Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Bókabæirnir austan fjalls vilja auka hróður barnabókarinnar og vekja athygli á mikilvægi barnabóka í efl- ingu læsis. Því standa þeir fyrir málþinginu „Af hverju þarf ég að lesa?“ sem verður í dag kl. 17.30 í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, í Þorlákshöfn. Þar verður spurn- ingum eins og „af hverju erum við að þessu?“ og „af hverju þurfa börn að lesa?“ svarað frá hinum ýmsu sjónarhornum. Illugi Gunn- arsson menntamálaráðherra setur málþingið og eru mörg áhugaverð erindi á dagskránni, m.a verða tveir rithöfundar með erindi, þau Gerður Kristný og Andri Snær Magnason. Að lokinni dagskrá verður opnað fyrir spurningar úr sal. Ókeypis er á málþingið og verður Veitinga- húsið Meitillinn með súpu til sölu í hléi. Nánar um dagskrána á Fa- cebook: Af hverju þarf ég að lesa? Málþing Bókabæjanna austanfjalls Af hverju þarf ég að lesa? Gerður Kristný Ein þeirra sem verða með erindi. Morgunblaðið/Golli Þær eru margar fíknirnar sem fólk getur þurft að takast á við í lífinu og ein þeirra er tölvufíkn. Hún getur tek- ið líf fólks yfir eins og aðrar fíknir og gott er að kunna að lesa í hvenær tölvunotkun er orðin að fíkn. Fræðsluerindi um tölvufíkn á vegum Geðheilsustöðvar Breiðholts og Hug- arafls verður í dag kl. 17-19 í Borgar- túni 22, 3. hæð. Fyrirlesari er Þor- steinn Kristjáns Jóhannsson fram- haldsskólakennari. Ókeypis fyrir alla. Endilega … … fræðist um tölvufíkn Morgunblaðið/Júlíus Tölvufíkn Hún getur hamlað fólki. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Fólk getur styrkt vöðvanameð því að lyfta lóðum,aukið þrekið í leikfimi ogum leið líkamshreysti. En er hægt að þjálfa heilann – eða breyta honum – og verða snjallari en ella? Auka heilahreysti? Bandarísk- ur geðlæknir velti spurningunni fyr- ir sér í grein sem nýverið birtist í The New York Times. Hann vitnar í ýmsar rannsóknir og dregur álykt- anir án þess þó að komast að afger- andi niðurstöðu. Vitsmunaleg hrörnun er fylgi- fiskur öldrunar; minnisstöðvar heil- ans skreppa saman um 1 til 2% á ári eftir 55 ára aldur og einn af hverjum níu 65 ára og eldri er með Alzheimer. Í framangreindu ljósi segir greinar- höfundur enga furðu að Bandaríkja- menn séu ofurseldir markaði með hvaðeina sem gefi fyrirheit um aukna andlega virkni eða um að stemma stigu við andlegri hnignun, allt frá alls konar tískulyfjum og fæðubótarefnum til heilaþjálfunar. Heilaþjálfunargeirinn Heilaþjálfunargeirinn svokall- aði veltir milljörðum, enda er hug- myndin um að hægt sé að auka minni, athyglisgáfu og rökhugsun býsna þekkileg – læra að nota heil- ann á réttan hátt og verða snjallari. Fyrir nokkrum árum gerðu BBC og taugasérfræðingar við Cambridge-háskólann rannsókn þar sem eftirfarandi spurningar voru lagðar til grundvallar: Gerir heila- leikfimi fólk raunverulega klárara eða eingöngu færara um að leysa ákveðin verkefni? Dæmi: Það er staðreynd að þeir sem leysa sudoku verða smám saman færari í að leysa sudoku. En hefur sú færni áhrif á önnur verkefni sem þeir hafa ekki lagt sig eftir, t.d. krossgátur? Skráðir voru til leiks 11.430 áhorfendur Bang Goes the Theory, vísindaþáttar á BBC, í sex vikna heilaþjálfun, tíu mínútur í senn þrisvar í viku. Þátttakendum var skipt handahófskennt í þrjá hópa; í einum reyndi á rökfærni og úrræða- semi, öðrum athyglisgáfu, skamm- tímaminni og stærðfræðihæfileika og þriðji hópurinn var í hlutverki nokkurs konar Google-leitarvélar og átti að svara óljósum spurningum. Vonarglæta fyrir 60+ Í byrjun og lok rannsókn- arinnar gengust þátttakendur undir vitrænt viðmiðunarpróf í líkingu við hefðbundið greindarpróf. Þótt þeir tækju með æfingunni framförum í að leysa verkefni sem reyndu á vits- muni var ekki sannað að sjálfir yrðu þeir snjallari, enda skoruðu þeir ekki hærra í seinna viðmiðunarprófinu, sem þeir gátu ekki undirbúið sig fyrir frekar en fyrir hið fyrra. Ólíkt yngri þátttakendum tóku sextugir og eldri þó marktækum framförum í munnlegri röksemda- færslu, sem m.a. reyndi á í viðmið- unarprófunum. Þeir tóku í kjölfarið þátt í tólf mánaða framhaldsrann- sókn, þar sem í ljós kom að heila- þjálfun hjálpaði þeim að viðhalda færni sinni. Vonarglæta, að