Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Þökkum frábærar viðtökur á Van Gogh olíulitunum og Amsterdam akryllitunum, sem seldust nánast upp. Ný sendingmeð fullt af nýjungum komin í sölu. Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Ný sending af Kolibri penslum Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum Vorum aðtaka innfullan gám afSara&Almastrigum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is Þær breytingar urðu í blómlegu menningarlífinu norðan heiða í byrj- un árs að Menningarhúsið Hof, Leik- félag Akureyrar og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands voru sett undir sama hatt og eru nú rekin sem ein heild, undir merkjum Menningar- félags Akureyrar, MAk. Markmiðið er hagræðing í rekstri og samnýting mannauðs, húsakosts, reynslu og þekkingar, að sögn Sólveigar Elínar Þórhallsdóttur, sviðsstjóra viðburða- sviðs MAk, sem Hof heyrir undir. „Þetta er mjög jákvæð þróun og stór breyting á rekstri Menningar- hússins Hofs, sem hingað til hefur að- allega staðið fyrir útleigu á aðstöðu vegna ýmiss konar viðburða, funda- og ráðstefnuhalds,“ segir Sólveig. „Með sameiningunni tekur Hof nú þátt í framleiðslu listviðburða í sam- starfi við hin sviðin tvö, tónlistarsvið og leiklistarsvið; nýting hússins er þannig mun betri en áður og þar verður boðið upp á enn fjölbreyttari þjónustu.“ Hún útskýrir að með hinu nýja fyr- irkomulagi geti Hof boðið þeim sem halda fundi, ráðstefnur og veislur upp á menningardagskrá, sérsniðna að óskum og þörfum hvers og eins. „Sem dæmi má nefna tónlistaratriði, lítil og stór, með hljóðfæraleikurum frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og ef til vill söngvurum sem starfa hjá MAk í það og það skiptið, og búta úr leikritum, uppistand eða jafnvel veislustjórn í höndum leikara frá Leikfélagi Akureyrar.“ Fjölþætt hlutverk Menningarhúsið Hof var vígt á Akureyrarvöku í ágúst 2010 og þar fer fram fjölbreytt starfsemi, bæði á vegum hússins og þeirra aðila sem þar hafa aðsetur. Aðsókn að Hofi hef- ur farið stigvaxandi með árunum og voru gestir í fyrra rúmlega 270 þús- und talsins, þar af 42 þúsund í júlí- mánuði einum. „Styrkleiki Hofs felst í fjölþættu hlutverki hússins,“ segir Sólveig. „Með tilkomu Hofs hefur að- staða til tónleika- og viðburðahalds hér á Akureyri tekið stakkaskiptum og ber dagskrá síðustu ára þess glöggt merki. Húsið hefur allt frá opnun haft mikil og góð áhrif á menningarlífið á Norðurlandi og stórar ráðstefnur og fundir laða fjölda fólks til Akureyrar, sem hefur eflt ferðaþjónustu á svæð- inu. Hof hefur þannig tvímælalaust gildi á landsvísu. Akureyri er nú enn ákjósanlegri áningarstaður en áður, hvort heldur er að vetri eða sumri, þar sem í boði eru vandaðir viðburðir árið um kring og kjöraðstæður í Hofi til þess að efna til ráðstefnu eða slá upp veislu.