Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 85
MENNING 85
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015
Hljómsveitin Risaeðlan heldur tónleika á tónlistarhá-
tíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana á
næsta ári. Eru það mikil tíðindi fyrir aðdáendur sveit-
arinnar sem var upp á sitt besta á tíunda áratugnum
og naut mikilla vinsælda.
Risaeðlan er skipuð Möggu Stínu, söngkonu og
fiðluleikara; Halldóru Geirharðsdóttur, söngkonu og
saxófónleikara; Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleik-
ara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guð-
mundssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð árið
1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990.
Risaeðlan starfaði með hléum næstu árin og gaf út
plötuna Efta! árið 1996 og lagði upp laupana skömmu
síðar.
Allir liðsmenn sveitarinnar munu koma saman um
páskana á Ísafirði og segir í tilkynningu að það sé
mikil tilhlökkun í framvarðasveit Aldrei fór ég suður
vegna endurkomu Risaeðlunnar og jafnframt þakk-
læti í garð hljómsveitarinnar fyrir að taka fyrirpurn
skipuleggjenda um tónleikahald jafn vel og raun varð
á.
Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda sinn á
næsta ári og hefur hún stækkað á undanförnum árum
og teygt anga sína um sveitarfélagið, þar sem tónlist
og fjölbreyttir viðburðir hafa sett mikinn svip á bæ-
inn. Aðaldagskráin stendur yfir í tvo daga, föstudag-
inn langa og laugardag, en hliðardagskrá fer fram frá
miðvikudegi til sunnudags.
Auk Risaeðlunnar munu koma fram á hátíðinni
rappsveitin Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Strigaskór nr.
42 og ísfirska sveitin Mamma Hestur sem hefur ekki
haldið tónleika í mörg ár. Fleiri tónlistarmenn og
hljómsveitir munu bætast á lista flytjenda er nær
dregur hátíð.
Risaeðlan Hljómsveitin í árdaga. Risaeðlan gaf út plötuna Efta! árið 1996
og hélt eftirminnilega útgáfutónleika vegna hennar sama ár.
Risaeðlan snýr aftur
Dúettinn FUNI heldur tónleika í
menningarhúsinu Mengi í kvöld
og hefjast þeir kl. 21. Dúettinn
skipa Bára Grímsdóttir og Chris
Foster og hófu þau samstarf árið
2001. Upp frá því hafa þau
keppst við að blása lífi í íslenska
þjóðlagatónlist sem hefur leynst í
gömlum upptökum og lítt þekkt-
um bókum og handritum, auk
þess sem þau hafa bætt við nýjum
lögum í þjóðlegum stíl, að því er
fram kemur í tilkynningu.
FUNI flytur íslensk og ensk
þjóðlög og syngja Bára og Foster
bæði og leika á gítar, kantele,
langspil og íslenska fiðlu. Flest
laganna voru sungin án nokkurs
undirleiks áður fyrr en FUNI
bætir hljóðfæraleiknum við og
notar gítar, kantele og hammer
dulcimer, auk gömlu íslensku
hljóðfæranna, langspils og ís-
lenskrar fiðlu.
Tvíeyki Bára Grímsdóttir og Chris
Foster eru dúettinn FUNI.
FUNI held-
ur tónleika
í Mengi
Hin kunni lettneski fiðluleikari
Baiba Skride leikur fiðlukonsert
Beethovens með Sinfóníuhljómsveit
Íslands á tónleikum í Hörpu í kvöld.
Skride hreppti fyrstu verðlaun í
Queen Elizabeth-keppninni árið
2001 og í tímaritinu The Strad var
hún þá sögð „einn mest spennandi
fiðluleikari sem komið hefur fram á
sjónarsviðið síðan Itzhak Perlman
hóf feril sinn“. Hún hefur hljóðritað
fjölda geisladiska sem hlotið hafa
alþjóðleg verðlaun. Hún leikur á
Stradivarius-fiðlu Dideon Kremer.
Hinn norski Eivind Aadland
stjórnar hljómsveitinni og á efnis-
skránni eru einnig þrjú hljóm-
sveitarverk eftir Ravel.
Vinsæl Hin lettneska Baiba Skride hefur
hlotið mikið lof fyrir leik sinn.
Skride leikur kon-
sert Beethovens
Fleiri spennandiuppskriftir á
1 væn lúka spínat
10-12 möndlur
ferskminta eftir smekk
2 dl Floridana Túrmerik safi
örlítil skvetta af límónusafa
Öllu blandað vel saman.
Gott er að leggja
möndlurnar í bleyti áður.
TÚRMERIK
HRISTINGUR
SUÐRÆNNOGGRÆNN
oridana.is og
fl
heilsu
Uppskrift: Heilsudrykkir Hildar