Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
Morgunblaðið/Árni Sæberg
þakka fyrir það sem vel er gert held-
ur en að benda sífellt á gallana.“
Önnu Sigríði finnst að Íslend-
ingar mættu vera svolítið umburð-
arlyndari, láta af íhaldsseminni og
reyna að sætta sig betur við breyt-
ingar í málinu. Hún nefnir þágufalls-
sýkina, sem meirihluti þjóðarinnar
hefur tileinkað sér, sem dæmi. „Sú
málnotkun mætir mikilli andstöðu í
þjóðfélaginu. Það er eins og fólk finni
líkamlega til þegar það heyrir sagt
„mér langar“, haldi að málið hrynji
ef slíkt verður ofan á og algjör
skandall ef þágufallssýki færi að
ryðja sér til rúms í útvarpi allra
landsmanna,“ segir Anna Sigríður og
bætir við að þar á bæ ætli menn að
vera síðasta vígið.
Gætir kannski menntahroka að
einhverju leyti?
„Þjóðin er illa haldin af mál-
hroka. Sumir hafa tilhneigingu til að
líta niður á og setja sig á háan hest
gagnvart þeim sem hafa ekki jafn-
gott vald á málinu og þeir sjálfir. Við
elskum öll íslenskuna og viljum veg
hennar sem mestan, en höfum stund-
um skrýtnar aðferðir til að tjá þessa
ást okkar.“
Alvarleg ógn við tunguna
Þótt Anna Sigríður óttist hvorki
slettur né tökuorð, hefur hún
áhyggjur af alvarlegri ógn sem steðj-
ar að íslensku og gæti beinlínis út-
rýmt henni í sífellt tæknivæddari
heimi. „Við þurfum að gera allt sem í
okkar valdi stendur til að halda í við
þróunina; til að geta talað við símana
okkar, tölvurnar okkar, bílana okkar.
Til þess þarf peninga og sem betur
fer er núna í fyrsta skipti gert ráð
fyrir fjárframlagi í fjárlaga-
frumvarpinu til þróunar og rann-
sókna á máltækni. Þrjátíu milljónir
eru dropi í hafið en samt viðleitni.
Hér hefur þó ýmislegt verið gert. Til
dæmis er mikil rannsóknarvinna í
Háskóla Íslands og Háskólanum í
Reykjavík og íslenskir hugsjóna-
menn sem vinna hjá Google hafa í
sjálfboðavinnu safnað raddsýnum til
að kenna snjalltækjum að þekkja ís-
lensku.“
Talið berst að eilífðarumræð-
unni eins og Anna Sigríður kallar
stöðugt karp hlustenda um tiltekin
orð. Á að segja skúrin eða skúrinn í
merkingunni regnskúr? Eða í merk-
ingunni kofi ef því er að skipta? Eru
bæði orðin kvenkyns eða karlkyns án
tillits til merkingar þeirra? Annað
hvort? Málið er flókið og hún þurfti
að leggjast í mikla rannsóknarvinnu
til að fá úr þessu skorið. Niðurstaðan
var í grunninn sú að allt væri rétt,
bara ekki sama hvar á landinu orðin
væru notuð.
Hán er ekki bannað
Svo er það orðið hán, sem marg-
ir sem hvorki skilgreina sig karl né
konu, vilja nota sem persónufornafn.
Anna Sigríður tók orðið hán til um-
fjöllunar í þættinum Orð af orði fyrir
hálfu öðru ári og lýsti sig fremur
mótfallna upptöku þess, m.a. á þeirri
forsendu að nýtt persónufornafn, öf-
ugt við ný nafnorð, lýsingarorð og
sagnorð, væri breyting á málkerfinu
og slíkt væri bæði erfitt og flókið við-
fangs. Aukinheldur ættum við í mál-
inu persónufornafnið það sem væri
alveg ágætt. „Ábendingarfornafnið
þetta er aftur á móti niðrandi þegar
talað er um fólk. Ég var kannski svo-
lítið hvassyrt í þættinum, en ég er
samt þeirrar skoðunar að hán eigi
ekki sérstaklega greiða leið inn í
málið. Auðvitað ætla ég ekki að
standa í vegi fyrir að notað verði
annað persónufornafn en það sem
mér finnst henta, enda tel ég að
minnihlutahópar sem berjast fyrir
réttindum sínum eigi að hafa um það
að segja hvaða orð eru viðhöfð um
þá.“
Anna Sigríður lætur nefnilega
ekkert fara í taugarnar á sér, er á
móti boðum og bönnum í íslenskunni
og vill ekki standa í stríði við einn eða
neinn. „Að einhverju leyti hef ég
talsvert vald um hvernig málið
þróast, en þó ekki svo að ég geti eða
vilji fara að ósk sumra hlustenda sem
segja að þjóðin geti ekki talað á til-
tekinn máta og spyrja hvort ég geti
ekki einfaldlega bannað henni að tala
svona.“
Karl Hallgrímsson sendi nýlega frá
sér annan geisladisk sinn, Draumur
um koss, og þar semur hann öll lög
og texta. Kalli fékk úrvalstónlistar-
fólk til liðs við sig, en hljómsveitina
skipa ásamt honum þeir Davíð Þór
Jónsson, Birgir Baldursson og Eðvarð
Lárusson. Lögin og textarnir á disk-
inum koma úr ýmsum áttum, þar er
djass, klezmer, blús, rokk og fleira.
