Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 6.300 5.900 Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | Sími 551 4007skartgripirogur.is Skírnargjafir Múmínálfarnir 6.300 6.300 BAKSVIÐ Sigurður Ægisson sae@sae.is Mikilli sögu lauk á dögunum þegar Arion banki yfirtók Sparisjóð Siglu- fjarðar. Hann var formlega stofnaður 1. janúar árið 1873 og var elsta starf- andi peningastofnun á Íslandi þegar yfir lauk. Hvernig þetta nákvæmlega gekk fyrir sig á sínum tíma er ekki með öllu vitað, en ljóst að Snorri Pálsson (1840-1883) faktor, sem kallaður hef- ur verið afi Siglufjarðar, var þar í lykilhlutverki. Hinir voru sr. Jón Auðunn Blöndal (1825-1878), þá verslunarstjóri í Grafarósi, Sveinn Sveinsson (1809-1873), óðalsbóndi í Haganesi, Einar Baldvin Guðmunds- son (1841-1910), óðalsbóndi á Hraun- um í Fljótum, Páll Þorvaldsson (1824- 1881), óðalsbóndi á Dalabæ, Jón Jónsson (1810-1888), óðalsbóndi á Siglunesi, og að endingu tveir heima- menn aðrir, Jóhann Jónsson (1830- 1896), óðalsbóndi og hreppstjóri, bú- andi í Höfn, og sr. Tómas Bjarnarson (1841-1929), þáverandi sóknarprestur á Siglufirði. Á bak við þennan gjörning, hina breiðu fylkingu, er djúp hugsun, því landsvæðið er víðfeðmt og með því reynt að búa sjóðnum traustari grundvöll en ella væri. Skráð vinnukona á 17. ári Unnið var að málinu árið 1872, lög samin og annað þess háttar, og 1. jan- úar 1873 var Sparnaðarsjóðurinn í Siglufirði opnaður. Fyrstu innlagnir eru þó ekki dagsettar fyrr en 11. jan- úar. Þær eru frá alls 15 ein- staklingum, þar sem fyrst er Krist- rún Friðbjörnsdóttir á Hraunum í Fljótum, þá skráð „vinnukona á 17. ári“. Í 1. gr. laga sparisjóðsins segir m.a.: „Frá 1. degi janúarmánaðar 1873 er stofnaður sparnaðarsjóður á Siglufirði, og fé veitt móttöku í hann, annaðhvort í peningum eða gjald- gengum verzlunarvörum, sem ekki má nema minni upphæð en 1rdl (ein- um ríkisdal) í hvert skipti.“ Og í 2. gr.: „Aðaltilgangur sparnaðarsjóðsins er að koma í veg fyrir óþarfakaup og eyðslusemi, en geyma og ávaxta fé efnalítilla manna, sem þeir kynnu að hafa afgangs og á þann hátt hvetja þá til sparnaðar og reglusemi. Að öðru leyti er það sjálfsagt, að hinir efna- betri eiga frjálsan aðgang að sjóðnum ef þeir þar vilja geyma og ávaxta fé sitt, samkvæmt þeim reglum, sem settar eru í lögum þessum.“ Fyrsti aðalfundurinn Á fyrsta aðalfundinum, 1. júlí 1873, var þetta gert: „1. Framlagðar bækur sjóðsins af gjaldkjera, er finnast reglulega og vel færðar, og á sjóðurinn eptir þeim 390 rdl 8 sk. 2. Kosin Stjórnarnefnd sparnaðar- sjóðsins og urðu fyrir kosningu: Jó- hann Jónsson á Höfn formaður, Snorri Pálsson á Siglufirði gjaldkjeri, Sr Tómas Björnsson á Hvanneyri varaformaður. 3. Rætt um hvernig verja skuli peningum sjóðsins og var ályktað að kaupa skyldi konungleg skuldabrjef fyrir 2/3 hluta af því er sjóðurinn ætti við lok kauptíðar á yfirstandandi sumri, en 1/3 hluta lofar gjaldkjeri fyrir að standa megi í verzlan Thaaes á Siglufirði. 4. Kosinn forstöðumaður í stað óð- alsbónda Sveins Sveinssonar á Haga- nesi er var einn af stofnendum sjóðs- ins en sálaðist 16. f. m. og varð fyrir þeirri kosningu hreppstjóri Jón Loptsson á Haganesi.“ Alls voru 80 sparisjóðsreikningar opnaðir fyrsta starfsárið og lagðir inn 1.010 ríkisdalir, en ekkert lánað út. Sparisjóðurinn var upphaflega til húsa í verslun Christians D. F. Thaa- es á Siglufirði. Nú er hann allur, 142 ára gamall. Siglfirðingar gráta þennan aldna höfðingja sem verið hefur svo stór hluti af lífi bæjarbúa og margra ann- arra landsmanna með frábærri þjón- ustu á tímabili sem spannar þrjár ald- ir. Sparisjóður Siglufjarðar allur  Sögu elstu starfandi peningastofnunar landsins lauk á dögunum þegar Arion banki yfirtók sparisjóðinn  Siglfirðingar gráta þennan aldna höfðingja sem var stofnaður fyrir 142 árum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Skiltið fjarlægt Ljósaskilti með nafni sparisjóðsins tekið niður 4. nóvember af annarri af tveimur starfsstöðvum sjóðsins að Túngötu 3 á Siglufirði þar sem Arion banki mun verða til húsa frá og með næstu mánaðamótum. Gjörðabók Síða úr gjörðabók Sparisjóðs Siglufjarðar árið 1873. Tíu þúsund heimili í Hafnarfirði tengjast ljósleiðara fyrir lok ársins 2018. Það eru öll heimili innan þétt- býlis í bænum sem nú þegar hafa ekki slíka tengingu. Haraldur L. Haraldsson bæjar- stjóri og Erling Freyr Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, undirrituðu viljayfir- lýsingu um ljósleiðaratengingu allra heimila í bænum. Nú þegar nær ljósleiðarinn til um 2.100 heimila í Hafnarfirði. 500 til viðbótar verða tengd fyrir árslok. Alls verða um 10 þúsund heimili í Hafnarfirði tengd ljósleiðaranum á þremur árum. Haft er eftir Erling í fréttatil- kynningu að öllum heimilum í Hafn- arfirði sem nú fá tengingu stendur til boða 500 megabita nethraði sem síð- ar verður hægt að tvöfalda með sama búnaði. Ljósleiðarinn sjálfur styður svo mun meiri hraða þegar á þarf að halda, að hans sögn. „Ljós- leiðarinn er framtíðarlausn í gagna- flutningum,“ segir Erling Freyr Guðmundsson. Viljayfirlýsing Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveit- unnar, og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri skrifa undir yfirlýsinguna. Allir Hafnfirðingar tengjast ljósleiðara  Tíu þúsund heimili bætast við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.