukalaga rúmlega 1,1 ma.kr. viðbótarframlag vegna uppsafnaðs halla í þjónustulið Vegagerðarinnar  Skuldinni er skellt á erfiða og snjómikla vetur undanfarin ár Morgunblaðið/RAX Vetrarumferð Dagar koma þegar ökumenn reiða sig á snjómokstur og hálkuvarnir, en þjónustan kostar sitt. Einar Pálsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, segir þá ökumenn sem sjá um hálkuvarnir og snjó- mokstur á vegum landsins nota á bilinu 10.000 til 18.000 tonn af salti hvern vetur, en saltið er að mestu flutt inn frá Spáni. „Það fer mjög mikið eftir ár- ferði en við leggjum mikið upp úr því að þróa með okkur tækni sem gerir okkur kleift að lág- marka notkun á salti,“ segir hann og kemur saltpækill þar að góðum notum. „Hann gagnast vel á haust- og vordögum.“ Þá eru margir snjómoksturs- bílar á höfuðborgarsvæðinu búnir svokölluðum sprautu- greiðum sem sprauta saltpækli beint niður á akbrautir. Undir greiðunum má svo finna dreifi- diska með salti, en aðferð þessi dregur nokkuð úr kostnaði og hámarkar um leið nýtni að sögn Einars. Þessu til viðbótar verða snjó- moksturstæki á suðvesturhorn- inu í fyrsta sinn búin hliðar- vængjum í vetur, en með þeim tekur snjóhreinsun minni tíma auk þess sem snjórastir mynd- ast síður á akreinum. Pækill, salt og vængir ÝMSAR AÐFERÐIR NÝTTAR „Ég held að það sé engin spurning að þetta blæs okkur starfsfólkinu von í brjóst og þetta er mjög mikilvæg þjónusta og gerir spítalanum kleift að einbeita sér betur að því sérhæfða hlutverki sem hann hefur,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- alans, í samtali við mbl.is í gær þegar fyrsta skóflustungan var tekin að nýju sjúkrahóteli sem rísa mun á opnu svæði á milli Barnaspítala Hringsins og kvennadeildar Land- spítalans við Hringbraut. Stefnt er að því að taka bygginguna í notkun árið 2017 en áætlað er að hún kosti um 1,8 milljarða króna. „Hægt verður að útskrifa fólk fyrr og þetta er einnig mikilvægur hlekk- ur í þjónustu okkar við landsmenn alla því þeir eiga þá auðveldara með að leita sér lækninga hér á Landspít- alanum – því við erum þjóðarsjúkra- hús,“sagði Páll jafnframt. 75 herbergi í 4.000 fermetrum Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra tók skóflustunguna í gær og skrifaði einnig undir samning um byggingu hótelsins. Samningurinn er milli NLS Saga, sem var lægstbjóðandi í verkið, og hlutafélagsins Nýr Landspítali ohf. Áætluð heildarstærð sjúkrahótels er um 4.000 fermetrar. Sjúkrahótelið verður fjórar hæðir og kjallari. Hótelið mun tengjast barnaspítala og kvennadeild um tengigang og í því verða 75 herbergi. Framkvæmdirnar munu hefjast fljótlega á lóð spítalans en í fyrstu er um að ræða gerð bráðabirgðabíla- stæða á svæðinu sunnan við aðal- byggingu Landspítalans. Þessari framkvæmd verður lokið um miðjan desember. Aðalhönnuður sjúkrahót- elsins er KOAN-hópurinn en for- hönnun, skipulagsgerð, hönnun gatna og lóðar er unnin af Spítala- hópnum. Húsið verður prýtt með steinklæðningum, listaverki eftir Finnboga Pétursson myndlista- mann. Í gær voru opnuð tilboð í umsjón og eftirlit með framkvæmdum við byggingu sjúkrahótelsins. Fimm til- boð bárust í eftirlitið og var lægsta tilboðið frá Verkís hf. Búið að taka ákvörðunina Kristján Þór á von á því að um- ræða um staðsetningu sjúkrahússins muni lifa áfram og undir það tók Páll Matthíasson. „Við höldum ótrauð áfram því við megum engan tíma missa og við þurfum að reisa þessar nýbyggingar á landspítalalóð sem allra fyrst og þetta er mikilvægur áfangi á þeirri leið.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var einnig á svæðinu og sagði þetta afgerandi skref; framkvæmdir væru hafnar, mikil vinna lægi þar að baki og framtíðin væri fram undan. Ekki eru allir sammála því að hefja eigi framkvæmdir á þessum stað og hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýst sig andvígan því ásamt samtökunum Betri spítali. „Hvenær hefur ríkt fullkomin sátt um húsbyggingu á Íslandi? Í mínum huga er eðlilegt að það séu skiptar skoðanir um stór mannvirki og stór áform en það er búið að taka ákvörð- un og stefnan liggur fyrir,“ sagði Kristján Þór. Bygging sjúkrahótels- ins væri mikilvægt skref í endur- reisn íslensks heilbrigðiskerfis. Stórt skref í endurreisn heilbrigðiskerfisins  Fyrsta skóflustungan að sjúkrahóteli á lóð Landspítalans Morgunblaðið/Eva Björk Áfangi Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mundar skófluna á lóð Landspítalans í gær að viðstöddu fjölmenni. Þarna mun sjúkrahótel rísa. Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið oggeraþaðgróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Nýjar vörur í hverri viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.