Morgunblaðið - 03.12.2015, Side 1
F I M M T U D A G U R 3. D E S E M B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 284. tölublað 103. árgangur
HEIMILI HAG-
LEIKSMANNS
MINJASAFN
RÍKISSTJÓRNIN
VEÐJAR
Á RAFBÍLA
SEGIR ÍSLENSKUNA
MÖGULEGA Í ÚT-
RÝMINGARHÆTTU
VIÐSKIPTAMOGGINN GOTT EÐA VONT MÁL 10BÁTSMAÐUR 28
Ofur-
kældur
eldislax
Aukin ending
ferskra afurða
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax á
Bíldudal hefur, fyrst laxeldisfyr-
irtækja, fest kaup á vinnslubúnaði
frá 3X Technology á Ísafirði og
Skaganum á Akranesi. Búnaðurinn
undirkælir meðal annars afurðir fyr-
irtækisins, lengir endingu afurða og
tryggir betri og jafnari vinnslu. Vel
er fylgst með rannsóknum á ofur-
kælingu á fiski og ekki síður reynslu
sem fengist hefur um borð í togar-
anum Málmey frá Sauðárkróki.
Norsk laxeldisfyrirtæki eru áhuga-
söm um framvinduna, en laxeldi er
stór atvinnugrein í Noregi.
„Við erum sannfærðir um að það
sé rétt að taka þetta stökk og veðja á
ofurkælinguna á laxinum og við-
skiptavinir okkar í Bandaríkjunum
eru með okkur í ráðum,“ segir Vík-
ingur Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Arnarlax. Fyrsta laxinum úr
kvíum við Haganes verður slátrað í
janúar í nýju sláturhúsi á Bíldudal.
Þar er unnið að því að koma upp nú-
tímalegu frystihúsi þar sem áður var
hefðbundin fiskvinnsla. »32
Fara þarf meira en 30 ár aftur í tímann til þess
að finna dæmi um viðlíka snjódýpt og nú er í
borginni. Í gærmorgun var 42 sentímetra jafn-
fallinn sjór í Reykjavík og hefur desembersnjór
aldrei mælst svo mikill. Næst í tíma er met frá 5.
febrúar 1984 þegar snjórinn var 43 cm og 55 cm
árið 1937. En þrátt fyrir þetta allt hefur allt
gengið snurðulaust fyrir sig og margir hafa
raunar gaman af þessu vetrarríki sem gefur
fólki líka tilefni til að fara út að ganga eða moka
til dæmis frá ruslatunnunum svo hreinsun gangi
greiðlega fyrir sig. »4
Morgunblaðið/Eva Björk
Gengið yfir Tjarnarbrúna í vetrarríkinu
Ekki hefur mælst jafn mikill jafnfallinn snjór í borginni í marga áratugi
Sunna Ósk Logadóttir
sunna@mbl.is
Nokkur þeirra 34 sýrlensku barna
og unglinga sem væntanleg eru til
Íslands frá Líbanon á næstu vikum
hafa neyðst til að vinna mikið.
Vinna barna í landinu er fylgifiskur
ört vaxandi skuldavanda flótta-
fólksins sem stafar af því að það
fær ekki atvinnuleyfi og fjárhags-
aðstoð stofnana og samtaka hefur
verið skert verulega síðustu miss-
eri.
„Satt best að segja fer ástandið
sífellt versnandi,“ segir Violet War-
nery, aðgerðastjóri UNICEF á vett-
vangi í Líbanon, um aðstæður sýr-
lensku flóttamannanna. „Þetta er
lífsbarátta, sá hæfasti lifir af. Þeg-
ar þau komu fyrst hingað til Líb-
anons áttu þau mörg hver sparifé.
Voru með von í hjarta. Gátu unnið.
Þau höfðu tækifæri. Það er búið að
taka þetta allt frá þeim.“
Flóttinn á enda hjá 55 manns
„Ég er ekki lengur manneskja,
ég er númer,“ segir Jamal, 12 ára,
við blaðamann Morgunblaðsins sem
kynnti sér aðstæður flóttafólksins í
Líbanon í síðustu viku. Jamal býr í
tjaldi í Bekaa-dalnum, vistarveru
sem vart er hægt að kalla heimili.
Líbanon hefur tekið við 1,1 millj-
ón sýrlenskra flóttamanna á 5 ár-
um. 55 þeirra hafa nú þegið boð um
að koma til Íslands fyrir jól og setj-
ast hér að. Þar með verður flótta
þeirra loks lokið.
„Ég er ekki lengur
manneskja, ég er númer“
Morgunblaðið/Sunna Ósk
Á flótta Sýrlensk stúlka við tjald
sitt í Bekaa-dalnum í Líbanon.
Flóttabörnin sem koma til Íslands hafa neyðst til að vinna
MÚr helvíti »22-24
Þingvallanefnd hefur samþykkt að
hafinn verði undirbúningur að
byggingu veitinga- og móttökuhúss
á Hakinu við Almannagjá. Slíka að-
stöðu hefur þótt vanta á staðnum
eftir að Hótel Valhöll brann sum-
arið 2009. Byggingin verður nærri
gestastofunni sem þarna er, en
senn hefjast framkvæmdir við
stækkun hennar um nærri 800 fer-
metra. Með stærri stofu batnar að-
staða Þingvallagesta til muna, en
þar verða salir og yfirgripsmiklar
sýningar um náttúru staðarins og
sögu. »20
Veitingahús sam-
þykkt og gesta-
stofan stækkuð
Þingvellir Gestastofa á góðum stað.
Nældu þér í eintak af jólagjafahandbókinni í næstu verslun Lyfju.
- Lifi› heil
www.lyfja.is
Allir fá þá eitthvað fallegt...
21
GLUGGI TIL JÓLA