Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 2

Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 MADONNA ÍTALÍU VIKULEGA FRÁ 16. JAN. – 27. FEB. Eitt vinsælasta skíðasvæði Íslendinga er aftur komið í sölu. Flogið vikulega frá 16. jan.-27. feb. með Icelandair. Farastjóri, Níels Hafsteinsson 99.900 KR. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 585 4000 | uu.is VERÐ FRÁ SÉRTILBOÐ 16. JAN - 23 JAN. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorsteinn Pálsson, talsmaður Blómaþings, segir áformað að hefja niðurrif á Frakkastíg 8 á næstu vik- um. Um er að ræða áberandi hús og eru elstu hlutar þess frá þriðja ára- tug síðustu aldar. Byggingarfulltrúi í Reykjavík samþykkti niðurrifið í fyrradag og bíða framkvæmdaaðilar nú eftir leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu. Þorsteinn segir það munu taka um hálfan mánuð að rífa bygg- inguna. Síðan taki við hreinsunar- starf. Jarðvegsvinna hefst í kjölfarið og er áformað að uppsteypu nýs fjöl- býlishúss verði lokið í ágúst 2016. Þorsteinn segir stefnt að því að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til af- hendingar í lok næsta sumars. Tæp- lega 70 íbúðir verða á reitnum. Elsti hlutinn er á jarðhæð Svonefndur Frakkastígsreitur er kenndur við Frakkastíg 8 og af- markast af Hverfisgötu, Laugavegi og Frakkastíg, hálfa leið að Vatns- stíg. Fram kemur í auglýsingu vegna breytts deiliskipulags á reitn- um að upphafleg bygging á Frakka- stíg 8 er jarðhæð á suðurhelmingi hússins, reist árið 1925. „Byggt er við jarðhæðina í fjór- um áföngum á árunum 1926-1939 til norðurs, suðurs og vesturs og húsið hækkað. Þá var húsið komið í núver- andi stærðir ef undanskildar eru við- byggingar til suðurs og norðurs frá árinu 1988. Húsakönnun gerir ekki tillögu um sérstaka verndun,“ sagði þar meðal annars um sögu hússins. Tónleikastaður víkur Meðal fyrirtækja sem hafa haft aðsetur á Frakkastíg 8 er tónleika- staðurinn Ob-La-Di, Ob-La-Da. Davíð Steingrímsson veitinga- maður er í forsvari fyrir staðinn. Hann segist hafa lokað dyrum í byrjun nóvember, þegar ljóst var að niðurrif var yfirvofandi. „Ég er að leita að nýju húsnæði. Það er lítið hægt að gera í dag ef maður hefur ekki mikla peninga milli handanna,“ segir Davíð og bendir á hátt fasteignaverð í mið- borginni. Hann gagnrýnir vaxandi einsleitni í miðborginni og vísar til þjónustu við ferðamenn. Hann seg- ist fyrst og fremst hafa rekið Ob-La- Di, Ob-La-Da af hugsjón. Listamenn hafi fengið forgang á greiðslur. Níutíu ára gamalt hús við Frakkastíg verður rifið á næstu vikum Næsti áfangi í uppbyggingu Frakkastígsreits Morgunblaðið/Baldur Arnarson Gamalt Gula húsið verður rifið. Hornhúsið við Hverfisgötu er þegar farið. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil óvissa er um framhald sáttatil- rauna í kjaradeilunni í álverinu í Straumsvík, sem er í fastari hnút en nokkru sinni fyrr. Næsta skref er að funda með starfsmönnum um fram- haldið í dag eða á morgun, að sögn Kolbeins Gunnarssonar, formanns verkalýðsfélagsins Hlífar. Verkfallinu var aflýst í fyrrakvöld og því er ekki hægt að boða til annars verkfalls nema að hefja á ný ferli at- kvæðagreiðslu meðal starfsmanna. „En það er hægt að grípa til annarra úrræða en allsherjarverkfalls. Það mætti til dæmis horfa á yfirvinnu- bann og á útflutningsbann en það verður að taka inn í framtíðarmúsík- ina hver niðurstaðan verður.“ Samninganefnd starfsmanna upp- lifði stöðuna þannig í fyrrakvöld að Rio Tinto, eigandi álversins, hefði stillt þeim upp við vegg, að sögn Kol- beins. Ef verkfallið skylli á, þá yrði verksmiðjunni lokað og stjórnendur álversins hefðu strax haldið því fram að starfsmennirnir hefðu sjálfir lokað fyrirtækinu. Samninganefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu vegna hagsmuna starfsfólksins að skásti kosturinn væri að aflýsa boðuðu verk- falli. ,,Við aflýsum verkfallinu og kjara- deilan heldur áfram. Við höfum ekki náð að semja um þær launahækkanir sem búið er að semja um á almennum markaði. Þeir hafna algjörlega að semja við okkur um sambærileg laun og búið er að semja um á almennum markaði, á þeim forsendum að þeir vilja ekki ræða við okkur fyrr en við höfum opnað verktakayfirlýsinguna. Staðan í dag er sú að við erum ekkert á því að opna þessa verktakayfirlýs- ingu og þar af leiðandi hefur þetta far- ið í þennan harða hnút,“ segir Kol- beinn. Hann segir það ekki eðlilegar kjaraviðræður þegar forsvarsmenn fyrirtækisins setji einhliða skilyrði um að kjarasamningur verði ekki gerður nema verktakayfirlýsingin verði opn- uð. Í eðlilegum kjaraviðræðum setjist menn