Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 40

Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 6.300 5.900 Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | Sími 551 4007skartgripirogur.is Skírnargjafir Múmínálfarnir 6.300 6.300 BAKSVIÐ Sigurður Ægisson sae@sae.is Mikilli sögu lauk á dögunum þegar Arion banki yfirtók Sparisjóð Siglu- fjarðar. Hann var formlega stofnaður 1. janúar árið 1873 og var elsta starf- andi peningastofnun á Íslandi þegar yfir lauk. Hvernig þetta nákvæmlega gekk fyrir sig á sínum tíma er ekki með öllu vitað, en ljóst að Snorri Pálsson (1840-1883) faktor, sem kallaður hef- ur verið afi Siglufjarðar, var þar í lykilhlutverki. Hinir voru sr. Jón Auðunn Blöndal (1825-1878), þá verslunarstjóri í Grafarósi, Sveinn Sveinsson (1809-1873), óðalsbóndi í Haganesi, Einar Baldvin Guðmunds- son (1841-1910), óðalsbóndi á Hraun- um í Fljótum, Páll Þorvaldsson (1824- 1881), óðalsbóndi á Dalabæ, Jón Jónsson (1810-1888), óðalsbóndi á Siglunesi, og að endingu tveir heima- menn aðrir, Jóhann Jónsson (1830- 1896), óðalsbóndi og hreppstjóri, bú- andi í Höfn, og sr. Tómas Bjarnarson (1841-1929), þáverandi sóknarprestur á Siglufirði. Á bak við þennan gjörning, hina breiðu fylkingu, er djúp hugsun, því landsvæðið er víðfeðmt og með því reynt að búa sjóðnum traustari grundvöll en ella væri. Skráð vinnukona á 17. ári Unnið var að málinu árið 1872, lög samin og annað þess háttar, og 1. jan- úar 1873 var Sparnaðarsjóðurinn í Siglufirði opnaður. Fyrstu innlagnir eru þó ekki dagsettar fyrr en 11. jan- úar. Þær eru frá alls 15 ein- staklingum, þar sem fyrst er Krist- rún Friðbjörnsdóttir á Hraunum í Fljótum, þá skráð „vinnukona á 17. ári“. Í 1. gr. laga sparisjóðsins segir m.a.: „Frá 1. degi janúarmánaðar 1873 er stofnaður sparnaðarsjóður á Siglufirði, og fé veitt móttöku í hann, annaðhvort í peningum eða gjald- gengum verzlunarvörum, sem ekki má nema minni upphæð en 1rdl (ein- um ríkisdal) í hvert skipti.“ Og í 2. gr.: „Aðaltilgangur sparnaðarsjóðsins er að koma í veg fyrir óþarfakaup og eyðslusemi, en geyma og ávaxta fé efnalítilla manna, sem þeir kynnu að hafa afgangs og á þann hátt hvetja þá til sparnaðar og reglusemi. Að öðru leyti er það sjálfsagt, að hinir efna- betri eiga frjálsan aðgang að sjóðnum ef þeir þar vilja geyma og ávaxta fé sitt, samkvæmt þeim reglum, sem settar eru í lögum þessum.“ Fyrsti aðalfundurinn Á fyrsta aðalfundinum, 1. júlí 1873, var þetta gert: „1. Framlagðar bækur sjóðsins af gjaldkjera, er finnast reglulega og vel færðar, og á sjóðurinn eptir þeim 390 rdl 8 sk. 2. Kosin Stjórnarnefnd sparnaðar- sjóðsins og urðu fyrir kosningu: Jó- hann Jónsson á Höfn formaður, Snorri Pálsson á Siglufirði gjaldkjeri, Sr Tómas Björnsson á Hvanneyri varaformaður. 3. Rætt um hvernig verja skuli peningum sjóðsins og var ályktað að kaupa skyldi konungleg skuldabrjef fyrir 2/3 hluta af því er sjóðurinn ætti við lok kauptíðar á yfirstandandi sumri, en 1/3 hluta lofar gjaldkjeri fyrir að standa megi í verzlan Thaaes á Siglufirði. 4. Kosinn forstöðumaður í stað óð- alsbónda Sveins Sveinssonar á Haga- nesi er var einn af stofnendum sjóðs- ins en sálaðist 16. f. m. og varð fyrir þeirri kosningu hreppstjóri Jón Loptsson á Haganesi.“ Alls voru 80 sparisjóðsreikningar opnaðir fyrsta starfsárið og lagðir inn 1.010 ríkisdalir, en ekkert lánað út. Sparisjóðurinn var upphaflega til húsa í verslun Christians D. F. Thaa- es á Siglufirði. Nú er hann allur, 142 ára gamall. Siglfirðingar gráta þennan aldna höfðingja sem verið hefur svo stór hluti af lífi bæjarbúa og margra ann- arra landsmanna með frábærri þjón- ustu á tímabili sem spannar þrjár ald- ir. Sparisjóður Siglufjarðar allur  Sögu elstu starfandi peningastofnunar landsins lauk á dögunum þegar Arion banki yfirtók sparisjóðinn  Siglfirðingar gráta þennan aldna höfðingja sem var stofnaður fyrir 142 árum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Skiltið fjarlægt Ljósaskilti með nafni sparisjóðsins tekið niður 4. nóvember af annarri af tveimur starfsstöðvum sjóðsins að Túngötu 3 á Siglufirði þar sem Arion banki mun verða til húsa frá og með næstu mánaðamótum. Gjörðabók Síða úr gjörðabók Sparisjóðs Siglufjarðar árið 1873. Tíu þúsund heimili í Hafnarfirði tengjast ljósleiðara fyrir lok ársins 2018. Það eru öll heimili innan þétt- býlis í bænum sem nú þegar hafa ekki slíka tengingu. Haraldur L. Haraldsson bæjar- stjóri og Erling Freyr Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, undirrituðu viljayfir- lýsingu um ljósleiðaratengingu allra heimila í bænum. Nú þegar nær ljósleiðarinn til um 2.100 heimila í Hafnarfirði. 500 til viðbótar verða tengd fyrir árslok. Alls verða um 10 þúsund heimili í Hafnarfirði tengd ljósleiðaranum á þremur árum. Haft er eftir Erling í fréttatil- kynningu að öllum heimilum í Hafn- arfirði sem nú fá tengingu stendur til boða 500 megabita nethraði sem síð- ar verður hægt að tvöfalda með sama búnaði. Ljósleiðarinn sjálfur styður svo mun meiri hraða þegar á þarf að halda, að hans sögn. „Ljós- leiðarinn er framtíðarlausn í gagna- flutningum,“ segir Erling Freyr Guðmundsson. Viljayfirlýsing Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveit- unnar, og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri skrifa undir yfirlýsinguna. Allir Hafnfirðingar tengjast ljósleiðara  Tíu þúsund heimili bætast við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.