Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 58
SÍMAR,SJÓNVÖRPog raftæki Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Um þetta leyti árs eiga margir það til að reka nefið inn í raftækjaverslanir og sjá hvað er þar að finna nýtt og spennandi. Sumir eru í leit að gjöf og aðrir að leita að einhverju handa sjálfum sér til að gera jólamánuðinn skemmtilegri. Í versluninni Macland er að finna margt áhugavert og má þar fyrst nefna nýjustu kynslóðina af Apple TV. Þessi litli svarti undrakubbur kom til landsins fyrr í mánuðinum og getur breytt sjónvarpi heimilisins í kröftuga afþreyingarmiðstöð. Hægt að tala við sjónvarpið Sigurður Stefán Flygenring er þjónustustjóri fyrirtækjasviðs hjá Macland og segir hann að nýja Apple TV skáki síðustu kynslóð á marga vegu. „Tækið er orðið kraftmeira á allan hátt, með sterkari örgjörva og meira vinnsluminni. Þá var með nýj- ustu útgáfunni kynnt til sögunnar stýrikerfið tvOS sem byggist á iOS- stýrikerfinu sem iPad, iPhone, iPod Touch og fleiri Apple-tæki nota.“ Fjarstýringin hefur tekið miklum framförum; er með innbyggðar end- urhlaðanlegar rafhlöður, innbyggðan hljóðnema, snertimús og hreyfiskynj- ara sem nemur hvernig fjarstýring- unni er sveiflað og snúið. „Nýr takki er kominn á fjarstýringuna sem gerir notandanum kleift að tala beint við Siri-þjónustuforritið sem fyrir er í Apple TV-kubbnum og t.d. biðja vél- ina að leita að tiltekinni kvikmynd eða þætti,“ útskýrir Sigurður. Er þá ótalið það sem Sigurð grunar að verði helsti styrkleiki Apple TV; snjallforritin. „Upp á síðkastið hafa litið dagsins ljós fjölmörg ný forrit sem kaupa má í gegnum App Store og hafa verið smíðuð sérstaklega með Apple TV í huga. Úrvalið á bara eftir að aukast en nú þegar er hægt að finna í forritabúðinni fjölda lítilla tölvuleikja sem spila má ýmist með sjónvarpsfjarstýringunni eða hefð- bundinni leikjatölvufjarstýringu.“ Hafsjór kvikmynda Ekki má heldur gleyma því að nota má Apple TV til að horfa á sjónvarps- þætti og kvikmyndir. Minnir Sig- urður þó á að framboðið af slíku efni geti verið breytilegt milli landa og úr- valið langmest ef Apple TV er notað með notendaaðgangi sem skráður er í Bandaríkjunum, sem þá kallar á að fólk eigi banda- rískt greiðslu- kort. Banda- rískur notenda- aðgangur þýðir að nálgast má forrit eins og Netflix sem og finna heilan hafsjó af þáttum, bíómyndum og tónlist í iT- unes-búðinni. „Þeir sem eiga efni í snjallsímanum sínum eða tölvunni geta notað AirPlay, sem sendir tón- list eða vídeó þráðlaust yfir í Apple TV og upp á sjónvarpsskjáinn.“ En það má líka finna Netflix í græjum á borð við PlayStation og Xbox. Aðspurður hvað Apple TV hef- ur umfram vinsælustu leikjatölv- urnar nefnir Sigurður fyrst verðið. Apple TV kostar 28.990 kr. með 32 GB geymsluplássi en 38.990 kr. í 64 GB útfærslu. „Þá er forritaheimur Apple mjög opinn og getur nánast hver sem er gefið þar út nýtt forrit og dreift um allan heim. Berum þetta saman við leikjatölvurnar sem eru með lokað kerfi og varla aðrir en stærstu leikjaframleiðendur sem geta gefið út efni fyrir þessi tæki.“ Spjaldtölvan tekin á næsta stig Önnur græja sem Sigurður reiknar með að muni seljast vel þessi jólin er iPad Pro „risa“-spjaldtölvan. Sala hófst á iPad Pro á miðvikudag í Bandaríkjunum og í um 40 löndum til viðbótar, en Ísland fær að bíða um sinn. Segir Sigurður að vonir standi til að nýja spjaldtölvan komi í sölu seinna í nóvember. Verður merkilegt að sjá hvaða not fólk mun finna fyrir stóru spjaldtölv- una. Hún gæti reynst kjörin til að horfa á sjónvarpsefni eða spila tölvu- leiki, og líka orðið fyrirtaks teikni- blokk fyrir listrænu týpurnar eða ný og betri leið til að lesa bækur, blöð og tímarit. „iPad Pro er gríðarlega öflug og stór spjaldtölva. Spjaldtölvur hafa oft verið flokkaðar sem einhvers kon- ar aukahlutur fyrir aðrar tölvur, en iPad Pro er öflug ein og sér. Sem dæmi greindi Tim Cook, forstjóri Apple, frá því í viðtali nýlega að í við- skiptaferðalögum sínum léti hann sér nægja að taka með iPad Pro og iP- hone 6S. Þannig endasendist hann um allan heim og þarf ekki meira enda iPad Pro mjög kröftug tölva og til margs brúkanleg,“ segir Sigurður. „Samhliða útgáfu iPad Pro kynnir Apple sjálfstætt lyklaborð, Smart Keyboard, sem tengja má við stóru spjaldtölvuna, fyrir þá sem þurfa að skrifa mikið af texta, og einnig Apple Pencil sem er sérlega nákvæmur snjall-penni.“ Enn liggur ekki ljóst fyrir hversu mikið iPad Pro mun kosta en Sig- urður giskar á að miðað við verðlagn- ingu á öðrum iPad-spjaldtölvum ættu neytendur að búast við að grunn- útgáfan kosti á bilinu 160.000-180.000 kr. Öflugri sjónvarpskubbur sem tala má við og fjölhæf spjaldtölva í yfirstærð  Margir bíða spenntir eftir nýjustu vörun- um frá Apple  Tækjafíklarnir finna margt við sitt hæfi í verslun Maclands þessi jólin Þarfaþing „Þeir sem eiga efni í snjallsímanum sínum eða tölvunni geta notað AirPlay, sem sendir tónlist eða vídeó þráðlaust yfir í Apple TV og upp á sjónvarpsskjáinn,“ segir Sigurður hjá versluninni Macland. AFP Risi Ljósmyndarar gaumgæfa iPad Pro sem er öflug og stór spjaldtölva. Morgunblaðið/Kristinn Það er mjög í tísku hjá unga fólkinu í dag að vera með voldug og áberandi heyrnartól á höfðinu. Sigurður segir að litlu nettu Apple-heyrn- artólin, Apple Earpods, sem stungið er inn í eyrað, eigi samt alltaf dygg- an hóp aðdá- enda. Eru heyrn- artól einmitt á því verðbili sem hentar þegar verið er að leita að jólagjöf handa unglingnum á heimilinu. „Í hópi stóru heyrnartólanna sem leggjast yfir eyr- un trónir á toppnum þýski framleiðandinn Beyerdynamic. Þar er á ferð virt og þekkt merki sem fengið hefur fram- úrskarandi dóma í öllum tímaritum sem fjalla um heyrnartól. Efst í vörulínunni eru heyrnartólin Custom One Pro á 38.990 kr og DT 1350 á 52.990 kr.“ Heyrnartól sem tekið er eftir Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Salt - Umbúðir - Íbætiefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.