Þeir félagarnir ætla að vera með tón-
leika annað kvöld, föstudagskvöld á
Rósenberg kl. 22 og á laugardags-
kvöld í Aratungu í Biskupstungum kl.
21, þar sem Kalli bjó og starfar enn
sem kennari.
Tónleikar með einvalaliði á föstudag og laugardag
Kalli á Rósenberg og í Aratungu
Ljósmynd/Ívar Sæland
Tónlistarmaður Nýi diskurinn hans Kalla heitir Draumur um koss.
Hljómsveitin DALÍ verður með út-
gáfutónleika á Gauknum í kvöld kl.
21 í tilefni nýúkominnar plötu.
Sveitina skipa söngkonan og bassa-
leikarinn Erla Stefánsdóttir, Helgi
Reynir Jónsson gítarleikari, Fúsi
Óttars trommuleikari og Franz
Gunnarsson gítarleikari. Andri Ívars,
uppistandari og gítarleikari, sér um
upphitun.
Dalí heldur tónleika í kvöld
Tilnefndur Hermann, ofvirkur Bíld-
dælingur, formaður, myrkur djákni úr
Selvogi og fleiri snillingar ætla að
lesa upp úr verkum sínum í kvöld á
Bókakaffinu á Selfossi. Kristín Helga
Gunnarsdóttir rithöfundur og for-
maður Rithöfundasambands Íslands
fer fyrir fríðum hópi rithöfunda og
verður húsið opnað kl. átta en lestur
hefst hálftíma síðar. Kristín Helga les
upp úr bók sinni Litlar byltingar, en
þar eru sögð sögubrot af tíu konum
sem dreymir um betri daga. Hermann
Stefánsson les upp úr bók sinni Leið-
in út í heim, sem er margslungið
framhald af Palla sem var einn í
heiminum, en bók Hermanns er til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverð-
launanna. Guðmundur Brynjólfsson
les upp úr Líkvöku, en þar segir frá
manni sem ímyndar sér að hann sé
djöfullinn endurborinn. Páll Bene-
diktsson les úr Loftklukkunni, ætt-
arsögu og minningum úr Norðurmýr-
inni. Guðrún Guðlaugsdóttir les upp
úr bók sinni Blaðamaður deyr, en þar
segir frá Ölmu blaðakonu sem fær í
hendurnar spillingarmál sem hún
beitir ýmsum brögðum við að leysa.
Guðrún Sæmundsen les upp úr bók-
inni Hann kallar á mig, sem er
bersögul samtímasaga þar sem
fjallað er á áhrifamikinn hátt um fíkn,
ofbeldi, vináttu og svik. Jóna Guð-
björg Torfadóttir les upp úr barna-
bókinni Ævintýragarðinum, þar sem
saman koma íslenskur nútíma veru-
leiki og ævintýraheimur með norn-
um, ófreskjum og risum.
Kakó, kaffi og bækur í Bókakaffinu hjá Bjarna
Höfundar lesa upp á Selfossi
Morgunblaðið/Einar Falur
Rithöfundur Kristín Helga.
Málfarsráðunauturinn Önnu Sigríði
Þráinsdóttur finnst frábært og raunar einn
skemmtilegasti þáttur starfsins að vera í
sambandi við fólkið í landinu og er þakklát
fyrir að fá ábendingar um málfar, fram-
burð og þess háttar.
„Við elskum öll ís-
lenskuna og viljum veg
hennar sem mestan, en
höfum stundum skrýtn-
ar aðferðir til að tjá
þessa ást okkar.“
JÓLADÚNDUR
TAX FREE af öllum
snyrtivörum, ilmum og gjafakössum
fyrir dömur og herra í desember.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170