yfir kröfur sem liggja fyrir, ræði málin og leysi þau. „Það er ekki alltaf svo að allir nái sínu fram,“ segir hann. Í yfirlýsingu Rannveigar Rist, for- stjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, í gær segir að kjaradeila starfsmanna ál- versins snúist um þá staðreynd að fyr- irtækið sitji ekki við sama borð og önnur hvað varðar möguleika á útvist- un verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi. Það sé skýr krafa að þær verði rýmkaðar. Útflutningsbann í myndinni  Hnúturinn herðist í álverinu  Hægt er að grípa til annarra úrræða en allsherjarverkfalls, að sögn formanns verkalýðsfélagsins Hlífar um álversdeiluna Morgunblaðið/Árni Sæberg Álver Verkfalli var aflýst í fyrra- kvöld en deilan heldur áfram. Ekki er útséð um að hægt verði að sigla áfram í Landeyjahöfn í vetur. Herjólfur mun sigla í Þorlákshöfn a.m.k. til 4. desember. „Ef það gefur gott veður til dýpk- unar og við sjáum fram á góða daga og að geta opnað höfnina, þá mun- um við gera það,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Síðustu dýptarmælingar sýndu grynningar á litlu svæði í hafnar- mynninu sem ollu því að Herjólfur komst aðeins þar um á háflóði. Ölduhæð hefur einnig verið til traf- ala. Dýpið gæti verið breytt nú en það verður aftur mælt áður en ákveðið verður um frekari dýpkun. Til eru fjármunir fyrir henni að sögn Vegagerðarinnar. Á þessu ári er búið að fjarlægja yfir 700.000 rúmmetra af sandi úr höfninni og úr siglingaleiðinni næst henni og til hliðar við höfnina. Dýpkað var á stóru svæði utan hafnarinnar. Sjálft mannvirkið Landeyjahöfn er stöðugt til skoðunar og hvernig megi bæta það. Vegagerðin hefur látið setja upp vatnslíkan af höfn- inni og er verið að byrja að keyra það. Þá verða ýmsir kostir skoð- aðir, að sögn Sigurðar. Líkanið var sett upp í líkanastöð Vegagerð- arinnar í Kópavogi. Nýi Herjólfur rafdrifinn Ný Vestmannaeyjaferja er hönn- uð til að verða eingöngu rafdrifin. Hún verður „tvinnferja“ og munu dísilvélar um borð hlaða rafmagni inn á rafgeyma. Þetta kom fram í svari Ólafar Nordal innanríkis- ráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur alþingismanns um rafdrifinn Herjólf. Oddný spurði m.a. um hleðslu- stöðvar í höfnum fyrir ferjuna. Ólöf sagði að miðað við tæknina í dag þyrfti að styrkja raforkukerfið eða koma fyrir hleðslustöð í höfnunum. Áætluð ársnotkun dísilolíu er um 1.200 tonn. Miðað við olíuverð í dag munu sparast um 170 milljónir króna árlega vegna olíukaupa, samkvæmt lauslegu mati. Miðað við 20 ára endingu yrði sparnaðurinn 3,4 milljarðar kr. Frá dregst síðan kostnaður við rafmagnskaup. gudni@mbl.is Yfir 700.000 m3 dýpkun í ár  Ekki er útséð um siglingar í Landeyjahöfn í vetur  Kannað með dýpkun um leið og veður batnar  Vatnslíkan af Landeyjahöfn Umsókn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um leyfi til að breyta íbúðarhúsnæði í smávöruverslun með matvæli hef- ur verið sam- þykkt. Um er að ræða kjallara húss á lóð nr. 8b við Óðinsgötu í Reykjavík. Verður útbúinn nýr inn- gangur á vesturgafli hússins. Þetta kemur fram í nýrri fundar- gerð byggingarfulltrúa í Reykjavík. Segir þar að umsækjandi hafi far- ið fram á undanþágu frá kröfum um aðgengi fyrir alla í kjallara. Fjölskyldan býr á efri hæðum Dagur og fjölskylda búa á efri hæðum hússins, sem er á horni Óðinsgötu og Spítalastígs. Dagur og eiginkona hans, Arna Dögg Einarsdóttir, keyptu kjall- arann af fyrri eigendum í fyrravor. Kjallarinn er skráður 65,4 fermetrar en efri hæðirnar þrjár, að meðtöldu risi, eru rúmir 186 fermetrar. Húsið er byggt árið 1909 og hljóð- ar fasteignamatið upp á samtals 84,15 milljónir króna. Þau Dagur og Arna Dögg keyptu tvær efstu hæðir hússins árið 2002 og bættu svo við 1. hæð árið 2010 og svo kjallaranum í fyrra, skv. eigendasögu fasteigna- skrár. Ekki náðist í Dag en hann var á fundi í París. baldura@mbl.is Verslun í húsi borg- arstjóra Dagur B. Eggertsson  Umsókn Dags B. hefur verið samþykkt Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur hollensku pari, karli og konu, vegna fíkniefnasmygls. Ákæran hafði ekki verið birt parinu í gær og því fékkst hún ekki afhent. Parið var handtekið eftir að mikið af fíkniefninu MDMA fannst í húsbíl þess um borð í Norrænu, sem kom til Seyðisfjarðar 8. september sl. Efnin fundust þegar tollverðir tóku fólkið í úrtaksleit. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi. Maðurinn og konan eru bæði fædd árið 1970. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. desember og hún var í farbanni til sama dags. Hollenskt par ákært

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.