Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 4

Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 GOLF Á TENERIFE TÍMABIL 26. JAN. – 16. FEB. 2016 Skemmtilegar golfferðir með hinum vinsæla fararstjóra Þorsteini Hallgrímssyni. Gisting með hálfu fæði á hinu glæsilega La Siesta. 229.900KR. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is VERÐ FRÁ VINSÆLAR GOLFFERÐIR Nú er Reykjavík fannhvít og fal- leg. Mikið hefur snjóað sunn- anlands síðustu daga og í gær- morgun var 42 sentímetrar jafnfallinn snjór í höfuðborginni. Aldrei hefur snjóað í sama mæli í borginni í desember og nú. Gamla metið var 33 sentímetrar frá 29. desember 2011. Bæði umhverfi og mannlíf fá nýjan svip þegar fönnin liggur yfir öllu. Krakkar flykkjast út og búa til snjókarla eða bruna í brekkum. Leikur og útivera bæta og kæta og kinnar verða eplarjóðar. Margir fara líka út að ganga og í gær var fólk víða á ferli, til dæmis í Hljóm- skálagarðinum og á öðrum útivist- arsvæðum. Þá hafa styttur bæj- arins öðlast nýjan svip eftir hretið. Í gær var kopargrænt líkneski Héðins Valdimarssonar í Vest- urbænum undir hvítu teppi og því má segja að þessi kunna kempa hafi skyndilega hlaupið í felur. Þegar færð spillist breytist mannlífið. Skyndilega eru allir til- búnir að hjálpa öllum, til dæmis með því að ýta eða draga fasta bíl- um upp úr sköflum og bera inn- kaupapoka þeirra sem staulast á hálu svelli og þurfa stuðning. Þannig má segja að skyndilega raungerist hin bráðmerkilega lífs- speki sem gilti í leikritinu um Dýr- in í Hálsaskógi, að öll skyldu þau vera vinir og standa saman bæði í leik og alvöru. sbs@mbl.is Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Árni Sæberg Mannlífið í höfuðborginni breytist í snjókomunni Alls 42 sentímetra jafnfallinn snjór í borginni og höfuðborgarmetið í snjódýpt er fallið Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.