“ Salirnir og sviðið Hún er spurð nánar út í aðbún- aðinn í Hofi, aðstöðuna til funda-, ráðstefnu- og veisluhalds. „Hof stendur mjög framarlega þegar kem- ur að tækjabúnaði og aðstöðu á sviði til að setja upp stóra og tæknilega flókna viðburði. Húsið býr yfir stóru og fullkomnu leiksviði, sem unnt er að nýta á óteljandi vegu. Hof státar einnig af stórglæsilegri aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds. Unnt er að hýsa stórar ráðstefnur og minni fundarými henta vel fyrir nefndarstörf og smærri fundi. Stóri salurinn, Hamraborg, tekur 509 manns í sæti og Hamrar, sá minni, rúmar allt að 200 manns. Auk þess er möguleiki að nýta Naust, sem er sal- ur staðsettur fyrir framan Hamra- borg, undir ráðstefnur og fundi. Í Hofi er einnig glæsileg aðstaða fyrir hvers kyns veislur og hægt er að stilla upp sölunum á marga vegu.“ Salirnir Hamraborg og Hamrar eru byggðir og hannaðir með flutning klassískrar tónlistar í huga, að sögn Sólveigar. „Húsið er því einstakt þeg- ar kemur að slíkum tónlistar- flutningi. Jafnframt er hægt að breyta hljómburði salanna, þannig að þeir henti vel fyrir rafmagnaða tón- list.“ Gott úr eldhúsinu Sólveig bætir við að með breyting- unum og flæðinu á milli hinna þriggja sviða; viðburða-, tónlistar- og leiklist- arsviðs, sé einnig hægt að halda fundi, ráðstefnur og ýmsa viðburði í Samkomuhúsinu, leikhúsi Akureyr- inga. „Ef ráðstefnur eru mjög stórar, og þörf er á fleiri sölum en Hof býr yfir, bjóðum við afnot af Samkomu- húsinu, þessu fallega og sjarmerandi rúmlega aldargamla húsi. Hægt er að streyma fundi í Hamraborg yfir í Samkomuhúsið; það þjónar líka vel sem tónleikasalur og tekur ríflega 200 manns í sæti.“ Í Hofi má finna annað og meira en skrifstofur þeirra sem reka húsið; þar er Akureyrarstofa með aðsetur, en hún hefur menningar- og mark- aðsmál bæjarins á sinni könnu, Upp- lýsingamiðstöð ferðamanna, sem er opin allt árið um kring, og Tónlist- arskólinn á Akureyri, með um 500 nemendur. Í menningarhúsinu er einnig rekin Hönnunarverslunin Kista, þar sem seldur er varningur af ýmsu tagi, fyrst og fremst eftir ís- lenska hönnuði, að ógleymdum veit- ingastaðnum 1862 Nordic Bistro, sem sér um allar veitingar í Hofi. „Samvinna og samstarf þessara aðila er ómetanlegt fyrir húsið og þann anda sem þar ríkir,“ segir Sól- veig. „1862 Nordic Bistro annast veit- ingar í tengslum við alla viðburði sem fara fram í Hofi; þjónustar funda- og ráðstefnuhaldara með kaffiveit- ingum, mat og drykk, og sér um veislur og móttökur af ýmsu tagi. 1862 Nordic Bistro rekur veitinga- stað og kaffihús í Hofi á tveimur hæð- um, sem er öllum opið. Staðurinn er þekktur fyrir úrval af ekta dönskum smørrebrød-réttum, fjölbreytta fisk- rétti og bröns á sunnudögum. Svo er alltaf góð hugmynd að kíkja þar við í hádeginu og gæða sér á rétti dags- ins.“ Önnur upplifun  Menningarhúsið Hof skapar glæsilega umgjörð utan um viðburði af ýmsum toga, ásamt metnaðarfullri menningardagskrá Hamraborg Stóri salurinn í Hofi er tilkomumikill og tekur 509 manns í sæti. Hamrar Salurinn rúmar allt að 200 manns, hannaður fyrir sígilda tónlist. Ljósmynd/Þórgnýr Dýrfjörð Samstarfið Sólveig Elín Þórhallsdóttir, viðburðastjóri í Hofi: Menningarhúsið Hof, Leikfélag Akureyrar og Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands eru nú rekin sem ein heild, undir merkjum Menningarfélags Akureyrar, MAk; markmiðið er hagræðing í rekstri og samnýting mannauðs, húsakosts, reynslu og þekkingar. Hof Menningarhúsið á Akureyri var tekið í notkun í ágúst 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.