Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 28
VIÐTAL Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Það er áskorun að standa á eigin fótum og vera fjárhagslega sjálf- stæður. Verkefnið er vandasamt en yfirstíganlegt.“ Þetta segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna líf- eyrissjóðsins, í formála bókar sinnar Lífið er framundan, sem kemur út í dag. Í bókinni fjallar Gunnar um fjár- mál ungs fólks og veitir ráðlegg- ingar um leiðir í fjármálum fyrir þá sem eru að byrja að búa og hefja störf á vinnumarkaði og stefna að fjárhagslegu sjálfstæði. „Kveikjan var meðal annars sú að mér fannst vanta samantekt um fjármál ungs fólks og heimila miðað við íslenskar aðstæður. Mig langaði að bæta úr því,“ segir Gunnar um til- urð bókarinnar. Forðast að steypa sér í skuldir „Mér hefur oft þótt umræða um fjármál ungs fólks vera svolítið nei- kvæð og margir hafa talað þannig að nánast sé útilokað fyrir ungt fólk að stofna heimili og koma sér þaki yfir höfuðið. Ég get verið sammála því að það er áskorun að vera fjárhagslega sjálfstæður. Það er vandasamt en yfirstíganlegt. Mig langaði því að leggja mitt af mörkum í þessari um- ræðu og benda á atriði sem gott er að hafa í huga þegar kemur að því að skipuleggja fjármálin,“ segir hann. Í bókinni gefur hann ráð um hvað þarf að hafa í huga m.a. þegar ein- staklingar ráða sig í framtíðarstarf, byrja að búa, finna húsnæði, byggja upp eignir og sparnað, taka lán og verja heimili fyrir persónulegum og efnahagslegum áhættum. Það er ráðlegt fyrir alla að mati Gunnars að undirbúa fjármálin líkt og ferðalangur sem hyggur á lang- ferð og gerir ferðaáætlun. „Það skiptir mjög miklu máli að hugsa fram í tímann um leið og þú verður fjárhagslega sjálfstæður. Það er til dæmis mikilvægt að vanda sig fyrstu árin og forðast að steypa sér í skuld- ir áður en kemur að því að kaupa íbúð,“ segir hann. Fimm ráð eiga við á öllum tímabil- um ævinnar að mati Gunnars: 1. Ekki eyða um efni fram. 2. Borgaðu sjálfum þér fyrst. 3. Reyndu að forð- ast lántökur. 4. Hugsaðu til langs tíma. 5. Gerðu ráð fyrir áföllum. Spurður hvort hann telji að ungt fólk fylgi þessum ráðum í dag segist Gunnar hafa fulla trú á ungu fólki. „Ég dreg þarna saman almenn ráð. Ég er alls ekki að segja að unga kyn- slóðin sé að gera eitthvað vitlaust en bendi á atriði sem gott er að hafa í huga. Það skiptir til að mynda máli að leggja áherslu á að safna fyrir eignum frekar en að taka lán fyrir þeim. Auðvitað geta menn stundum þurft að taka lán, námsmaður getur ekki verið án tölvu og fjölskylda með börn á erfitt með að vera á bíls, en ef menn temja sér þann lífsstíl að jafn- aði að leggja fyrir hlutunum frekar en að taka lán fyrir þeim verður þeim umbunað með rýmri ráðstöf- unartekjum og meiri eignamyndun.“ Gunnar setur fram fjölmörg markmið og dæmi sem hann segir gott að hafa til viðmiðunar í fjármálum svo auka megi líkurnar á góðum árangri í fjármálum einstaklinga og fjölskyldna. Til dæmis sé mikilvægt að reyna að gæta þess að heildarskuldir séu ekki meiri en tvöföld eða þreföld árslaun á hverjum tíma og skynsamlegt sé að eiga varasjóð sem nemur eins til þriggja mánaða launum eftir aðstæðum. Hann leggur einnig mikla áherslu á mikilvægi langtímasparnaðar og þess að safna viðbótarlífeyris- sparnaði til að bæta við eftirlaunin. Húsnæðismálin mjög erfið í dag en eru þó yfirstíganleg -Þrátt fyrir ástandið á húsnæðis- málum í dag eru þau ungu fólki ekki óyfirstíganleg að þínu mati? ,,Það hefur alltaf verið erfitt að vera ungur og byrja að búa og koma sér þaki yfir höfuðið. Ég get hins vegar tekið undir að þetta er mjög erfitt í dag og nægir að líta á þróun húsnæðisverðs, sem hefur hækkað mikið á liðnum árum og umfram laun. En mitt mat er að það sé yfir- stíganlegt,“ segir hann. Í lok hvers kafla segir Gunnar dæmisögu af tvennum hjónum sem hann fylgir í gegnum lífið. Þau eru með sömu laun og verja álíka miklu í framfærslu. Þau fara ólíkar leiðir í fjármálum en lifa þó bæði góðu lífi. ,,Það var mjög lærdómsríkt að búa til það módel og reikna sig í gegnum allt líf þeirra. Ég læt þau fylgja meðallaunum og launaþróun- inni miðað við hagtölur Hagstof- unnar og þegar upp var staðið var erfiðast að koma hjónunum í gegn- um fyrstu tíu árin. Þá eru launin lægst en útgjöldin mikil við að stofna heimili. Það tókst en það var vanda- samt,“ segir Gunnar að lokum. Bókin verður kynnt á útgáfufundi sem VÍB og Framtíðarsýn, sem gef- ur bókina út, efna til í Norður- ljósasal Hörpu í dag kl. 17. Vandasamt en yfirstíganlegt  Gunnar Baldvinsson veitir ungu fólki ráðleggingar í fjármálum í bókinni Lífið er framundan  Ráðlegt er að undirbúa fjármálin líkt og ferðalangur sem hyggur á langferð og gerir ferðaáætlun Höfundur Gunnar Baldvinsson skrifar um fjármál ungs fólks. 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Nú færðu ab mjólk og létt ab mjólk frá Mjólku í nýjum handhægum 1 lítra umbúðum. ab mjólkí nýjumumbúðum Dæmi um sparnað og lán við bílakaup úr bókinni Lífið er framundan: ,,Hugsum okkur að ein- staklingur þurfi að safna 2 millj- ónum til að kaupa bíl. Ef hann leggur fyrir tæp 54 þúsund krónur á mánuði í þrjú ár safnar hann fyrir bílnum með því að leggja fyrir samtals 1.931 þús- und krónur miðað við 3% inn- lánsvexti. Ef hann ákveður hins vegar að taka bílalán þarf hann að greiða að meðaltali 65 þúsund krónur á mánuði í þrjú ár eða samtals 2.340 þúsund krónur miðað við 1,02% útlánsvexti. Mismunurinn er 409 þúsund krónur sem eru 20% af sparnaðar- fjárhæðinni. Fyrir þá fjárhæð má t.d. kaupa fjórar IPAD- tölvur eða greiða fyrir rúmlega 102 leigubílaferðir að fjárhæð 4.000 krón- ur hver.“ 409 þús. kr. mismunur DÆMI UM BÍLAKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.