Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015
Birkifræjum var í síðustu viku safn-
að af úrvalstrjám í Húsadal í Þórs-
mörk og Foldum ofan Húsadals.
Einnig var safnað greinum til á-
græðslu sem nota á til undaneldis
við frærækt í fræhúsi. Í leiðangr-
inum fannst birkitré sem heita
mátti að væri gallalaust, einstofna
og næstum með „fullkomið“ vaxtar-
form, að því er greint er frá á vef
Skógræktarinnar.
Farið var í Húsadal og Foldir of-
an Húsadals en þar má finna miklar
breiður af ungbirki sem sprottið
hefur upp af fræi á síðustu áratug-
um. Inni á milli í skóginum má finna
beinvaxnar, hvítstofna bjarkir þar
sem greinahorn er nokkuð gleitt,
jafnvel með slútandi greinar. Oft
eru þessi tré hávaxnari en nágrann-
ar þeirra sem bendir til að þau vaxi
hraðar.
Einstofna og næstum fullkomið
Eitt af trjánum, sem leiðangurs-
menn, þeir Hreinn Óskarsson skóg-
arvörður á Suðurlandi og Þorsteinn
Tómasson plöntuerfðafræðingur,
rákust á skar sig nokkuð úr í vaxt-
arlagi og greinabyggingu. Heita
mátti að það væri gallalaust, ein-
stofna og næstum „fullkomið“ í lag-
inu. Það var um fjórir metrar á hæð
en varla nema 12-14 ára gamalt
sem ber vott um mikinn vaxtar-
þrótt. aij@mbl.is
Er hin full-
komna björk
fundin?
Fræjum úrvalstrjáa
safnað í Þórsmörk
Ljósmynd/Hreinn Óskarsson
Fallegt birkitré 12-14 ára gamalt,
þráðbeint og fjórir metrar á hæð.
Nýjar reglur um hænsnahald í
þéttbýli í Mosfellsbæ, utan skipu-
lagðra landbúnaðarsvæða, hafa
verið samþykktar í umhverfis- og
auðlindaráðuneytinu.
Þar kemur fram að leyfishafa sé
heimilt að halda allt að sex hænur
í þéttbýli en ekki fáist leyfi til að
halda hana. Kvartað hefur verið
nokkrum sinnum undan hávaða
frá hönunum á Suður-Reykjum 3
sem eru rétt handan Varmár. Það
er þó lögbýli og í dreifbýli og nær
því samþykktin ekki til býlisins.
Leyfið er veitt til fimm ára í
senn, og þar eru gerðar kröfur
um aðbúnað og að tekið sé tillit til
nágranna varðandi staðsetningu
og umhirðu hænsnanna. Kemur
fram í reglunum að þrífa þurfi
hænsnabúrið einu sinni í viku og
að það skuli myrkvað frá 21.00-
07.00.
Áður voru engar sértækar regl-
ur þar sem litið var á hænsnahald
í tómstundaskyni heldur aðeins
reglur um búfjárhald í Mos-
fellsbæ. Nágrannar hananna
tveggja á Suður-Reykjum 3 hafa
lengi kvartað undan hávaða frá
þeim. Suður-Reykir eru lögbýli, en
þau hafa ákveðinn rétt fram yfir
íbúa í almennum íbúðarhúsum.
Kristján Ingi Jónsson á Suður-
Reykjum segir hanana ekki á
förum.
„Ég bý á lögbýli og í dreifbýli
þannig að þessar reglur ná ekki
yfir okkur. Þessir hanar eru ekk-
ert að fara,“ segir Kristján ákveð-
inn, staðráðinn í því að njóta
fagurgalans að morgni áfram.
Haninn mun gala áfram
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hani Mörgum finnst ljúft að vakna við hanagal en ekki öllum.
Nýjar reglur um hænsnahald í þéttbýli í Mosfellsbæ
INNRÉTTINGUM
&RAFTÆKJUM
FRÍFORMER15ÁRAOGAFÞVÍ TILEFNI ÞÁBJÓÐUMVIÐ
15%AFSLÁTTAF INNRÉTTINGUMOGRAFTÆKJUMÚTNÓVEMBER
- 2015 -
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
15ÁRA
STOFNAÐ2000
Opið:
Mán. til föstudaga kl. 09 til 18
Laugardaga kl. 11 til 15
15%
NÚERRÉTTI
TÍMINNTILAÐGERA
GÓÐKAUP
15ÁRAAFMÆLISTILBOÐÁ