mati greinarhöfundar. Til að auka námsfærni ungs fólks virðast líka ýmsar leiðir færar. Dr. Carol Dweck, sálfræðiprófessor við Stanford-háskóla, hefur sýnt fram á að viðhorf ungmenna til eigin greindar – sem og trú kennara á nemendur sína – hafa gríðarleg áhrif á hversu vel þau læra. Þau sem hafa meiri trú á eigin getu standa sig bet- ur og eru námsfúsari en hinir. Dr. Dweck og teymi hennar gerðu til- raun á námskeiði um starfsemi heil- ans fyrir hóp slakra sjöundubekk- inga. Nemendum var skipt tilviljunarkennt í tvo hópa. Öðrum hópnum var sagt að nám breytti heilanum og árangurinn væri undir nemendum kominn. Hinn hópurinn var fræddur um minni og sagt að greind væri óumbreytanleg. Eftir átta vikur stóð fyrrnefndi hópurinn sig mun betur, 85% á móti 54%, á prófi úr efni námskeiðsins. Samkvæmt framansögðu gætu kennarar með einföldu inngripi bætt námsárangur nemenda, t.d. með því að hvetja þá til að líta á greind sína sem eiginleika sem hægt væri að betrumbæta. Eðlislæg greind og þekking Þótt eðlislægri greind verði ekki breytt og ungt fólk sé talið mót- tækilegra en þeir sem eldri eru gegnir öðru máli um þekkingu. Í þeim efnum geta þeir eldri á sig blómum bætt, jafnvel þótt hugar- leikfimi geri þá ekkert snjallari. Vísbendingar eru um að líkams- rækt stuðli að vexti og endurnýjun heilafruma og auki þar með heila- starfsemina. Nýleg rannsókn á eldra fólki með væga vitsmunaskerðingu bendir til mismunandi ávinnings af líkamsrækt. Fólkið var valið af handahófi og skipt í þrjá hópa; einn lyfti lóðum, annar gerði eróbikk- æfingar og þriðji jafnvægis- og teygjuæfingar. Þeir sem lyftu lóðum og eróbikkhópurinn reyndust taka jafnmiklum framförum hvað varðar skynjun á rými, þótt einungis kon- urnar í síðarnefnda hópnum bættu sig í því að orða minningar sínar. Í annarri rannsókn kom fram að heila- rýrnun varð minni hjá konum sem lyftu lóðum tvisvar í viku í eitt ár en hjá þeim sem voru í leikfimi og gerðu teygjuæfingar einu sinni í viku. Snjallpilla og annað fólk Greinarhöfundur gerir að umtalsefni örvandi lyf, t.d. Adderall og Ritalin, sem losa dópamín í heil- anum, og sumir halda því fram að auki sér skerpu og geri tilveruna aukinheldur áhugaverðari. Upplýs- ingar um að lyf af þessu tagi hafi áhrif á minni og námshæfileika segir hann á reiki en þó bendi ýmislegt til að þau styrki langtímaminnið að því leytinu að þau endurheimti áður lærðar upplýsingar. Eitt er þó öruggt og það er að engin snjallpilla er til. Og engar sannanir eru fyrir því að lyfseðilskyld lyf, fæðubót- arefni og tískudrykkir hækki greindarvísitölu manna. Þó er vonarglæta, að mati greinarhöfundar, sem fæst án lyf- seðils og virðist viðhalda heila- hreysti: annað fólk. Sterk faralds- fræðileg rök eru fyrir því að þeir sem eru félagslega vel tengdir missi síður vitsmunalega getu með aldr- inum. Í stuttu máli sýndi rannsókn vísindamanna við Harvard- lýðheilsuskólann á 17 þúsund manns, 50 ára og eldri, á árunum 1998-2004 að þeir sem voru fé- lagslega virkir og í góðu sambandi við fjölskyldu sína og vini voru lang- best á sig komnir andlega. Greinarhöfundur dregur þá ályktun að þótt ekki sé hægt að fara fram úr sjálfum sér í eðlislægri greind séu ýmis ráð til að nýta vits- munalega möguleika sína til hins ýtrasta. Gleymdu tískulyfjunum og fæðubótarefnunum, smelltu þér í stuttbuxurnar og farðu að æfa, segir hann og bendir sextugum og eldri á heilaþjálfun – og öllum að taka vini sína sem oftast með sér. Með heilabrot á heilanum Snjallpilla sem eykur andlegt atgervi og hindrar vits- munalega og aldurstengda hnignun heilans hefur ekki enn litið dagsins ljós. Lyf, fæðubótarefni og tísku- drykkir duga skammt og óvíst er hvort eldra fólk sem stundar líkamsrækt er andlega betur á sig komið en jafnaldrar þess sem hreyfa sig lítið. Þó er vonarglæta og því vissara að gefa ræktina ekki upp á bátinn og hefja heilaþjálfun – helst með öðru fólki. Morgunblaðið/RAX Heilsa Líkamsrækt hefur jákvæð áhrif, eykur vöðvastyrk, liðleika og stuðlar mögulega að bættri andlegri heilsu. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 - fös: 12-16. Mikið úrval af kjólum fyrir hátíðarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.